Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 18
Skyndibitasamfélagið - fitubollur með gosi, frönskum og tómatsósu íslendingum sem koma í fyrsta sinn til Bandaríkjanna verður oft starsýnt á fólkið í kringum sig - sem er ekki alveg eins og í sápunum og lögguþáttunum heldur annar hver maður með bumbu og hamborgararass. Þetta er ekki missýning. Bandaríkjamenn verða feitari og feitari og nú teljast fjórða hvert barn og annar hver fullorð- inn eiga í alvarlegum vanda vegna holdafarsins. Þetta kemur meðal annars í bókinni „Fast Food Na- tion" eða „Skyndibitasam- félagið" eftir bandaríska blaðamanninn og rithöf- undinn Eric Schlosser sem kom út í hittifyrra í Bandaríkjunum. Bók- in hefur hlotið mikla umfjöllun og góða dóma enda varpar hún Ijósi á hversu gríðarleg áhrif skyndibitamenningin hefur haft vestra. Bókin fjallar einkum um áhrif skyndibitamenningarinnar á Bandaríkin en hún er einnig áhugaverð lesning fyr- ir okkur hin sem förum ekki varhiuta af bandarískri menningu - einnig á íslandi fitna börn stöðugt og offita er vaxandi vandi meðal fullorðinna. Því miður hefur bókin hefur ekki verið þýdd á íslensku en enska bókin fæst hjá Pennanum- Eymundsson. Hér verða raktir nokkrir þræðir úr bók Schlossers. Offítuvandamál samfara skyndibita- menningu A örfáum áratugum hefur almenningur í Bandaríkjunum fitnað verulega og nú er svo komið að 25% bandarískra barna og 50% fullorðinna eiga við offituvandamál að stríða. Skammtar af skyndibitamat stækka líka. Til dæmis var venjulegur gosdrykkjaskammtur 8 únsur (um 227 g) á milli 1950 og 1960. Nú er barna- skammtur af gosdrykk 12 únsur (um 340 g). Meðal-Bandaríkjamaður borðar þrjá hamborgara og fjóra skammta af frönsk- um á viku og í hverjum mánuði fara 90% barna á aldrinum þriggja til níu ára á McDonalds. Það er kannski ekki að undra að banda- rísk börn fitni stöðugt því oft eru það skyndibitakeðjurnar sem sjá um rekstur mötuneyta í skólum landsins. Fjársveltir skólargeragjarnan samningaviðstórfyrir- tæki og í bókinni er nefnt dæmi um skóla í hverfi í Colorado Springs sem gerðu samning við gosdrykkjaframleiðanda um einkarétt á sölu gosdrykkja. Sjálfsalar voru settir upp á göngunum og börnin urðu að drekka visst magn af gosi til að skólarnir héldu fullum fjárstyrk. Þegar í Ijós kom að skólabörnin voru ekki nógu dugleg við þambið skrifaði embættismaður í þessu tiltekna hverfi bréf til viðkomandi skólastjóra og hvatti þá til að setja sjálfsalana á meira áberandi staði og leyfa börnunum að taka gosdrykki með sér í kennslustundir. Offituvandamálið er ekki bundið við Bandaríkin. Á árunum 1984 til 1993 tvöfaldaðist fjöldi skyndibitastaða í Bret- landi og það sama á við um fjölda offitu- sjúklinga þar. Sama þróun virðist eiga sér stað í öðrum vestrænum löndum. Aðstæður á vinnumarkaöi í bókinni er meðal annars fjallað um kjör launafólks sem vinnur á skyndibitastöð- unum. Þetta eru ein allra lægst launuðu störf í Bandaríkjunum og vinna þau yfir- leitt unglingar og innflytjendur. Starfsfólki er oft meinað að vera í verkalýðsfélagi og þar af leiðandi getur starfsfólk átt erfitt með að sækja rétt sinn ef á því er brotið. Schlosser dregur upp skelfilega mynd af sláturhúsaiðnaðinum. Samtök kjötfram- Ieiðenda hafa mikil ítök og ekki bætir úr skák að lagalegt umhverfi í mörgum fylkj- um Bandaríkjannaerframleiðendum hag- stætt en réttur launafólks og neytenda ekki tryggður að sama skapi. Störf sem eitt sinn voru vel borguð og faglærðir unnu eru orðin að hættulegustu störfum í Bandaríkjunum, illa borguð og aðallega unnin af innflytjendum sem mega sín lít- ils. Stöðug krafa um aukin afköst og þar af leiðandi meiri hraði hefur leitt til þess að sláturhúsin eru orðnir hættulegustu vinnustaðir í Bandaríkjunum. Vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit er lítið sem ekkert og í mörgum tilfellum virðast fyrirtækin sjálf setja reglurnar. McDonalds Ekki er hægt að skrifa bók um skyndi- bitamenningu Bandaríkjanna án þess að minnast á McDonalds. Samkvæmt Schlosser eyðir ekkert fyrirtæki í heimin- um jafnmiklum peningum í auglýsingar og markaðsetningu og þar af leiðandi er McDonalds orðið þekktasta vörumerki í heimi. Ekkert annað fyrirtæki beinir auglýsingum í eins miklum mæli að börnum. McDonalds ræðurá hverju ári um 1 millj- ón starfsmanna sem er meira en nokkurt annað bandarískt fyrirtæki eða opinber stofnun gerir. McDonalds er stærsti kaup- andi nautakjöts, svínakjöts og kartaflna í Bandaríkjunum og annar stærsti kaup- andi kjúklingakjöts. Komið er inn á McLibel-réttarhöldin sem voru mjög umtöluð á sfnum tíma. í stuttu máli dreifðu fimm áhugamenn í London bæklingum þar sem McDonalds var ásakað um ýmislegt sem miður hef- ur farið í heiminum. McDonalds kærði fimmenningana fyrir ærumeiðingar og þrír hættu strax og báðust afsökunar. En Helen Steel og Dave Morris ákváðu að gefa hvergi eftir og mættu óhrædd í réttarsalinn. Réttarhöldin vöktu mikla athygli og urðu lengstu réttarhöld í sögu Bretlands. Verjendum tókst að sanna að nokkrar staðhæfingar í bæklingnum ættu við rök að styðjast en tókst ekki að sanna aðrar, eins og til dæmis að McDonalds ætti sök á eyðingu regnskóganna. Mikið af þeim upplýsingum sem fram komu við réttarhöldin voru ekki McDonalds til framdráttar. Til dæmis hafði fyrirtækið sent útsendara á fundi Greenpeace til að komast að því hverjir væru að dreifa bæk- lingunum. Fyrir réttarhöldin áttu dreifendurnir í mestu vandræðum með að troða bæk- lingnum upp á fólk. Nú hefur hann verið þýddur á 47 tungumál og rýkur út. Annarskonar keðja Höfundur bendir á dæmi um skyndibita- keðjuna In-N-Out. Það fyrirtæki gerir allt þveröfugt við hinar hefðbundnu keðjur. Keðjan borgar hæstu laun sem tíðkast í skyndibitageiranum og býður starfsfólki sínu góðar sjúkratryggingar. Samt er maturinn ekki dýrari en gengur og ger- ist. Á In-N-Out eru engir örbylgjuofnar, 18 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.