Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 16
- spurningar & svör um réttindi flugfarþega í byrjun sumars berast alltaf margar fyrir- spurnir til Neytendasamtakanna er varða réttindi flugfarþega. Hér fyrir neðan eru svör við algengustu spurningunum. Leitað var til Flugleiða og lceland Ex- press um svör við tilteknum spurning- um. Því miður bárust svör frá lceland Express ekki í tæka tíð. Flugleiðir sendu svör en tóku fram að þau væru ekki tæmandi og hvetur flugfélagið farþega til að hafa samband séu þeir með ein- hverjar sérþarfir eða fleiri spurningar. Creinin er einnig að hluta til þýdd og staðfærð eftir grein sem birtist í For- brukerrapporten, blaði norsku neyt- endasamtakanna. Flug, seinkun, yfirbókun eða niðurfelling Hver er réttur flugfarþega ef flug er fellt niður? Hægt er að fara fram á endurgreiðslu. Einnig er hægt að fara fram á bókun í næstu iausu brottför eða bókun í flug síðar á tíma sem farþegi velur sjálfur. Ef flug er fellt niður vegna seinkunar getur farþegi að auki krafist bóta vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir vegna seinkunarinnar. Skilyrði bóta er að flugfélagið, eða tengiliður þess, hafi ekki gert allt sem í þess valdi stóð til að komast hjá seinkuninni. Að mati Neyt- endasamtakanna hvílir sönnunarbyrðin um þetta atriði á flugfélaginu. Hver er réttur flugfarþega ef flugi seink- ar? Ef seinkun er mikil getur farþegi farið fram á endurgreiðslu eða bókun að nýju, svipað og við niðurfellingu. Að auki á far- þegi rétt á bótum fyrir fjárhagslegt tjón á grundvelli sömu sjónarmiða og að fram- an voru rakin. Á farþegi rétt á bótum missi bann afflugi út af röð við innritun eða öryggishlið? Almennt ber farþegi sjálfur ábyrgð á því að mæta tímanlega út á flugvöll. Missi viðkomandi af flugi vegna þess að hann mætti seinna út á flugvöll en flugfélagið krefst á hann almennt engan rétt á bót- um. Hver er réttur flugfarþega við yfírbókun? Á grundvelli tilskipunar frá ESB á flug- farþegi rétt á að velja milli fullrar endur- greiðslu á miðaverðinu, bókun í næstu lausu brottför eða bókun síðar á tíma sem farþeginn velur sjálfur. Að auki skal farþeginn frá greiddar 150 evrur ef flugið var styttra en 3.500 km. (um 12.600 kr.) og 300 evrur ef flugið var lengra en 3.500 km (um 25.200 kr.). Ef seinkunin er styttri en 2 klukkutímar í flugi undir 3.500 km eða er skemmri en 4 tímar á flugi lengra en 3.500 km má flugfélagið skerða bæturnar um helming. Gera má þá kröfu að bæturnar séu greiddar út í peningum. Sömuleiðis skal farþegi fá greiddan kostnað vegna símtals til þess áfangastaðar sem hann var á leið til, kostnað vegna matar og drykkjar og hót- elgistingu reynist slíkt nauðsynlegt. Á farþegi einhvern rétt, komi hann of seint að brottfararhliði? Almennt ber farþegi ábyrgð á þessu sjálfur en komi hann of seint vegna þess að tengiflugi seinkaði er hugsanlegt að flugfélag tengiflugsins beri ábyrgð á því fjárhagslega tjóni sem af hlýst. Hvað gerist ef tímasetningar á flugmiða eru rangar, eða ef farþegi missir af flugi vegna mistaka eða rangra upplýsinga? Hafi farþegi fengið rangar upplýsingar frá flugfélagi, eða tengilið þess, og missir af flugi sínu vegna þeirra upplýsinga getur hann átt kröfu á endurgreiðslu. Sömuleið- is getur farþegi farið fram á bætur vegna fjárhagslegs tjóns vegna seinkunar sem hann verður fyrir vegna þessa. Hver er réttur farþega sem vegna seink- unar þarf að bíða í marga klukkutíma eftir tengiflugi? Flugfélaginu ber að bæta fjárhagslegt tjón farþegans ef seinkunin er því að kenna. Hvaða rétt á farþegi ef seinkun veldur því að hann missir af mikilvægum fundi eða jafnvel tónleikum? Flugfélagi ber aö bæta farþega fjárhags- legt tjón sitt beri það ábyrgð á seinkun- inni. Hámark bóta miðast hér við 4150 SDR (1 SDR = ca. 100 krónur). Hver er réttur farþega ef hann missir af tengiflugi vegna seinkunar? Flugfélag er almennt bótaábyrgt vegna fjárhagslegs tjóns sem það veldur farþeg- um sínum vegna seinkunar. Þetta þýðir að flugfélaginu sem seinkar ber að bæta farþegum fjárhagslegt tjón sitt missi þeir af tengiflugi, til dæmis kostnað vegna nýs flugmiða. Almennt er mikill munur milli flugfélaga á þjónustu og réttindum sem farþegum eru veitt undir þessum kring- umstæðum. Hjá Flugleiðum er séð til þess að koma farþega á lokaáfangastað ef viðkomandi tengiflug er á sama far- seðli og það flug sem seinkaði. Ef farþeg- inn er hins vegar með tvo aðskilda miða segja Flugleiðir að flutningsaðilinn beri ekki ábyrgð á áframhaldandi flugi. Farseðill Má breyta miða eftir að búið er að panta hann? Möguleikinn til breytinga er mismunandi eftir tegundum flugmiða. Oftast er það þannig að meiri sveigjanleiki fylgir dýrari miða. Hjá Flugleiðum má segja að þumal- puttareglan sé sú að ódýrustu fargjöldin leyfi engar breytingar, meðalfargjöldin heimili breytingar gegn gjaldi og dýrustu fargjöldin fulla breytingu án gjalds. Hjá lceland Express má breyta bókun í öllum 16 NEYTENDABLAfilÐ 2. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.