Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 21
Andstaða margra hundavina við Hunda- ræktina í Dalsmynni byggist þó á fleiru en búraeldinu einu. Ýmsar sögusagnir ganga einnig um aðbúnað hundanna þar, en á slíku er eðlilega erfitt að festa hendur. Það er þó ekki alls kostar ógerlegt. í óformlegum kvörtunum til Neytenda- samtakanna hefur meðal annars komið fram að hvolpar hafi verið afhentir frá Dals- mynni með ýmsa kvilla eða ágalla sem að einhverju leyti kynnu að stafa af skorti á nægilega góðum aðbúnaði og umönnun. Jón Þórarinn Magnússon er hundaeftirlits- maður hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar. Hann segir að til sín hafi mörg undangengin ár borist kvartanir vegna meðferðar hundanna í Dalsmynni og hann hefur reyndar sjálfur kært málið til lögreglu. Jón Þórarinn hefur haft afskipti af Hundaræktinni í Dalsmynni um alllangt skeið og segir þar ríkja ófremdarástand, hundar séu miklu fleiri en upp sé gefið og aðbúnaður og umhirða slök eða jafnvel slæm. Um þessar mundir standa yfir verulegar endurbætur á húsakynnum í Dalsmynni, en ummæli Jóns Þórarins fá engu að síður ákveðna stoð í ríflega ársgamalli eftirlits- skýrslu frá heilbrigðisfulltrúa hjá Umhverf- is- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur: „Svo var aftur bent á að upphækkað legu- pláss fyrir hunda í stíum var ekkert og lágu þeir í skítnum hver ofan á öðrum. Alltof margir hundar eru í stíu, svo ekki sé minnst á að aðeins þrjár manneskjur annast þá. Þeir fá greinilega ekki nógu mikla athygli, hreyfingu, örvun og ástúð. Voru æstir í at- hygli, en þegar þeir fengu hana þá kúrðu þeir sig niður og settu skottið undir sig líkt og þeir byggjust við barsmíðum." Vegna þessarar tilvitnunar er skylt að taka fram að í Dalsmynni eru nú upphækkuð legupláss komin í stíur. Fórnarlamb gróusagna Sjálf segist Ásta Sigurðardóttir vera fórnar- lamb öfundar og gróusagna, en auk þess hafi gengið erfiðlega að fá á hreint hvaða kröfur stjórnvöld í rauninni gerðu á þessu ákveðna sviði. „En þegar við fengum loks- ins á hreint hvað við ættum að gera, þá gengum við í það. Hér eru komnar tvær rotþrær, loftræsting fyrir milljón og við erum þessa dagana að steypa 300 fermetra plötu í útigerðinu. Sú framkvæmd kostar um 1200 þúsund." Lögmaður Ástu, Guðfinna J. Guðmunds- dóttir, tekur undir það að erfiðlega hafi gengið að fá skýr og nákvæm skilaboð frá yfirvöldum um þær úrbætur sem gera þyrfti. Hún segir einnig að sér virðist málið hafa tafist þegar stjórnvöld settu það í bið- stöðu, án þess að Ástu og Tómasi væri beinlínis gerð grein fyrir að boltinn væri hjá þeim. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkurborgar vísar þessu hins vegar á bug og bendir á ítrekaðar bréfaskriftir um þetta efni undanfarin tvö ár. Þegar Ásta Sigurðardóttir og Tómas Þórðar- son eiginmaður hennar keyptu Dalsmynni á sínum tíma tóku þau þar við hundahóteli sem þá var leyfi fyrir, en aðbúnaður var þó að sögn Ástu allur meira eða minna ólög- mætur og því þurftu þau að ráðast í miklar framkvæmdir. Nú segir Ásta að ræktunardýrin (hundar og tíkur) séu á bilinu 80-90 og hver einasti hvolpur sprautaður og skoðaður vandlega hjá dýralækni áður en hann er látinn af hendi. Ásta staðfestir að vissulega selji hún stundum hvolpa sem ekki séu gallalausir. „Ef hvolpur reynist á einhvern hátt gallaður skráir dýralæknir þann galla í heilsufarsbók- ina og ég læt kaupandann að sjálfsögðu vita af gallanum. Slíkir gallar eru oft þess eðlis að hundurinn getur orðið ágætis gæludýr þótt gallinn geri það aftur á móti að verkum að hann er ekki hæfur til sýn- inga eða ræktunar. Fólk verður svo að gera upp við sig hvort það vill þennan tiltekna hvolp, þrátt fyrir gallana, og á móti kemur að verðið er auðvitað lægra." Ásta