Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 11
• • • • Oryggi voru - Neytendavernd á tæknilegum forsendum „í framtíðinni munum við huga minna að framleiðandanum og meira að neytand- anum." Þetta sagði Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti árið 1932. Ohætt er að fullyrða að hann reyndist sannspár. Nú er það svo að þær kröfur sem gerðar eru til vöru taka fyrst og síð- ast mið af því að þær ógni ekki heilsu, öryggi eða umhverfi neytenda. Þetta endurspeglast í vöruöryggislögun- uni en þar segir meðal annars að framleiðendur megi einungis markaðssetja örugga vöru (lög um öryggi vöru og opinbera makaðsgæslu nr. 134/1995, 2. gf-)- Rammi um aukið öryggi Á undanförnum árum hefur íslenskum framleiðendum og inn- flytjendum vöru verið skapaður rammi sem ætlað er að auka ör- yggi vöru á markaði hér á landi. Þennan ramma má skilgreina sem neytendavernd á tæknilegum forsendum sem grundvallast í því að sömu kröfur eru gerðar til vöru sem markaðssetja á hér á landi og í öðrum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þessar kröfur eru settar fram í tilskipunum en nánari tækni leg útfærsla kemur fram í samhæfðum evrópskum stöðlum (sem gilda ein- nig sem íslenskir staðlar). Þetta þýðir að hugtakið „innanlandsmarkaður" er ekki lengur til í eiginlegri merkingu, sér- fslenskar reglur gilda ekki lengur fyrir framleiðendur. Jafnframt þýðir þetta að markaðssvæði íslenskra framleiðenda hefur stækkað til muna. Það er mikilvægt að nú skuli vera til rammi þar sem hugtökin neytendavernd og neytendavörur eru skilgreind. Það þýðir í raun að íslenskir neytendur geta nú í auknum mæli gert kröfur til þeirrar vöru sem þeim er boðin. Við þessar aðstæður er einnig brýnt að neytendur geri sér fylli- lega grein fyrir því hvaða kröfur þeir geta gert til vöru. Neytendafræðsla hefur þó ekki náð að festast í sessi hér á landi enda má fullyrða að skilningur á hugtakinu neyt- endavernd sé hér ekki til staðar nema að hluta til og nái einungis til fjármála og matvæla. Þegar kemur að því að ræða til þeirra eru gerðar. Samspil neytenda, atvinnulífsins og hins opinbera myndar heild sem kemur öllum til góða. Fram að þessu hefur skort heildræna stefnu og uppbyggingu á sviði vöruör- yggis- og neytendamála hér á landi. Verkefni sem tengjast vöruöryggi og neyt- favernd eru vistuð hjá margvíslegum tofnunum og þrátt fyrir að Löggild- ingarstofa hafi það hlutverk að sam- hæfa eftirlit með vöru á markaði er það ekki hlutverk stofnunar- innar að móta stefnu komandi ára á sviði neytendamála. í því samhengi er athyglisvert að líta til landa eins og Lettlands, sem er nú \ hópi umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu. Þeirra lausn er að setja verkefni vöruöryggis og neytendaverndar undir einn hatt, svokallaða neytendavernd- arstofnun, í stað þess að dreifa slík- um verkefnum á margar stofnan- ir. Vissulega eru þessi verkefni ólík, og mörg þeirra eiga ekki heima saman, en mestu skipt- ir að hér á landi skortir skýra og heildstæða stefnu á þessu sviði, og samþættingu milli hinna ýmsu stofnana sem sinna vöruör- yggismálum á einn eða annan hátt. Æskilegt væri að umræða um neytenda- vernd á ís- landi fengi þann sess sem hún verð- skuldar. Það er öllum í hag, neytendum, atvinnulífinu og eftirlitsaðilum. Fjóla Guðjónsdóttir skrifar Höfundur er deildarstjóri markaðsgæsludeildar Löggildingarstofu (veffang: www.ls.is) neytendavernd út frá forsendum vöruöryggis verð- ur oft fátt um svör. Órjúfanlegt samspii Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að það á að vera órjúfanlegt sam- spil á milli eftirlits yfirvalda með öryggi vöru á markaði, upplýsinga til framleið- enda og innflytjenda vöru og árvekni neytenda. Stjórnvöld treysta á að hinn almenni neytandi fylgist með og geri kröfur, bæði til þeirra sem setja vörur á markað og til þeirra sem ætlað er að fylgj- ast með að vörurnar uppfylli kröfur sem NEYTEN0ABIAÐIÐ2. TBL.2003 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.