Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 15
„Hafi viðskiptavinurinn athugasemdir við úrvinnslu mála hjá félaginu þá býðst hon- um að leita til okkar. Við skoðum málið til að athuga hvort misbrestur hefur orðið á þjónustu félagsins og komi það í Ijós leiðréttum við niðurstöðuna ef þess er kostur. Þetta er gert í samstarfi við aðrar deildir félagsins og reynt að kappkosta að leyst sé úr erindunum samdægurs. Það getur hins vegar dregist þar sem stund- um getur verið tímafrekt að afla gagna, einkum ef um er að ræða mál sem snerta fleiri en eina deild í fyrirtækinu. Ef það dregst að leysa málið er ég í góðu sam- bandi við viðkomandi aðila og upplýsi hann reglulega um hvernig gengur. Þegar mál hefur verið leyst er upplýsingum um það haldið til haga þannig að hægt sé að nota málið sem fordæmi, komi hliðstæð mál upp aftur. Sé um mistök að ræða reynum við að læra af þeim til að fyrir- byggja að þau endurtaki sig. Það kemur fyrir að viðskiptavinir eru ekki sáttir við niðurstöðu okkar og þá leiðbeinum við þeim áfram. Þannig getur viðskiptavinur vísað máli til Tjónanefndar vátryggingafélaganna en málskot þangað er honum að kostnað- arlausu. Uni viðskiptavinurinn ekki áliti nefndarinnar á hann þess kost að skjóta málinu til Úrskurðarnefndar í vátrygg- ingamálum en hún starfar samkvæmt samkomulagi Viðskiptaráðuneytisins, Neytendasamtakanna og Sambands ís- lenskra tryggingafélaga. Sé málinu skotið þangað þarf viðskiptavinurinn að greiða sérstakt málskotsgjald, 5.000 krónur, sem er endurgreitt ef úrslitin eru honum í hag, að hluta eða öllu leyti. Það eru mjög mismunandi mál sem koma hingað í Neytendaþjónustuna. Það getur verið að viðskiptavinir telji bótafjár- hæðir of lágar eða að afgreiðsla á tjóna- máli sé sein. Sum mál tengjast höfnun bóta samkvæmt skilmálum og einnig get- ur verið að viðskiptavinir séu ósáttir við orðalag f útsendum pósti eða að þeir telji sig hafa greitt of mikið, svo dæmi séu tek- in. Lítið er um mál sem varða sölu- eða markaðsmál. Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að gera sér grein fyrir hvar viðkvæmir snertifletir eru í þjónustunni og hvar mikilvægt er að starfsmenn vandi sig mest. Við notum upplýsingar sem Neyt- endaþjónustan safnar til að betrumbæta þjónustuna ef við á. Það eru ekki mjög mörg mál sem koma hingað til Neytendaþjónustunnar sem betur fer og teljum við að það sé til marks um það að þjónustustig félagsins sé nokkuð gott. Við erum enn að þróa þessa þjónustu okkar og það verður að líkindum stöðug vinna enda alltaf hægt að bæta þjónustuna," sagði Lára að lok- um. Landsbankinn Kristinn Briem forstöðumaður á viðskipta- bankasviði Landsbankans sagði að innan bankans væri ákveðið kvörtunarferli við lýði. Leitast væri við að skrá kvartanir og þær settar í gagnagrunn. Hluti af gæða- starfi bankans er svo að vinna úr þessum kvörtunum og nýta þær niðurstöður til að bæta þjónustuna. Þetta kerfi var inn- leitt með aðstoð ráðgjafardeildar Royal Bank of Scotland sem Landsbankinn var í samstarfi við fyrir nokkrum árum. Þá sagði Kristinn ennfremur að rík áhersla væri lögð á að öllum kvörtunum væri svarað og að reynt væri að bregðast við eins fljótt og nokkur kostur væri. Búnaöarbankinn Hjá Búnaðarbanka