Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 4
norður til að redda þessu, tæki um 10 daga. Síðan þegar við vorum að fara út af verkstæðinu þá hringdu sunnanmenn aft- ur og sögðust eiga einn kassa og mundu hreinlega skipta um á laugardeginum, úr því að við ætluðum ekki að stoppa lengur í borginni. Síðan hringdu þeir um klukkustund síðar og gáfu okkur upp nafn og síma þess sem mundi gera þetta og báðu okkur um að hafa samband þeg- ar við kæmum í borgina. Þeir myndu svo Iána okkur bíl á meðan til að við gætum tekið kaupstaðarferðina með stæl eins og sveitavargurinn gerir! (mfn orð, ekki þeirra!) Þetta gekk allt eftir. Sérfræðingurinn tók bílinn á föstudagskvöldi og hringdi svo um klukkan fjögur á laugardegi og var búinn að laga þetta! Þá hafði hann meira að segja Iagað tvö smáatriði sem höfðu bilað. Církassinn fór á ábyrgðina en hann vildi enga borgun fyrir hitt. B&L tók alltaf mjög vel í kvartanir okkar og leysti öll mál hratt og vel. Þeir fá mína bestu einkunn fyrir frábæra þjónustu. Scenic 4x4 er frábær bíll og ég hef engar áhyggjur af bilunum á meðan þetta um- boð þjónustar hann! Kærar þakkir B&L (verst að muna ekki nafnið á mönnunum)! Bestu kveðjur, Sævaldur" Fæðubótarefnin Peningaplokk eða heilsubót Það er til mikið af fæðubótarefnum og ef trúa má auglýsingunum er leitun að þeim sjúkdómi eða óþægindum sem ekki er hægt að lækna með þessum efnum. Markaðssetningin byggist helst á fullyrðingum um bætta heilsu, framfarir í íþróttum eða lækningarmátt! Neyslan hefur stóraukist og samkvæmt heimild- um frá Umhverfisstofnun má segja að það hafi orðið sprenging á markaðnum. Það eru ekki bara íþróttamenn heldur all- ur almenningur sem nú neytir reglulega ýmissa efna til að auka orku eða afkasta- getu, byggja sig betur upp eða hraða vöðvavexti. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.umhverfisstofnun.is, segir meðal annars þetta: „Niðurstöður um töfraverk- an ýmissa fæðubótarefna eru oftar en ekki byggðar á illa framkvæmdum og jafnvel óvísindalegum rannsóknum." Það getur því verið erfitt að átta sig á hvaða fæðubótarefni virkar í raun þegar skraut- legur auglýsingabæklingur vitnar í „virtar vísindarannsóknir til margra ára." Er vert að minnast bannaðra auglýsinga um að Kyolic-hvítlaukurinn geti unnið gegn krabbameini. Karnitín Þessi misserin er karnitín mikið tískuefni. Steinar B. Aðalbjörnsson, næringar- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur greint frá því, að niðurstöður langflestra rannsókna á áhrifum karnitíns sýni ekki fram á aukna getu í íþróttum. Aukin neysla hækkaði heldur ekki styrk þess í vöðvum. Einnig segir Steinar að rann- sóknir sýni ekki fram á að karnitín hjálpi í baráttunni við aukakílóin eða stuðli að aukinni fitubrennslu. Fullyrðingar um hið gagnstæða má hinsvegar sjá í auglýsing- um um til dæmis BioSculpt, Diet fuel frá Twin Lab og Perfect Burner. Verslunin Hreysti í Skeifunni hefur mikið auglýst þetta efni eins og reyndar fleiri verslanir. Þetta er dæmi um efni í líkamanum sem vissulega virka á tiltekinn hátt - en við fáum nóg af því úr venjulegri fæðu. Lík- aminn notar ekkert meira af því þótt við borðum það í töfluformi oft á dag. Markaðssetningin er oft þannig að borgað er fyrir rannsókn sem sýnir fram á virkni, og svo eru aðrir látnir um að afsanna þær staðhæfingar meðan efnið er auglýst og auglýst. Þegar fræðimenn hafa loks komið fram sinni gagnrýni og salan fer að dala er fundið upp nýtt efni til að ná nýjum toppi í sölunni. Semsé „bólusala" - sem dregur nafn sitt af sölu- kúrfunni. Stórmarkaðirnir spila með í auglýsingum um Perfect Burner má einnig sjá fullyrðingar um að eplapektín minnki matarlyst.Jafnvel Nóatúnsverslan- irnar taka þátt í þessu. í Fréttablaðinu 14. febrúar leggja þær nafn sitt við auglýs- ingu um að „Eplaedik með krómi" auki brennslu, jafni blóðsykurogörvi losun úr- gangsefna. Ekki er langt síðan Hagkaup studdi vel við markaðssetningu á Orits Ginseng-rótarendum sem áttu að vera hreinni en nokkuð annað en reyndust svo innihalda svo mikið af kemískum efn- urn að Hollustuvernd gerði athugasemdir við framleiðandann og vildi láta taka úr sölu tilgreinda sendingu. Stuttu síðar fór þessi vara á tilboðspallana. Neytandinn er gersamlega varnarlaus gegn slíkri markaðssetningu þessara efna. Nægir að fara í apótek og taka sér glas af Life Extension, sem lofað er að hægi á öldrunarferlinu og bæti kynlífið. Oftar en ekki mælir afgreiðslufólk með þessari vöru: „Þetta hefur líkað vel." -„Þetta er mest selda fæðubótarefnið, það hlýtur að hafa eitthvað að segja" - og fleira í þessum dúr. Álagning á þessi efni er oft umtalsverð og því mikið í húfi fyrir verslanir eins og apótekin og stórmarkaðina að styðja vel við „markaðssetninguna." Fátt sannfærir kúnnann betur en brosandi stúlka í hvít- um sloppi með lyfin á bak við sig. Mengun og ýkjur Það vekur umhugsun að þeir sem helst eru vantrúaðir á lækna, pillur og ýmislegt læknadóp skuli fagna fæðubótarefnum. Þau eru ekki síður verksmiðjuframleidd vara, pillur, vökvi eða duft. Hinsvegar er ekki óalgengt að fæðubótarefni séu bönnuð hérlendis vegna mengunarefna. Innihald virkefna er líka breytilegt, lítið 4 NEYTENDABLAÐIÐ 2.TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.