Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 2
Landbúnaður á villigötum Efni íslenskur landbúnaður framleiðir góðar vörur. Um það eru neytendur sammála og í könnunum hefur komið fram að þeir treysta innlendum vörum betur en innfluttum hvað varðar heilbrigði og hollustu. Reyndareru íslenskir neytendur ekki einir um slíka trú á innlendri fram- leiðslu, neytendum í nágrannlöndum okkar finnst það sama um sínar landbún- aðarvörur. Hneykslismál í matvælafram- leiðslu í Evrópu á síðustu árum hafa hins- vegar dregið úr tiltrú neytenda þar. Fyrir nokkrum árum setti landbúnaðar- ráðherra reglugerð um gæðastýrðan land- búnað. Þetta var eðlilegt skref. í matvæla- framleiðslu þarf að vera gæðastýring til að tryggja neytendum hollar og hreinar vörur, framleiddar án þess að notuð séu eiturefni eða fúkkalyf f óhófi. Þetta er einnig eðlilegt miðað við þá áherslu sem lögð er á hreinleika landsins og hollustu íslenskra landbúnaðarafurða. Böggull fylgdi þó skammrifi, því ekki voru bænd- ur skyldaðir til að taka upp gæðastýrðan landbúnað eins og eðlilegt hefði verið, heldur er þeim það í sjálfsvald sett. Síð- ar var heiti reglugerðarinnar breytt og nú heitir hún reglugerð um „vistvæna" landbúnaðarframleiðslu og eru bændur sem taka upp eðlilega framleiðsluhætti verðlaunaðir með því að geta merkt vöru sínar sem „vistvæna afurð". Sá er galli á þessu að neytendur vita ekki hvað „vist- væn afurð" er og rugla slíkum vörum oft saman við lífrænar vörur, sem eru allt aðrar og lúta miklu strangari skilyrðum. Erlendis eru aðeins til tvær gerðir land- búnaðarvöru, hefðbundnar og lífrænar. Hér hefur verið bætt við þriðju gerðinni, „vistvænum" vörum. Það er full ástæða til að ætla að gerðar yrðu athugasemdir í nágrannalöndum okkar ef við reyndum að markaðssetja þar „vistvænar" afurðir. Það er skoðun Neytendasamtakanna að hér sé um að ræða grófan blekkingaleik gagnvart neytendum og Ijóst er að sam- tökin láta reyna á það hjá þar til bærum yfirvöldum hvort þetta stenst. Það er með öllu óþolandi að reynt sé að spila með góða trú neytenda. Sem dæmi má nefna að í reglugerðinni segir að bannað sé að nota hormóna eða vaxtaraukandi efni í þessum „vistvænu" vörum. Ekki er hér um nýmæli að ræða, því þetta hefur sem betur fer alltaf verið bannað f íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Hvaða leik er eiginlega verið að leika gagnvart neytendum? Samkvæmt samkeppnislög- um er bannað að veita rangar og villandi upplýsingar. Að mati Neytendasamtak- anna er hér einmitt verið að veita rangar og villandi upplýsingar. Hér er ekki aðeins grófur blekkingar- leikur gagnvart neytendum. Þessi mála- tilbúnaður veldur lífrænum landbúnaði einnig miklu tjóni. Það er ekki einfalt fyrir bændur að breyta úr hefðbundnum landbúnaði yfir í lífrænan, og það er kostnaðarsamt fyrir framleiðendur. Og þegar forysta bænda talar öll einum rómi um að „vistvænar afurðir" séu framtíðin er skiljanlegt að bændur fari stystu leið- ina til að styrkja stöðu sína og velji „vist- vænu" leiðina í stað hinnar lífrænu. Til að kóróna sköpunarverkið hefur land- búnaðarráðherra gefið út reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu þar sem meðal annars segir að sauðfjárbænur sem uppfylla skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu eigi rétt til sérstakra álagsgreiðslna úr ríkissjóði á árunum 2004-2007, að hámarki 100 krónur á hvert kíló dilkakjöts miðað við verðlag 1. mars 2000. Á meðan fá sauðfjárbændur sem fara yfir í lífræna framleiðslu engan stuðning. Víðast erlendis fá bændur sem það gera hinsvegar sérstaka aðlögunar- styrki. Fullyrða má að það er einmitt f lífrænum landbúnaði sem framtíðin liggur hér eins og annars staðar, enda hefur eftirspurn eftir lífrænum vörum aukist mjög mikið á síðustu árum og sér ekki fyrir endann á þeirri aukningu. Það er þvf mikil skamm- sýni hjá íslenskum stjórnvöldum að ein- blína á svokallaðar „vistvænar" landbún- aðarafurðir og gefa lífrænum landbúnaði langt nef. Jóhannes Gunnarsson Frá kvörtunarþjónustunni 3 Fæðubótarefni 4 Hvað eru stritstöðvar? 6 Frelsi í fjármálum 7 Gæðakönnun á morgunverðarkorni 8 fluka lífrænar aðferðir næringargildi matvæla? 10 Öryggivöru 11 Gæðakönnun á hlaupaskóm 12 Kvörtunarþjónusta fyrirtækja 14 Skyndibitasamfélagið 18 Húrra fyrir einkavæðingunni 19 Gæludýraframleiðsla íbúrum 20 Almannatryggingamolar 22 ,44517 Prentaö efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. NEYTENDABLAÐIÐ 2.tbl., 49. árg. - júní 2003 Utgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími 545 1200 Fax 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgbarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritnefnd: Brynhildur Pétursdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þórólfur Daníelsson, Þuríður Hjartardóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Mörður Árnason Umbrot og hönnun: Stíll ehf. Prentun: Hjá GuðjóniÓ ehf. - vistvæn prentsmiðja Pökkun: Bjarkarás Upplag: 13.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasam- tökunum Ársáskrift: 3.300 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasam- takanna. Upplýsingar úr Neytenda- blaðinu er óheimilt að nota í auglýs- ingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíÖu: zxk1 2 NEYTENDABLAÐIÐ 2.TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.