Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 6
Oddur Sigurðsson og Helgi glíma í kringum 18 ára aldurinn og hef ég þjálfað í mörg- um ólíkum greinum m.a. glímu, frjálsum, fótbolta, skólahreysti og séð um íþróttaskóla fyrir yngstu börnin. Þá hef ég þjálfað glímufólk töluvert fyrir HSK, sérstaklega fyrir Landsmót UMFÍ. I ágúst 2008 var ég þjálfari landsliðs Islands í glímu, en þá var fyrsta heimsmeistarmótið í Glímu haldið í Hróarskeldu í Danmörku. Það var virkilega skemmtilegt verkefni og gekk mjög vel. Nú svo hef ég séð um íþróttir eldri borgara hér í sveit síðustu tvö árin sem hefur líka verið mjög skemmtilegt. Helstu áhugamál mín eru auðvitað ijölskyldan og svo starfíð, íþróttakennslan og allt sem tengist íþróttum, aðallega glíman. Ég hef gaman að sveita- störfum og að vinna með höndunum. Er mikill sveitamaður í mér. Sambýliskona mín er Sylvía Sigurðardóttir frá Vatnsleysu hér í sveit, dóttir Sigurðar Erlendssonar og Jónu Ólafsdóttur og við eigum saman tvö böm, þau Jónu Kolbrúnu sjö ára og Kjartan ljögurra ára. Og svo er eitt í vændum! Sylvía varð stúdent firá FSU 1996 og útskrifaðist síðan sem kerfisfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2002. Hún vann hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu Streng í sjö ár eða til ársins 2004 að hún hóf störf í Landsbankanum hér í Reykholti. Framtíðarsýn mín sem formaður Ungmennafélags Biskupstungna er að halda áfram sama starfí sem verið hefur og efla það og sfyrkja. Maður gerir auðvitað minnst sjálfúr. Til að félagið blómstri og dafni þarf að fá fólkið í lið með sér. Ég vil vinna að því að gera UMF. Bisk. meira sýnilegt. Fólkið hér vinnur mikið og óeigingjarnt starf fyrir sveitarfélagið og samfélagið, alls konar sjálfboðaliðastörf, sem mætti þakka betur. Ungmennafélagið hefúr innan sinna vébanda leik- deild, íþróttadeild og ritnefnd Litla-Bergþórs. Auk þess mætti nefna mörg önnur félög sem starfa af krafti í sveitarfélaginu, eins og Hestamannafélagið, Kvenfélagið, allt kórastarfið, Björgunarsveitina, Lions, Búnaðarfélagið og sérgreinar þess og annað félagsstarf. Þetta er allt þakkarvert. Ég er íhaldssamur og vil halda í það sem gott er, ekki kasta því gamla í burt. Góðar breytingar gerast hægt! Að lokum vil ég bara segja að ég hlakka til að takast á við formanns- starfið. Það er gott fólk sem býr hér í sveitinni og mikill kraftur í því. Ef ég get virkjað eitthvað af þessum krafti þá ánægður. A þessum bjartsýnu nótum kveður blaðamaður Helga og Sylvíu með þökk jyrir kajfið og heldur út í vorkvöldið. G.S. Ketilbjörn ehf. vinnuvélaverktaki Syðri-Reykjum. Grímur Þór - Sími 892 3444 Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.