Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 11
með því að bjóða 20% afslátt ef greitt væri fyrir gjalddaga. Það hefur gefíst allvel og flestir nýttu sér þetta afsláttarform. Við erum þó alltaf að berjast við að standa réttu megin við núllið og svigrúm til tækjakaupa er alls ekkert. í desember 2009 óskuðum við eftir fúndi með sveitastjórnarmönnum þar sem ræða átti tækjakaup til íþróttaiðkunnar en þeir sáu sér því miður ekki fært að mæta svo við upplifum okkur svolítið í lausu lofti. Eins og áður hvetjum við félagsmenn til að greiða félagsgjöld og forráðamenn til þess að greiða æfingagjöldin svo við getum haldið áfram okkar góða starfí um ókomin ár. Nú er hafið nýtt ár og nýr áratugur með nýjum vonum og væntingum sem við í stjórninni hlökkum til að takast á við. Við þökkum öllum sem hafa starfað með okkur og styrkt okkur, þjálfurum og síðast en ekki síst, iðkendum, samstarfið. Agla Þyri Kristjánsdóttir Frá leikdeild UMF. Bisk. Komið þið sæl! Þá er komið að því að skrifa smá pistil um nýafstaðinn leikvetur hjá leikdeildinni. Aðalfúndur var haldinn í október 2009. Þar voru stjómarmenn endurkosnir ásamt varamönnum. Camilla Ólafsdóttir formaður, Guðný Rósa Magnúsdóttir gjaldkeri, Egill Jónasson ritari, varamenn Runólfur Einarsson og Sigurjón Sæland. Ákveðið var að setja upp leikrit á komandi vetri og leikstjóri ráðinn, Gunnar Bjöm Guðmundsson. Fjórða janúar 2010 kom svo hópur fólks saman til að lesa yfir leikrit sem Gunnar Bjöm hafði valið og taldi nokkuð gott verk og hafði hann á tilfinningunni, þar sem hann þekkir okkur orðið nokkuð vel, að við gætum gert góða uppsetningu úr þessu sfykki. Leikritið sem valið var heitir „Undir hamrinum“ eftir Elildi Þórðardóttur. Verk með átta hlutverkum þar sem reyndi aðeins á leikara í söng og kveðskap. Já, æft var stanslaust í sex vikur og fmmsýnt 12. febrúar við frábærar undirtektir. Við sýndum 12 sinnum og fengum um 900 manns að horfa á okkur. Við í stjóminni viljum þakka þeim sem komu að þessu með okkur kærlega fyrir aðstoðina, sérstaklega Hjalta og Ásu á Kjóastöðum en þau lánuðu okkur aðstöðu til æfinga þegar við gátum ekki verið í Aratungu. Að lokum læt ég fylgja með nöfn og heimilisföng þeirra sem tóku þátt í þessari uppfærslu. Takk fyrir og gleðilegt sumar kæm Bláskæklingar. Egill Jónasson Leikarar í leikritinu „ Undir hamrinum Sigurjón Sæland, Hildur María Hilmarsd., Kristrún Sigurjinnsd., Iris Blandon, Runólfur Einarsson ogEIín Ellingsen. Iris Blandon og Runólfur Einarsson í hlutverkum sínum. Leikarar: Hjalti Gunnarsson, Kjóastöðum Elín Ellingsen, Reykholti Hildur M. Hilmarsdóttir, Spóastöðum Iris Blandon, Ekm Egill Jónasson, Hjarðarlandi Kristrún Sigurfmnsdóttir, Laugarvatni Sigurjón Sæland, Reykholti Runólfur Einarsson, Reykholti Aðstoð við leikmynd og búninga: Hilmar Ragnarsson, Reykholti og Guðfinna Jóhannsdóttir, Litla-Kletti. Leikskrá og reddarar: Guðný Rósa Magnúsdóttir, Tjöm og Camilla Ólafsdóttir, Ásakoti Ljósamaður: Smári Þorsteinsson, Reykholti Hvíslarar: Kristín Ólafsdóttir, Hveragerði og Ása Dalkarls, Kjóastöðum Undirspil: Jón Bjarnason, Reykholti Ljósmyndari: Elsa Fjóla Þráinsdóttir, Miklaholti. Hjalti Gunnarsson sem presturinn og Egill Jónasson sem Hafur í Utnára. 1 1 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.