Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 20
Gæludýraframleiðsla í búrum eða hundarækt í atvinnuskyni? Þeim íslendingum fjölgar sífellt sem hafa hund á heimilinu. Sú var tíðin að hunda- hald var stranglega bannað í Reykjavík, en íhöfuðborginni, rétteins og öðrum þéttbýl- isstöðum, halda nú margir hunda sem gælu- dýr. Tegundunum fjölgar líka. Síðan inn- flutningur hunda var heimilaður og sóttkví sett upp í Hrísey hefur fólk í auknum mæli tekið að hreinrækta ákveðin hundakyn og hundasýningar eru líka orðnar fastur liður í lífi margra hundaeigenda - hérlendis eins og í svo mörgum öðrum löndum. En hvaða kröfurgerirfólkoghvaða vænting- ar gerir það þegar ákveðið er að verja sem svarar kannski heilum mánaðarlaunum í kaup á nýjum fjölskyldumeðlimi? Hvaða kröfur er réttmætt að gera? Og hvaða kröfur er raunhæft að gera? Við þessum spurningum má vafalítið fá misjöfn svör, en með tilliti til þess að hvolpur sem kem- ur á heimilið á að líkindum eftir að vera „einn af fjölskyldunni" næstu 10-15 árin, er full ástæða til að velja hann af yfirvegun og gera sér grein fyrir því fyrirfram hvaða kröfur þarf að gera til hans. Jón Daníelsson blaðamaður kannaði málefni hundaræktar á íslandi fyrir Neytendablaðið, en tilefnið er ekki síst kvartanir og fyrirspurnir sem borist hafa til samtakanna. Hundaræklun Hundaræktendur á íslandi eru nú orðnir all- margir. Hreinræktaðir hvolpar af ákveðnu kyni geta verið nokkuð dýrir. 100-300 þúsund krónur mun ekki óalgengt að hrein- ræktaður hvolpur kosti, en á móti kemur að þeim fylgir vottorð þar sem ætt þeirra er rakin. Hundaræktarfélag íslands annast eftirlit og útgáfu slíkra ættbóka. Félagið var stofnað árið 1969 og hefur síðan ættbók- arfært 10 þúsund hunda af meira en 60 tegundum. Félagið er aðili að FCI, alþjóða- sambandi hundaræktarfélaga. Að sögn Þórhildar Bjartmarz, formanns Hundaræktarfélagsins, er starfsemi lang- flestra hundaræktenda afar smá í sniðum. Þetta er fólk sem á nokkra hunda og frá þeim koma örfá got á ári. Frá þessari reglu er þó ein allstór undan- tekning. Það er Hundaræktin í Dalsmynni á Kjalarnesi sem hjónin Ásta Sigurðardóttir og Tómas Þórðarson reka. Þar eru nú að sögn Ástu um 80-90 ræktunardýr. Þetta mun vera eina ræktunarstöðin þar sem hundaeldið er beinlínis rekið sem atvinnu- grein. Kvartað til Neytendasamtakanna Neytendasamtökunum hafa á undanförn- um árum af og til borist kvartanir og fyr- irspurnir frá hundaeigendum. Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræðingurogyfirmaðurleið- beininga- og kvörtunarþjónustu Neytenda- samtakanna, segir að 5 formlegar kvartanir hafi borist til samtakanna á síðustu tveimur og hálfu ári en óformlegar fyrirspurnir séu um 10-12 ári. Þetta er ekki hægt að kalla háar tölur en Ólöf Embla segir athyglisvert að allar kvartanir og langflestar fyrirspurnir varði hunda frá Dalsmynni. Nánast óþekkt er að kvartað sé yfir hundum frá öðrum hundaræktendum. Meðal þess sem kvartað hefur verið form- lega yfir til Neytendasamtakanna nefnir Ólöf Embla hjartagalla, langvarandi iðrasýk- ingu og grun um rangfeðrun. Útbreiddur fjandskapur Ekki þarf að kafa djúpt ofan í málefni hundaræktunar til að sjá að Hundaræktin í Dalsmynni hefur aflað sér óvina. Ásta Sig- urðardóttir var í Hundaræktarfélagi íslands þar til í september 1999, þegar hún sagði sig úr því. Þá hafði reyndar komið fram á hendur henni ásökun um rangfeðrun og á vegum Hundaræktarfélagsins höfðu DNA- sýni verið send til Þýskalands til rannsókn- ar. Niðurstaðan úr DNA-greiningunni varð sú að faðerni hvolpsins hefði verið rangt skráð. Það aftekur Ásta sjálf með öllu. Hún telur fólk í innsta hring Hundaræktarfélags- ins hafa verið á móti sér og bendir á þann möguleika að röng sýni hafi verið send til greiningar, en tekur fram að sér sé þó ómögulegt að fullyrða nokkuð um það. Einhver eða einhverjir hafa um skeið í skjóli nafnleysis haldið úti sérstakri heimasíðu á netinu þar sem Ástu Sigurðardóttur og W Hundaræktinni í Dalsmynni er fundið flest til forráttu. Síðan ber yfirskriftina „Sannleik- urinn um Dalsmynni" og hana er að finna á slóðinni http://frontpage.simnet.is/jv1/um- dalsmynni.html. Þessi slóð ber með sér að hinn nafnlausi ábyrgðarmaður síðunnar sé notandi „jv1" hjá Símanum-interneti. Guð- mundur Már Kristjánsson hjá Símanum- internet kvað sér vera óheimilt að gefa upp hver þessi notandi væri, en sagði þó að það yrði gert ef til dæmis lögregla leitaði eftir því í kjölfar meiðyrðakæru. Þótt aðeins sé stiklað á stóru má sömuleiðis nefna til sögunnar heimasíðuna www.hvutt- ar.net, sem tileinkuð er hundum, en þar er fólk hvatt til að skrá sig á rafrænan undir- skriftalista sem sagt er að sendur verði yfir- völdum. í textanum er lögð til sú breyting á reglugerð að þeir sem fá heimild til rækt- unar hunda í atvinnuskyni skuli ekki hafa fleiri en 15 hunda, eldri en sex mánaða, á hundabúi sínu á hverjum tíma. Þegar þessi listi var skoðaður að kvöldi 22. maí voru á honum 878 nöfn og kennitölur og hafði fjölgað um 18 frá kvöldinu áður.Tæpastget- ur leikið vafi á, að þessum undirskriftum sé fyrst og fremst stefnt gegn Hundaræktinni í Dalsmynni. Búraeldi En hvað er það sem hefur skapað svo mikla óvild í garð Ástu og Tómasar og atvinnu- starfsemi þeirra? Eftir fjölmörg samtöl við heimildarmenn og lestur ýmissa gagna við vinnslu þessarar greinar virðist nánast mega draga þetta saman í eitt orð - búra- eldi. Eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að halda 80-90 hunda öðruvísi en að stía þeim sundur og það er gert með því að hafa þá í búrum eða stíum. Þetta þýðir þó ekki að dýrunum sé haldið þar hreyfingar- lausum, heldur er þeim hleypt út í útigerði þar sem þeir fá að viðra sig til skiptis. Engu að síður stendur óhaggað að dýrunum er lengst af haldið innilokuðum í tiltölulega þröngum stíum og mörgum hundavinum virðist blöskra sú meðferð ein og sér, án tillits til þess hvernig hugsað er um dýrin að öðru leyti. 20 NEYTENDABLAÐIO 2. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.