Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 19
hitalampar eða frystigeymslur. Kjötið er ferskt, kartöflurnar eru skrældar á hverj- um morgni og mjólkurhristingurinn er úr ís en ekki sýrópi. Sömu sögu er að segja um Conway's Red Top keðjuna sem fram- reiðir gómsætan skyndibitamat með gamla laginu. Það fer tvennum sögum af reynslu ná- grannaþjóða okkar af einkavæðingu á opinberri þjónustu. Stefna stjórnvalda á Norðurlöndum hefur almennt verið sú að einkavæða flestar þær stofnanir sem áður voru reknar af ríkinu. í Svíþjóð eru menn komnir nokkuð langt í þessu ferli. íslendingar reka lestina en fylgja þó í kjölfarið. Það stendur til að einkavæða raforkudreifinguna hér á landi og er því fróðlegt að sjá hvað nágrannar okk- ar segja um sína reynslu. Hér á eftir er skemmtileg grein sem við fundum í Nya Vermlands-tidningen í Svíþjóð þar sem blaðamaðurinn Arne Skorup setur einka- væðingu áfengisverslunarinnar í sama far og raforkumarkaðurinn hefur farið. ÞaÖ er tími til komirm aÖ opna augun Eingöngu með því að einkavæða áfengis- verslunina getum við minnkað drykkjuna í landinu. Inn með áfengið í stórmarkaðina og lok- um ríkinu. Burt með ATVR. Látum frjálsa innflytjendur sjá um allt heila klabbið. Það slær örugglega á framboðið og smám saman tvöfaldast verðið. Niður- staðan er þjóðarbindindi í þeim mæli sem góðtemplarar hefðu aldrei látið sig dreyma um. í upphafi virðist þróunin sennilega verða öfug. Samkeppnin sýnist aukast. Nýir víninnflytjendur munu skjóta upp kollin- um eins og gorkúlur og byrja að selja góð HvaÖ er til ráÖa ? Erik Schlosser telur að þingið ætti að setja margvísleg lög til að bæta úr. Hann telur hins vegar ólíklegt að það verði gert. Itök stórfyrirtækja í stjórnmálaflokkum og áhrif þeirra á stjórnmálamenn eru einfald- lega of mikil og markaðurinn stjórnlaus. og ódýr vín í sérvöldum verslunum. Fólk drekkur ef til vill aðeins meira. En fljótlega koma hin frjálsu markaðsöfl með sínar jarðýtur. Einn víninnflytjandi yfirtekur annan, og verður svo sjálfur fyrir yfirtöku hins þriðja og fljótlega kemur svo sá fjórði. ÁTVR fer á markað í kauphöllinni og byrjar að yfirtaka stóra markaðsaðila á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndun- um. Óháðir vínsalar verða hlekkjaðir við stórar keðjur. Útsölustöðum fækkar. Nokkrum árum eftir einkavæðinguna hafa þrír til fjórir risar náð undir sig allri áfengissölu á Norðurlöndum. Skyndilega fara að koma fréttir af vín- þurrð og undarlegum þrúgu-sjúkdómum í Suður-Evrópu. Innflytjendur klingja viðvörunarbjöllum um tómar tunnur í víngeymslum á Norðurlöndunum. Að- föngin minnka og hillurnar í verslunun- um tæmast. Eins og af tilviljun er samtímis talað um skyndilegan uppskerubrest á kartöflum og umfangsmikinn skordýraskaða í hveiti hjá þeim bændum sem sjá framleiðend- um fyrir hráefni. „Við verðum að hækka verðið. Það er framboð og eftirspurn sem stjórnar markaðnum," segja mark- aðsöflin. Þar með hefur einkavæðingin fengið fulla og fyrirsjáanlega virkni: Verslanirnar með úrval vína eru horfnar, siðlausar tekj- ur ríkisins af drykkju fólks hafa minnkað niður í lítið brot, nýju stórfyrirtækin moka inn peningum vegna leynilegs og ólögmæts samráðs. Fólk hefur ekki lengur efni á að drekka sig fullt nema það taki áhættuna við að brugga heima og lenda þá jafnvel í stein- inum. Getur þetta virkilega orðið svona? spyrð þú sem þetta lest. Að sjálfsögðu, segi ég. Það var hér um bil nákvæmlega þetta sem gerðist þegar raforkumarkaðurinn var einkavæddur. Fyrst var stutt ánægju- Reyndar færir höfundur mjög góð rök fyr- ir því hvað óheftur frjáls markaður hefur í för með sér og hverjum hann þjónar. Það er víst alveg óhætt að taka undir orð gagnrýnenda The Daily Oklahoman sem telur að þessi bók ætti að vera skyldulesn- ing fyrir alla fullorðna neytendur. tímabil með lækkuðu raforkuverði. Svo komu stórfyrirtækin og lögðu undir sig keppinautana. Gerviskortur á rafmagni var skapaður meðaðstoðsvokallaðrarraforkukauphall- ar Nordpool (sem virkar sem lyftistöng til að hækka raforkuverðið). Nú sitjum við uppi með 4 og allt upp í 7 norskar kr. fyrir kílóvattstundina. Raforkumarkaðurinn er bara nýjasta dæmið um misheppnaða einkavæðingu. Athyglisvert er að fyrr eða síðar hafa allar einkavæðingar leitt til verri þjónustu og hærra verðs. • Einkavæðing fjármálafyrirtækja hefur leitt til breiðara bils milli innláns- og útlánsvaxta en nokkurn tíma fyrr. Bank- arnir sýna rosagróða, en á sama tíma á Svíþjóð evrópskt met í fækkun bankaúti- búa miðað við íbúafjölda. • Afnám símaeinokunarinnar breyttist í tvöfalt rán. Annarsvegar sitjum við uppi með helling af hlutabréfum sem hríðfalla í verði. Hinsvegar hafa gjöld fyrir síma- og internetnotkun orðið miklu hærri. • Pósturinn? Nei, ég segi ekki dauður. Þegar hefur allt verið sagt sem segja þarf um pósthús sem ekki selur frímerki og um sendingarkostnað á bögglum sem oftast er meiri en verðmæti innihaldsins í send- ingunni. Að ekki sétalað um það sem eng- inn skilur, afhendingu pakkanna. • SJ, Sænsku járnbrautirnar? Eru þær ennþá til? Bráðum verður aðeins áfengiseinkasalan eftir. Hún gengur frábærlega. í áfengis- verslunum okkar er stórkostlegt úrval miðað við kaupmennina í Suður-Evrópu. Fleiri og fleiri Svíar koma í nýjar og glæsi- legar sjálfsafgreiðslubúðir og geta valið úr víntegundunum. Verð fer lækkandi. Skuggahliðin er hinsvegar að meira er drukkið. Það er semsé kominn tími til að gera átak í áfengismálunum. Einkavæða! Húrra fyrir einkavæðingu - eða hvað? NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2003 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.