Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 17
flugferðum gegn greiðslu kr. 1.500 gjalds fyrir hverja breytingu. Ef dagsetningu er breytt kostar það kr. 2.500. Fara verður á söluskrifstofu lceland Express til að fá bókun breytt. Greiða þarf mismuninn ef fargjald hækkar við breytingu en lækki það endurgreiðir félagið ekki mismun- inn. Tímatakmörk breytingar hjá lceland Express er að lágmarki 3 klst. fyrir brott- för. Má farþegi framselja midann sinn öör- um einstaklingi? Misjafnt er eftir flugfélögum hvort slíkt er heimilt. Hjá Flugleiðum er framsal ekki heimilað. Neytendasamtökin eru eindregið á þeirri skoðun að heimila eigi framsal af þessu tagi. Má afpanta mida stuttu fyrir brottför? Almennt er ekki hægt að afpanta ódýra flugmiða eða flugmiða á almennu far- rými stuttu fyrir brottför. Forfallatrygging getur í vissum tilvikum bætt tjónið, svo sem ef upp koma veikindi. Sérreglur gilda um kaup á flugmiða í gegnum netið. í lögum um húsgöngu og fjarsölu er mælt fyrir um 14 daga rétt neytenda til að falla frá fjarsölusamningi. Ef neytandinn ákveður að falla frá samn- ingi innan 14 daga frestsins á hann að fá endurgreitt að fullu. Frá reglunni er und- antekning: Ef minna en 14 dagar eru til brottfarar þegar miðinn er bókaður hefur neytandinn ekki rétt til að falla frá samn- ingnum. Á farþegi einhvern rétt ef hann týnir flugmiða sínum eða sækir hann ekki innan tilskilins frests til ferðaskrifstofu eða flugfélags? Ekki eru til neinar reglur um það hvað gerist ef miði er ekki sóttur á réttum tíma eða farþegi týnir honum. Hjá Flugleiðum geta farþegar sótt um að fá miða sem glat- ast endurútgefinn gegn gjaldi. Neytenda- samtökin telja sanngjarnast að farþegi fái nýjan flugmiða (gegn gjaldi) ef svona óheppilega vill til. Hver er réttur farþega ef flugfélagið sem hann á pantaðan miða hjá verður gjaldþrota? Þeim sem selja alferðir (pakkaferðir) er skylt að vera með tryggingu sem verndar hagsmuni farþega komi til gjaldþrots. Eng- in slík skylda hvílir á flugfélögum sem þýð- ir að ef flugfélag verður gjaldþrota geta bæði ferðin og peningarnir tapast. Aðbúnaður farþega Cetur farþegi átt rétt á bótum frá flug- félaginu vegna ónæðis frá ölvuðu sam- ferðarfólki? Því miður er svarið nei. Skilyrði bóta er í fyrsta lagi það að flugfélaginu sé að einhverju leyti um að kenna og í annan stað þarf viðkomandi að hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Óþægindi og pirringur bætast ekki. Á farþegi sem situr við hlið eða á milli far- þega í miklum holdum einhvern rétt? Sama regla gildir hér og nefnd var að framan, þ.e. að skilyrði bóta er annars vegar það að flugfélagi sé að einhverju leyti um að kenna og hins vegar fjárhags- legt tjón. Þó má segja að ef einstaklingur er svo mikill um sig að hann tekur nánast tvö sæti getur aðbúnaður næsta farþega orðið óviðunandi. Neytendasamtökin telja því að rök megi færa fyrir afslætti vegna þrengsla reynist ekki mögulegt að hliðra farþegum til þannig að allir geti vel við unað. Getur farþegi í miklum holdum þurft að greiða tvöfalt fargjald? Engar sérstakar reglur er að finna um hámarksþyngd farþega. Almennt má þó segja að í flugvélum eru seld sæti og því kann að vera réttlætanlegt að einstak- lingur sem þarf meira rými en eitt sæti greiði fyrir það. Flugleiðir mæla með því að farþegar sem telja sig ekki rýmast í einu sæti kaupi annað sæti sem þeir geta keypt fyrir 75% af viðeigandi fargjaldi. Hvert er lágmarksbil á milli sæta? Samkvæmt hönnunarstöðlum sem flugyf- irvöld fara eftir verður bil á milli sæta þar sem 3 sæti eru saman að vera að minnsta kosti 50,6 cm og 38 cm þar sem 2 sæti eru saman. Hver er réttur fatlaðra sem ferðast einir? Hér miðast rétturinn við þjónustustig flugfélagsins sjálfs og því þarf að spyrj- ast fyrir hjá flugfélaginu fyrir brottför. Til fróðleiks má nefna að hjá Evrópusam- bandinu er unnið að því að tryggja fötluð- um flugfarþegum lágmarksréttindi. Hvað þarf barn að vera gamalt til að mega ferðast eitt í flugvél? Börn á aldrinum 5-11 ára mega ferðast ein með því að bóka sérstaka fylgd hjá flugfélaginu. Koma verður fram við bók- un að barnið ferðist eitt og er þá fengin aðstoð sem greiða þarf sérstakt gjald fyrir. Farangur Hver er réttur farþega ef farangur hans týnist? Týnist farangurinn eftir innritun er flugfé- lagið bótaskylt. Hver er réttur farþega ef farangri hans seinkar? Farþegi á hér rétt á bótum vegna nauð- synlegra útgjalda. Hver er réttur farþega ef farangur hans skemmist? Flugfélagið ber bótaábyrgðina nema skaðann megi rekja til galla á ferðatösk- unni, slæmrar pökkunar í töskuna eða annars þess háttar. Punktakerfi Hvaða íslensku flugfélög bjóða upp á punktasöfnun? Flugleiðir bjóða vildarpunkta ef gengið er ísérstakan vildarklúbb Flugleiða. Iceland Express hefur ekkert slíkt í boði. Erlend flugfélög bjóða sum upp á söfnun vildar- punkta. Flugfélag sem stofnar tryggðar- klúbb af þessu tagi ákveður sjálft hvaða skilmálar gilda í vildarklúbbnum. Hvenær leggjast vildarpunktar á vildar- kort? Vildarpunktar færast ekki á vildarreikn- ing fyrr en ferð hefur verið flogin. Er hægt að flytja vildarpunkta milli ein- staklinga? Ekki er hægt að færa punkta milli Vildar- reikninga. Við andlát korthafa getur einn lögerfingi sótt um vildarkort og fengið ferðapunkta hins látna flutta yfir á sinn vildarreikning. Forráðamenn fá ekki vild- arpunkta barna sinna þótt þeir greiði fyr- ir þau farseðilinn. Koma vildarpunktar sjálfkrafa inn á vild- arreikninginn? Nei. Það þarf alltaf að sýna Saga-bónus- númer við bókun á flugmiða. Hægt er að sækja um leiðréttingu sex mánuði aftur í tímann. NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2003 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.