Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 21
Afmæliskveðja Steinunn Þórarinsdóttir frá Spóastöðum og Garðar Hannesson, sem voru fyrstu húsverðir í Aratungu og jafnframt stöðvarstjórar pósts og síma. héldu upp á 70 og 75 ára afmœli sín auk þess sem þau fögnuðu hálfrar aldar brúðkaupsafmæli. Því buðu þau upp á samfagnað í Básnum, Ölfusi, á sumardaginn fyrsta þar sem þessi kveðja varflutt. Við Ragnhildur vinkona mín, bárum fyrir mörgum, mörgum árum starfsheitið talsímakona. Enginn veit lengur hvað þetta orð þýðir og ég fór á byggðasafn í fyrrasumar og þar sá ég skiptiborð eins og það sem við unnum á forðum daga í Aratungu hjá Garðari og Stennu. Svona líður tíminn, en okkur er þessi tími enn í svo fersku minni að þetta gæti hafa verið í hitteðfyrra eða kannski árið þar áður. Eg kynntist þessum góðu hjónum fyrst, þegar við vorum í heimavist í Reykholtsskóla litlar stelpur, en Ragnhildur er systir Stennu, og við fórum stundum í heimsókn í Aratungu. Eg var alltaf frekar hrædd við Garðar, fannst hann alvörugefinn og hvass í tali. Ragnhildur kallaði hann Gæa, hann var náttúrlega í Qölskyldunni, en mér fannst það léttúðugt og ffekar glæfralegt. En samt, þrátt fyrir hræðsluna, þegar ég var unglingur og farin að vinna fyrir mér, þá hringir Garðar í mig og býður mér vinnu á símanum í Aratungu. Eg henti öllu frá mér sagði upp í vinnunni og flutti aftur upp í sveit. í hönd fóru góðir tímar, en oft síðan hef ég dáðst að þessum frábæru vinnuveitendum, sem virtust eiga endalausa þolinmæði gagnvart kolvitlausum krakkavitleysingum, sem ekkert vildu gera nema skemmta sér og láta öllum illum látum. Það er orðið allt of seint að biðjast fyrirgefningar, eina sem hægt er að segja er takk fyrir. Takk fýrir umburðarlyndið endalausa, þið óluð okkur upp. Stenna kenndi okkur að taka upp snið og sauma, saumaði á okkur föt. Hún kenndi okkur að elda góðan mat og baka, hver man ekki eftir matarveislunum þegar Lillen kom í heimsókn og eldaði Túttí Frúttí og alls kyns aðra framandi rétti, sem allir kunnu vel að meta. Hvað gerðir þú eiginlega við okkur Stenna? Aður en við komum til þín lifðum við á mat en síðan við fórum frá þér þá lifúm við fyrir mat. Það var stemmning, þegar ijölskyldan kom úr Reykjavík með kjötfars og Iifrarkæfu úr Kjötbúð Tómasar, mig minnir að það hafí líka verið harðfískur, en hann var falinn undir viskustykkjunum. Alltaf var hægt að fmna tilefni til að gera sér glaðan dag, halda hátíð og skemmta sér saman. Ekki þótti okkur leiðinlegt þegar Garðar tók í brotin framan á stífpressuðum buxunum, hann var alltaf í stífpressuðum, og beygði sig í hornskápinn í eldhúsinu, þá vissum við að það stóð mikið til. Garðar, takk fyrir að kenna okkur að kælt soðið vatn er allra meina bót og mikilvægi þess að klæða sig eftir veðri. Garðar hlustaði á veðurfréttir á morgnana, oft tvisvar, fór í Steimmn Þórarinsdóttir og Garðar Hannesson. „síðar“ ef illa spáði. Var hann að fara í ferðalag? nei, hann var að fara út með ruslið. Stenna, takk fyrir að kenna okkur að eiginmann skal maður umbera, hann er góður eins og hann er. Garðar var Húsvörðurinn í Aratungu með stórum staf. Ekki veit ég hvort fólk gerði sér grein fyrir því, en þessi frábæru hjón stóðu 24 tíma vakt á sólarhring öll þau ár, sem þau bjuggu í Aratungu. Símstöðvarinnar vegna mátti húsið aldrei vera mannlaust. Símstöðin var lífæð sveitarinnar, þangað komu menn margra erinda. Það þurfti að senda bréf og sækja, kaupa frímerki, ná í póstkröfur og ef þeir þurftu að hringja, og enginn mátti heyra, komu menn og hringdu í boxi á símstöðinni. Sumir höfðu ekki síma, t.d. Njáll, hann þurfti að sækja í símann. Símareikningar voru borgaðir á staðnum, menn komu þegar ferð féll, hvort sem það var dagur eða kvöld, rúmhelgur eða helgi. Símstöðin boðaði messur og annað sem allir þurftu að frétta, þá var hringt íjórar langar, þá svöruðu allir á línunni sem heyrðu, við merktum við, og hringdum síðan í þá sem ekki höfðu svarað. Símstöðin tók líka niður sæðingapantanir á hverjum degi og kom til sæðingamannsins. Á símstöðinni voru tvær línur út úr sveitinni til langlínusamtala. Þegar langlínusamtöl voru, þurfti að segja viðtalsbil á þriggja mínútna fresti, þau reiknuðu gjaldið og innansveitarsímtöl mátti rjúfa fyrir langlínusamtöl. Löng var tíðum biðin hjá bændum í heyskap að bíða eftir símtali við varahlutaverslanir, sumir brugðu þá á forgangshrað, það rauf allt annað, en kostaði meira. Þegar símstöðin lokaði á kvöldin voru línur tengdar í bjöllur í forstofuskápnum inni í íbúðinni, og þar heyrðust hátt og snjallt allar hringingar sveitarinnar á kvöldin. Undarlegt að einhver á þessu heimili skyldi nokkurntíma geta fest svefn. Húsvarðarverkin voru vandaverk. Þau hugsuðu um þetta hús eins og sitt eigið. Engan hef ég séð leggja jafnmikla alúð í að bóna og Garðar, hann söng þegar hann bónaði, aldrei annars, nema í baði. Speglapúss var honum líka mjög mikilvægt, það var athöfn. Alltaf __________________________________ 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.