íslands fengust þær upplýsingar að bankinn væri að taka í gagnið nýtt skráningarkerfi fyrir kvartanir. Aðalheiður Sigurvinsdóttir sérfræðingur á viðskiptasviði bankans sagði að markmiðið væri að meðhöndla allar kvartanir á skipulegan hátt enda er litið á kvartanir sem tækifæri til að bæta þjónustu bankans. Kvartanir væru mjög mismunandi og væri regla númer eitt að leysa úr þeim eins fljótt og mögulegt er. Úr sumum kvörtunum geta þjónustufull- trúar og gjaldkerar leyst en aðrar þurfa að fara áfram til skrifstofustjóra, útibús- stjóra eða framkvæmdastjóra. Öllum kvörtunum er sinnt og öllum slíkum erindum svarað. SPRON Jóhannes Helgason, fulltrúi framkvæmda- stjórnar hjá Sparisjóði Reykjavíkur, sagði að allar kvartanir væru skoðaðar. Fyrst væri kannað hvort þær snertu bara við- komandi einstakling og þá reynt að leysa málið í sátt við hann. Snertu kvartanirnar eða ábendingarnar hins vegar reksturinn í heild væri reynt að lagfæra það. Þá er öllum kvörtunum safnað saman og skoðað hvort ákveðnar ábendingar komi fram um hvernig bæta megi þjónustuna. Hann sagði að öllum kvörtunum væri svarað. Þá hefði það komið fyrir að einstaklingar leituðu beint til Neytenda- samtakanna án þess að ræða fyrst við sparisjóðinn og þá hefðu bæði samtökin og viðkomandi einstaklingur fengið svör frá SPRON. VÍS Ásgeir Baldurs hjá viðskiptaþjónustu VÍS sagði að Vátryggingafélag íslands væri með þessi mál í athugun og væri nú unnið að því að skilgreina hvernig ferli kvartana og úrlausn þeirra væri best komið innan félagsins. Meginmarkmiðið með því væri að koma á betri skráningu kvartana þannig að þær væru allar á einum stað og vinna með þær yrði mark- vissari. Hann sagði að allar kvartanir sem bærust færu í gagnagrunn. Kvörtunum væri síðan komið áfram til viðkomandi deilda og óskað eftir að greitt væri úr málinu. Öllum kvörtunum sem berast er svarað. Tryggingamiðstöðin Sigurður Einarsson skrifstofustjóri hjá Tryggingamiðstöðinni sagði að hver deild innan fyrirtækisins tæki á kvörtunum sem bærist á þeirra sviðum. Það eru deildar- stjórarnir sem sjá um að afgreiða slík mál og er reynt að gera það eins vel og eins fljótt og mögulegt er. Einstaka mál fara þó inn á borð til forstjóra fyrirtækisins séu þau þess eðlis að viðkomandi deild treysti sér ekki til að leysa þau. Gæöakannanir í Neytendablaðinu og á heimasíðu Neytendasamtakanna Hér í Neytendablaðinu birtum við gæða- kannanir, oftast tvær gæðakannanir á neysluvörum. Allar kannanir sem birtar eru hér í blaðinu er jafnframt að finna á læstum heimasíðum Neytendasam- takanna á netinu, www.ns.is, og oft eru þar kannanir sem veita félagsmönnum ýtarlegri upplýsingar en fram koma hér í blaðinu. Einnig er þar að finna gæða- kannanir sem ekki er að finna í Neyt- endablaðinu og er það stefna okkar að fjölga könnunum sem aðeins eru birtar á heimasíðunni, þar sem útgáfa Neytenda- blaðsins er kostnaðarsöm og við höfum takmarkaðan síðufjölda. Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að heimasíðu okk- ar geta fengið kannanirnar sendar í pósti. Við minnurn á að lykilorð að læstum síðum á heimasíðunni má alltaf finna á blaðsíðu 2 í Neytendablaðinu. NEYTENDABL ABIÐ 2. IBL 2003 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.