Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 13
Asics Gel Kayano Diadora Mythos Training Nike Air Pegasus legri á skósólinn að vera, skórinn á að vera léttur og ekki styðja of fast við efri hlutann. Skórinn þarf að lofta vel svo raki komist út. Á hlaupum gefur fótur að jafnaði frá sér um 15 gr. af svita á klst. Tveir þriðju magnsins safnast undir ilina svo að innri sólinn þarf að geta tekið upp 10 gr. af svita á klst. ef vel á að vera. Flestir skór eru enn lélegir í þessum efnum og eng- inn fékk hærri einkunn en 2,6 (af 5,5) fyrir vökvaupptöku. Fótum og skóm er oft skipt í „gríska" og „egypska" eftir hlutfallslegri lengd tánna. Á egypskum fæti, sem er algengasta gerð- in, er stóra táin lengst. Á grískum fæti er næsta táin lengst. Ef þær eru jafn langar kallast fóturinn „þver" (square), slíkir fætur eru algengari í Asíu en á Vestur- löndum. Fólki með þverfót hentar best gríska lagið. Félagsleg ábyrgð framleiðenda Undanfarin misseri hefur nýr liður bæst við gæðamat neytendasamtaka á vörum og þjónustu, þ.e.a.s. „félagsleg ábyrgð framleiðenda" (corporatesocial responsi- bility). Eru þá metnar vinnuaðstæður og kjör verkafólks, hvort börn starfa að fram- leiðslunni, hvernigumhverfismálum, hrá- efnanotkun og mengun er háttað osfrv. Ein fyrsta könnunin sem ICRT hefur gert í þessu efni varðar skokkskó. Stærstur hluti af kostnaði við gerð þeirra eru laun og launatengd gjöld. Framleiðslan er fjöl- þjóðleg, því að hlutar skónna eru einatt framleiddir hver í sín landi, en einna mest er framleiðslan í Kína, síðan í Indónesíu, Brasilíu og Indlandi. Fyrirtækin sem bera vörumerkin eru talin bera ábyrgð á þátt- um framleiðslunnar í öllum löndunum þar sem hún fer fram. Upplýsingagjöf og samstarfsvilji: Adidas- Salomon, New Balance og Puma stóðu sig best og svöruðu öllum spurningum. Umhverfismál: Fyrirtækin Adidas-Sal- omon, Nike og New Balance eru lengst komin, bæði varðandi framleiðsluna og efnainnihald í skónum. Félagslegar hliðar, réttindi verkafólks: Adidas er í heildina fremst í flokki en Nike með ströngustu reglurnar varðandi æskufólk, ekki má láta unglinga yngri en 16 ára vinna við fatagerð fyrir Nike og ekki innan við 18 ára að skógerð. Nike miðar að lágmarki við bandaríska staðla um loftræstingu í skóverksmiðjum. Heild: Adidas og Nike standa sig best á flestum sviðum en varðandi upplýsinga- gjöf og félagslega sýn eru New Balance og Reebok í sama gæðaflokki. New Bal- ance er líka jafnfætis Adidas og Nike í umhverfismálum. Fyrirtæki sem svöruðu illa, seinteða ekki reyndust mun styttra á veg komin varð- andi félagslega ábyrgð. í þeirra hópi varð- andi mörg atriðin eru Décathlon, Asics, Brooks, Diadora, Fila, Karhu, Kelme, Mizuno, Reebok og Saucony. Sum þeirra hafa þó hreinan skjöld að ýmsu leyti, eru að þróa þessi verkefni eða hafa áætlanir um slíkt. / verslunirmi Skokkskór eru gerðir fyrir hlaup en þá má líka nota sem gönguskó. Þeir eru aftur á móti ekki heppilegir í íþróttum þar sem iðkandinn þarf oft að stöðva og eða snúa sér snöggt. Ef ætlunin er að kaupa alhliða skó sem duga í flest (t.d. í skóla) er iðulega affarasælast er að kaupa tennisskó Meira á www.ns.is Markaðskönnun og ítarlegri gæðakönnun eru á vef Neytendasamtakanna www.ns.is. Lykilorð félagsmanna er að finna á bls. 2. Hérlendis fengust níu skógerðir af 39 í gæðakönnun ICRT á skokkskóm. Hér í blaðinu eru niðurstöðurnar um þessar níu gerðir en á vefnum eru þær ítarleg- ar um allar 39. Slit á sóla Traustleiki, ending Högg- deyfing Vökva- upptaka sóla að innan Rétt sveigja sóla Þægindi skónna Loftun, heilnæmi Stöðug- leiki Líkams- hreyfing, þægindi Efna- Mat notkun notenda 3.2 3.2 3.9 1.6 5.5 3.6 3.7 3.7 3.9 4.0 3.8 2.0 2.0 4.5 2.3 2.0 3.5 4.0 4.0 3.5 4.9 4.0 3.8 3.8 3.6 1.1 1.0 2.5 3.5 3.9 3.6 2.4 3.3 5.2 5.0 4.3 1.9 3.0 3.4 3.8 3.8 3.6 4.0 3.8 4.6 4.5 4.0 2.2 5.5 3.5 3.8 3.7 3.8 4.4 3.9 2.5 2.5 4.2 1.2 3.0 3.7 3.7 3.8 4.2 4.4 4.1 4.6 3.7 4.2 1.9 3.0 3.5 4.0 3.7 3.5 3.1 3.6 5.0 4.7 4.6 1.5 5.5 4.0 4.0 3.8 3.7 4.4 4.0 © International Consumer Research and Testing (ICRT) / Neytendablaðið 2003. NEYTENDABLAÐIB 2. TBL. 2003 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.