Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12
.1, gæðakönnun Adidas Supernova Control Asics Cel 1080 Viltu skokka eða hlaupa? Þá skaltu ekki bara kippa með þér hugs- unarlaust einhverjum striga-, íþrótta- eða skokkskóm úr hillu verslunar. Val á slík- um skóm er nauðsynlegt að undirbúa af alvöru og kostgæfni, meðal annars vegna þess að þeir eru dýrir en gæði og gerðir mjög mismunandi. Sérstaklega þarf þó að vanda valið sökum þess að lélegir eða rangir skór geta haft í för með sér alvar- legarafleiðingar. íþróttaskóreru nú langt- um flóknari að gerð en fyrr á árum. Nokkur frumatriði Fóturinn er flókin smíð og viðkvæm. í honum eru 26 bein, margir vöðvar og sinar sem sjá um hreyfingar, að dreifa þyngdarálagi, deyfa högg og halda stöð- ugleika. Og fætur fólks eru margbreyti- legir að stærð, lengd, breidd osfrv. Þess vegna eru skokkskór líka flókin smíð, það er bæði erfitt að framleiða fullkomna skó og að finna rétta skó sem henta bygg- ingarlagi og hreyfingamynstri eigandans. Þú þarft að átta þig á hver fótgerð þín er og hvers konar hlaup þú ætlar að stunda til að geta valið rétta skó. Greint er á milli skóa sem henta fyrir mismunandi not, fyrst og fremst er um að ræða tvær skó- gerðir, æfingaskó og keppnisskó. Ýmsu fólki þykir þó ágætt að skokka á keppn- isskóm, hver hefur sínar þarfir og óskir í þessum efnum. Ekkert mælir gegn því að nota ódýrari skó stöku sinnum. Yfirleitt eiga skór að uppfylla þrjár meg- inkröfur: 1) Þeir eiga að passa vel. 2) Þeir mega ekki erta hásinina, ekki þrýsta fast á hana þegar þú réttir úr fæt- inum. 3) Sólinn á að sveigjast á sama stað og tærnar, sem sé ekki undir miðri ilinni. Sumt fólk getur skokkað á hvaða skóm sem er sér að vandræðalausu, en algeng- ast er að rangir og lélegir skór auki líkur á meiðslum og margs konar vanda. Og því oftar og lengur sem fólk skokkar þeim mun mikilvægara er að nota réttu skóna. Fólki sem skokkar þrisvar til fórum sinn- um í viku er ráðlegast að eiga að minnsta kosti tvenn eða þrenn ólík pör af skokk- skóm og nota þá til skiptis. Með því er hægt að jafna álag og draga úr líkum á meiðslum. Almennt vernduðu allir skórnir í könnun- inni hlauparann vel. Það vakti athygli að sumir skokkskór reyndust vera með betri höggdeyfingu eftir 150 km. notkun held- ur en þeir voru nýir. Púðunin þarf greini- lega tíma til að komast í rétt form. Þetta þarfað athuga Gera þarf þær kröfur til skokkskóa að þeir dempi álag og styðji vel við fót, séu endingargóðir, aflagist ekki og þoli gagn- rýni bæklunarsérfræðinga. Góðir skór eiga að endast 1.000-1.500 km. Plattfótur (á fólki með ilsig) er oft mjúk- ur og sveigjanlegur og deyfir ekki högg sérstaklega vel. Hætt er við því að innri hlutinn leiti of mikið niður á við (fóturinn „prónerar" of mikið). Holfótur er íbjúgari að neðan, stífari og strekktari, en það gerir hann óstöðugan og höggdeyfingu lélega. Karlmenn þurfa fremur en konur að gæta að því að kaupa skó með góðri höggdeyf- ingu og góðri dempun á hælnum. Konur þurfa að finna skó sem vernda ilbogann því þar skapast fremur þrýstingur hjá þeim. Kvenfótur gerir meiri kröfur til skósins en karlfótur og því sveiflast einkunnir oft meira til varðandi kvenskó. Hins vegar hafa athuganir leitt í Ijós að karlar geta vel notað kvenskó og konur karlaskó. Aðalmunurinn er að þunginn og þrýstingurinn lendir allajafna mikið meira á miðjum ilfletinum hjá konum en á hælnum á körlum. Þetta er m.a. orsök þess að íþróttakonur verða fremur fyrir hné- og mjaðmameiðslum en karlar. Þyngd skokkarans skiptir miklu máli. Því léttari sem hann er þeim mun sveigjan- Vörumerki Gerð Heildar- gæða- einkunn Verð, kr. Seljandi Fótgerð Þyngd hlaupara Notkun Sveigjan- leiki sóla E (egypsk) G (grísk) L (léttur) M (meðalþyngd) Þ (þungur) S (stundum) Þ (þjálfun) K (keppnisþjálfun) Adidas Supernova Control 3.56 11,990 Hlaupasíðan G M / (Þ) Þ 5.5 Adidas Supernova Cushion 2.00 12,000 Sportbúð Kópavogs G M-Þ Þ 5.5 Asics Gel-Cumulus IV 3.19 8,990 Hlaupasíðan E M/(Þ) Þ 5.5 flsics Gel-Kayano IX 4.01 15,590 Hlaupasíðan E M Þ 5.5 Asics Gel-1080 3.92 12,995 Everest E M K 5.5 flsics GT-2080 3.46 12,490 Hlaupasíðan E L-M Þ/K 5.5 Diadora Mythos training DA 3.59 6,990 Ástund G M Þ 5.5 Nike Air Pegasus 4.13 12,290 Intersport E L/M Þ 5.5 12 NEYTENDABLAÐIÐ 2 TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.