Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.07.2010, Blaðsíða 7
Hvað segirðu til? Helstu tíðindi úr sveitinni Tíðarfar hefur verið gott eftir áramót, mildur og snjóléttur vetur. Upp úr miðjum febrúar kom þó smá kuldakafli með snjó af og til og eins var kalt seinni partinn í mars og fram yfir páska. Þann 1. apríl var hvassviðri að norðan og frost og lá þá þéttur rykmökkur frá Hagavatnsaurum yfír Hlíðabæi og Laugardal, svo varla sá á milli bæja. Aska frá Eyjaijallajökli hefur hinsvegar ekki borist í teljandi magni í uppsveitir sökum eindreginna norðlægra átta síðan gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars s.l. og síðan í toppgíg Eyjaljallajökuls þ. 14. apríl, með miklu öskufalli undir Eyjaijöllum og í Landeyjum. Síðan 23. maí hefur gos legið niðri. Sumar og vetur frusu hressilega saman þetta árið, sem á að boða gott sumar. Var frost 4-5°C þá nótt. Viku síðar, var vorið komið með hlýrri golu og mykjuilmi í lofti og má segja að veðursæld hafi verið mikil í maímánuði og gróður tekið vel við sér. Birkiskógar voru orðnir al laufgaðir síðustu vikuna í maí og er það eflaust merki um hlýnandi loftslag, því áður fyrr laufguðust þeir ekki fýrr en viku af júní. Bjami Sveinsson, Helgastöðum, hætti sem skóla- bílstjóri um áramótin eftir margra ára starf og í hans stað var dóttir hans, Bryndís Malmö, ráðin í starfið. Tekið hefur verið upp nýtt fyrirkomulag með sorphirðu og er nú sorp sótt í sorptunnur sem em við hvert heimili. Jafnframt em starfræktar sorphirðu- stöðvar þar sem tekið er við sorpi gegn gjaldi en ruslagámar til almenningsnota hafa verið Qarlægðir úr sveitinni. Eitthvað hefur borið á óánægju sumar- bústaðaeigenda með þetta fyrirkomulag. Samið var við Spóastaði ehf. um aðstöðu til afsetningar á jarðefnum og óvirkum úrgangi. Um áramótin urðu Tungnamenn þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá í áramótaskaupi RÚV Tungna- meyna, Irisi Blandon, og hinn Tungnaættaða Gunnlaug Bjamason Harðarsonar og Elínar Gunnlaugsdóttur. Byggðaráð lagði til 13. janúarað Bræðratungusókn fengi 300.000 kr. styrk til lagfæringar á aðkomu að kirkjunni og að gert verði ráð fyrir þessum fjárstyrk á íjárhagsáætlun 2010. Vegna aukinna verkefna i Bláskógaveitu var starfshlutfall Margeirs Ingólfssonar hliðrað til þannig að hann starfar í 20% starfi hjá Bláskógaveitu en hlutfall starfs hans sem oddviti lækkaði til samræmis við það. Torfastaðasókn hélt þorrablótið 22. janúar og heppnaðist það mjög vel. Var vel sótt og skemmtiatriðin góð að vanda og sama má segja þegar dagskráin var endurtekin fyrir eldri borgara stuttu síðar. Arsreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2009 var samþykktur samhljóða og áritaður. Frá þorrablóti Sauðfjáreigendur ræddu um nafngiftir á sauðljár- veikivamarhólfum og litamerkingum sauðíjár í Bergholti 8. febrúar. Leikdeild Umf. Bisk. frumsýndi leikritið „Undir hamrinum“ eftir Hildi Þórðardóttur, í leikstjórn Gunnars Bjöms Guðmundssonar, þ. 12. febrúar. Sýnt var í febrúar og út mars, alls 12 sýningar. Egill Jónasson og Kolbrún Osk Sæmundsdóttir í Hjarðarlandi hafa hætt kúabúskap. Sigurlína Kristinsdóttir var með myndlistarnám- skeið í akrýl og olímálingu helgina 13.-14. febrúar. Upplit - Menningarklasi uppsveita Árnessýslu var með dagskrá á Kaffi Kletti 21. febrúar. Þar fjallaði Svava Theodórsdóttir um dagatal Kvenfélags Biskupstungna, en félagið hlaut Sólskins- viðurkenninguna fyrir útgáfuna. Við sama tækifæri sungu Aðalheiður Helgadóttir og Osk Gunnarsdóttir. Böm úr Grunnskóla Bláskógabyggðar fóru skemmtilega ferð á Skólahreysti 2010 í Reykjavík 25. febrúar þó ekki kæmist skólinn upp úr riðlinum. Skoðunar- og skemmtiferð Hrossaræktarfélags Biskupstungna um sveitina var farin laugardaginn 27. febrúar og eftir ferðina ræddu menn málin fram eftir kvöldi á Klettinum. Boraðar voru prufuholur í landi Hrosshaga og Höfða eftir heitu vatni. Vonast er til að fá megi heitt vatn með frekari borunum síðar meir. Ferðaþjónustan í Úthlíð bauð upp á afslöppunar- og skemmtiferðir um Tungurnar í mars og apríl. Björn Sigurðsson var leiðsögumaður með ferðamenn um svæðið. Þriggja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011-2013 var samþykkt samhljóða, á fundi sveitarstjómar 3. mars. Á Miðhúsum hafa Hallgrímur Guðfinnsson og Geirþrúður Sighvatsdóttir breytt Ijósinu í ljárhús sem rúmar 250 Ijár. Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi 2009- 2010 var haldin í Fjölbrautarskóla Suðurlands, -------------------------------- 7 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.