Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 9
Weetabix kemur best út með samanlagða 4,7 í einkunn og Cheerios kemur þar á eftir með samanlagða 4,1 í einkunn. Þær tegundir sem fá lægstu samanlögðu ein- kunnina eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera dísætar, innihalda lítið af trefjum en mikið af natríum. í Lucky Charm er sælgæti blandað við kornið. Þetta er gagnrýnisvert þar sem óheppilegt er að blanda saman mat og sælgæti í morgunverð, og getur átt þátt í að venja minni börn á að borða sæl- gæti. Hafragrauturinn klikkar ekki Sú tegund af haframjöli sem rannsökuð var fæst ekki hér á landi og er því ekki í töflunni. Haframjölið fékk hæstu saman- lögðu einkunn - 4,7 - og var besti kost- urinn ásamt Weetabix. Haframjöl er því augljóslega bráðhollur morgunmatur og ganga má út frá því að þessi niðurstaða eigi einnig við urn þær tegundir hafra- mjöls sem fáanlegar eru hér á landi. Einnig má taka það fram að haframjöl er langódýrasti kosturinn. Of mikill sykur Óhætt er að segja að hér á landi sé sykur- neysla með því mesta sem gerist. Mikið hefur verið talað um gosdrykkjaþamb og sælgætisát en samkvæmt þessari könnun er morgunmaturinn okkar ekki alsaklaus. í mörgum vinsælustu tegundunum er alltof hátt hlutfall sykurs. Alls eru 26 teg- undir í könnuninni, þó ekki finnist þær allar hérlendis, og einungis hafragrjón, Weetabix og þrjár tegundir af kornfleksi innhalda minna en 10 grömm af sykri í 100 grömmum. Hæst er sykurinnihaldið í Guldkorn (53,1 g/1 OOg), Frosted Cheer- ios, Cocoa Puffs (50g/100g) og Lucky Charms (46g/100g). Þetta þýðir að einn skammtur af þessum ofantöldu tegund- um uppfyllir um 50% af sykurþörf 4-6 ára gamals barns, en hér er miðað við að einn skammtur sé 30 grömm af morgun- verðarkorni með léttmjólk. Sykurtegundir í morgunmat geta verið laktósi, maltósi, glúkósi, frúktósi og sakkarósi. I flestum tegundum morg- unkorns er mest af sykurtegundinni sakkarósa sem er hreinn sykur. Af þeim 14 tegundum sem fást hér eru alls 8 með lægstu einkunn þegar sykur- innihald er rannsakað. Hæstu einkunn fá þær tegundir sem í er minnstur sykur. Ofmikið salt, trefjarnar misjafnar Ekki er talið ráðlegt að matur innihaldi meira en 0,2g/MJ af natríum. Coco Pops inniheldur minnst natríum eða 0,31 g/MJ og Corn Flakes mest 0,63 g/MJ. Allar tegundirnar í þessari könnun innihalda því natríum yfir ráðlögðum dagskammti. Bestu einkunn fá þær tegundir sem inni- halda minnst natríum. Trefjar eru mikilvægar fyrir melting- arkerfið og veita seddutilfinningu og fyllingu. Tegundir eins og Weetabix og Havrefras fá þar hæstu einkunn. Þó virð- ist tilhneigingin vera sú að í morgunverð- arkorni með miklum trefjum sé einnig mikill sykur. Óþarfa aukefni Talsvert er af aukefnum í morgunverð- arkorni og eru sum til gagns en önnur til óþurftar. Þrávarnarefnin sem fundust teljast öll meinlaus en það sama verður ekki sagt um iitarefnin. í þremur tegund- um er að finna litarefni. Þetta eru Cocoa Puffs sem inniheldur tvö litarefni (E162 og E150), Frosted Cheerios sem hefur eitt (E171) og Lucky Charms, en þar eru 5 mismunandi litarefni (E102, E110, E133, E129 og E171). Þar af eru þrjú á lista yfir efni sem geta valdið hastarlegum of- næmiseinkennum (E102, E110 og E133). í könnuninni er gagnrýnt að þessi litar- efni séu notuð í morgunmat. Þeir sem vilja fræðast nánar um litarefni er bent á pistil um asó-litarefni á heimasíðunni, www.ns.is Akrýlamfð Sænskir vísindamenn kynntu niðurstöðu rannsóknar 2002 sem sýndi að efnið akrýlamíð myndast í sterkjuríkum mat- vælurn sem meðhöndluð eru við hátt hitastig. Niðurstöðurnar vöktu mikla at- hygli enda talið hugsanlegt að akrýlamíð valdi krabbameini í fólki. Engin hámarksgildi eru til fyrir akrýlamíð f matvælum nema neysluvatni en þar er hámarksgildið 0,10 pg/l. I þessari könnun er magnið af akrýlamíö kannað og hæsta einkunn, 5, er gefin fyrir þær tegundir sem innihalda minnst magn akýlamíðs. Ýtarlegri umfjöllun um þessa könnun er að finna á www.ns.is NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL.2003 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.