Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 6
Hvað eru stritstöðvar? Umræða um siðræna neyslu hefur aukist mjög í nágrannalöndum okkar síðustu árin og undanfarið höfum við skrifað ofurlítið um siðræna neyslu í Neytenda- blaðið. Lítið hefur farið fyrir þessari um- ræðu hér á landi og þar af leiðandi eigum við ekki íslensk orð yfir mörg þau hugtök sem nauðsynleg eru í umræðunni. Enska orðið sweatshop er haft um „vinnu- stað þar sem aðstæður eru bágar, kjörin léleg og vinnutími langur" Þýðingartil- raun Neytendablaðsins er: stritstöð. Hér er saga stritstöðva í Bandaríkjunum í stuttu máli: í Bandaríkjunum var orðið sweatshop- stritstöð notað um plásslitlar, hættulegar og óhreinar skó- og fataverksmiðjur í New York. Innflytjendur, nær eingöngu konur og börn, unnu myrkranna á milli í þessum verksmiðjum fyrir lúsarlaun sem dugðu ekki fyrir lágmarksframfærslu. Oft tók verkafólkið vinnuna með sér heim á kvöldin eftir 15 tíma vinnudag til að end- ar næðu saman. Árið 1900 stofnuðu verkakonur verka- lýðsfélag (The International Ladies' Garment Workers' Union) til að berjast gegn lágum launum og óþolandi vinnu- aðstæðum. Árið 1909 skipulögðu sam- tökin verkfall sem 60 þúsund verkakonur í fataiðnaði tóku þátt í. Þetta var fyrsta verkfall sinnar tegundar og voru launin löguð nokkuð í framhaldinu. Bruninn í Triangle-verksmiðjunni í New York árið 1911 dró aftur athygli fólks að aðstæðum verkafólks í stritstöðvum. Læstar útgönguleiðir urðu til þess að fólk annaðhvort brann inni eða lést þegar það stökk út um glugga. Eitt hundrað fjör- tíu og sex starfsmenn létu lífið. Það var svo árið 1938 að Roosevelt, þáverandi Bandaríkjaforseti, undirritaði nýja vinnulöggjöf (The Fair Labor Stand- ard Act). Þessi lög - sem enn eru í gildi - kveða meðal annars á um lágmarks- laun, yfirvinnu ef unnir eru meira en 40 tímar á viku og bann við barnavinnu. Lögin eru þó iðulega brotin enn í dag. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum áætlar að af 22 þúsund skráðum vinnuveitend- um í fataframleiðslu borgi um helmingur minna en lágmarkskaup. Um 65% borga ekki yfirvinnu og um 30% virða ekki lágmarksreglur um öryggi á vinnustað. Starfsfólk sem gengur í verkalýðsfélag og mótmælir bágum kjörum er oft rekið. Stritstöðvar eru algengar í borgum þar sem stór hluti íbúa er innflytjendur, svo sem í Los Angeles. Konur frá Asíu og Mið-Ameríku vinna baki brotnu í verk- smiðjum við aðstæður sem líkjast helst þrælahaldi til þess að geta borgað þeim sem smygluðu þeim inn í landið. Nú eins og í byrjun 19. aldar er flest verkafólk f fataiðnaðnum innflytjendur og konur þar í yfirgnæfandi meirihluta. í ágúst 1995 réðst lögreglan í Los Ang- eles inn í stritstöð f El Monte. Þar unnu innflytjendur frá Taílandi við bágbornar aðstæður. Þeir unnu fyrir 69 cent á tím- ann og voru lokaðir inni í íbúðabyggingu sem var umkringd með gaddavír. Verka- fólkinu var hótað nauðgun og lífláti ef það hætti að vinna. Eftir þessa rassíu skaratvinnumálaráðherra Clinton-stjórn- arinnar upp herör gegn stritstöðvum. Lagafrumvarp gegn stritstöðvum („The Stop Sweatshop Act") hefur verið lagt fyrir bandaríska þingið en ekki enn náð fram að ganga. í þessu lagafrumvarpi er stritstöð skilgreind sem vinnustaður sem einkennist af óöruggum og heilsu- spillandi vinnuaðstæðum, oftar en ekki með læstum útgönguleiðum og lélegri Mynd: www.nlcnet.org loftræstingu, þar sem kaup er lágt eða ekkert og vinnudagur langur. Ekki er borgað fyrir eftirvinnu og starfsfólk sem reynir að berjast fyrir rétti sínum er beitt refsiaðgerðum. Flutningsmenn frumvarpsins telja að það verði að vera hægt að draga framleiðend- ur til ábyrgðar. Það sé nær ómögulegt fyrir neytendur að komast að því við hvernig aðstæður vörur séu framleiddar og hvort lágmarksréttindi verkafólks séu í heiðri höfð. Framleiðendur hafa oft skýlt sér bak við það að þeir ráði verk- taka sem síðan sjái um að láta framleiða pöntunina. Verktakarnir séu ábyrgir fyrir því hvernig farið er með verkafólk en ekki framleiðendurnir sjálfir. Fataframleiðsla hefur í síauknum mæli færst til Asíu þar sem eftirspurn eftir vinnu er mikil og launakostnaður lítill. Ófáar sjónvarpsstöðvar hafa gert heim- ildaþætti um stritstöðvar í fjarlægum löndum og f kjölfar uppljóstrana fjöl- miðlafólks og baráttu ýmissa grasrótar- samtaka hafa neytendur í auknum mæli krafist þess að framleiðendur geri grein fyrir framleiðsluháttum sínum. Heimild: grein á vefsetrinu www.heartsandminds.org. NEYTENDASTARF ER í ALLRA ÞÁGU BYKO VISA ISLAND Landssíminn Nettó Vátryggingafélag íslands Samband íslenskra sparisjóða Samkaup Mjólkursamsalan Osta- og smjörsalan Kaupþing Mjólkurbú Flóamanna og Vodafone Krónan Frumherji íslandspóstur Búnaðarbanki íslands Eimskip íslandsbanki Bónus Hagkaup OLÍS 10-11 6 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.