þvertekur fyrir að hundarnir fái ekki næga hreyfingu. Þvert á móti séu þeir viðraðir daglega og fái stundum að hlaupa lausir. Hún treystir sér ekki til að tilgreina nákvæmlega fjölda stöðugilda á búinu en segir sjálfa sig og son sinn í fullu starfi auk fjögurra starfsmanna í hálfu starfi. Þessu til viðbótar nefnir hún mann sinn og að fleira fólk komi að starfinu á kvöldin og um helgar. „Barnabörnin mín koma hér líka og leika við hvolpana," segir hún og mótmæl- ir því algerlega að hvolpar á búinu venjist ekki nægilega umgengni við mannfólkið. Leyfi og eftirlit Fram til síðustu áramóta var það í verka- hring lögreglustjórans í Reykjavík að gefa út leyfi til dýrahalds í atvinnuskyni. Slíkt leyfi var gefið út fyrir Hundaræktina f Dalsmynni 28. janúar 2002 eftir að borist hafði tilskili'n umsögn frá Dýraverndarráði. Að kröfu Dýraverndarráðs er rekstrarleyfið bundið því skilyrði að dýralæknarnir „Þor- valdur Þórðarson og Katrín Harðardóttir, Dýraspítalanum f Víðidal, hafi eftirlit með aðbúnaði og ástandi hundanna". Þetta segir Katrín Harðardóttir einkar ein- kennilegt skilyrði og að því hafi í raun ekki verið fýlgt, enda sé slíkt eftirlit samkvæmt lögum á hendi héraðsdýralæknis. „Auk þess var aldrei talað um þetta við okkur," segir hún. „Við sinnum hins vegar dýrunum þegar til okkar leitað." Aðspurð um að- búnað f Dalsmynni segir hún þar farið eftir gildandi lögum, „en dýrin eru náttúrulega í búrum" segir Katrín. Það er sem sagt héraðsdýralæknirinn í Gull- bringu- og Kjósarumdæmi, Gunnar Örn Guðmundsson, sem sinnir lögbundnu eftir- liti með hundahaldinu í Dalsmynni. Hann kveðst á þessu stigi ekki vilja tjá sig mikið um aðbúnað og umhirðu á búinu, stöðu sinnar vegna og tilgreinir í því sambandi þær kerfisbreytingar sem verið er að gera, og segir að svo virðist sem í þeim felist að Umhverfisstofnun eigi að hluta að annast það eftirlit sem nú er í höndum héraðsdýra- lækna. Umhverfisstofnun kemur til skjalanna Umhverfisstofnun varð til um áramótin við samruna Hollustuverndar, Náttúruverndar ríkisins og fleiri stofnana, en auk þeirra við- fangsefna sem fylgdu með sameiningunni fluttust til hinnar nýju stofnunar málefni sem lúta að eftirliti með gæludýrahaldi og dýravernd. Að sögn Stefáns Einarssonar fagstjóra hjá Umhverfisstofnun var tekið að huga að þessum nýja málaflokki strax í vetur og fyrir skömmu fór starfsfólk stofn- unarinnar í heimsókn að Dalsmynni og kvaddi með sér sérfræðing, Magnús H. Guðjónsson. Magnús er forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og dýralækn- ir að mennt. Magnús skilaði Umhverfis- stofnun síðan skýrslu um ástandið. Stefán Einarsson segir málið nú í vinnslu hjá stofn- uninni og sé ætlunin að fá botn í það sem allra fyrst. Þetta er þó ekki eina heimsóknin sem farin hefur verið í Dalsmynni nýlega, því sam- kvæmt heimildum blaðsins fóru þangað fyrir ekki mjög löngu menn frá lögreglunni í Reykjavik og töldu hundana. Heimildar- maður blaðsins taldi bæði skýrslu Magn- úsar Guðjónssonar og skýrslu lögreglu- mannanna vera til hjá Umhverfisstofnun og greinarhöfundur leitaði eftir að fá afrit af þeim. Engin tormerki voru sögð á að afhenda þessi gögn, en „tveggja til þriggja mánaða gömul lögregluskýrsla" fannst ekki hjá embættinu. Vegna ákvæða upp- lýsingalaga um takmarkanir töldu menn hjá stofnuninni nauðsynlegt að yfirfara skýrslu Magnúsar H. Guðjónssonar fyrir afhendingu og var því ekki unnt að verða við þeirri beiðni nema með nokkurra daga fyrirvara. Því liggur þessi skýrsla ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð. Engu að síður virðist alveg Ijóst að í henni felast nokkuð alvarlegar ásakanir. NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2003 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.