Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 7
Frelsi í fjármálum Borið saman við önnur lönd í Evrópu er ísland í þriðja sæti þegar skoðaðar eru skuldir heimila miðað við ráðstöfunar- tekjur. Rándýr neyslulán eru aðgengi- leg hjá öllum lánastofnunum og hvetja til aukinnar skuldsetningar. Þessi þróun er varasöm en þó er aldrei of seint að grípa i taumana. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna veitir aðstoð þeim er verst eru settir og einnig á að vera hægt að semja við banka og lánastofn- anir um greiðsluaðlögun. Þeir sem vilja snúa af skuldabrautinni og vilja gjarnan finna meira svigrúm eða frelsi í fjármál- um ættu að hlusta á það sem Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur hefur að segja, en hann hefur haldið námskeið um fjármál heimilanna við góðar undir- tektir. Aðdragandinn að þessu námskeiðahaldi var sá að Ingólfur og kona hans fóru að skoða fjárhagsstöðu heimilisins með gagnrýnum augum. Þá komust þau að því að tekjurnar voru ekki vandamálið heldur útgjöldin og það hvernig farið var með peningana. Árangurinn af þeirri naflaskoðun var svo fjármálanámskeiðið „Úr mínus í plús". Ingólfur bendir á að margir séu í erfiðri fjárhagsaðstöðu, jafnvel fólk með ágæt- is laun. Algengast sé þá að fólk reyni að auka tekjurnar. Það geti hins vegar verið einfaldara að einbeita sér að því að minnka skuldirnar og ná stjórn á út- gjöldunum. Meginmarkmiðið með námskeiðunum er að kenna hvernig hægt er að fá meira fyrir þá peninga sem til eru, auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins og mynda sjóði til sparnaðar eða fjárfestinga. Eitt af lykilhugtökunum er „frelsi í fjármál- um" en það merkir að losna undan valdi peninganna, því að Iffið verður miklu skemmtilegra þegar það hættir að snú- ast um peninga. Þetta hljómar eins og mótsögn en er það ekki, því hafi maður nóg til ráðstöfunar gefst tími til að hugsa um annað. Dýrt aÖ skulda Ingólfur bendir á að miðað við núverandi skuldastöðu heimilanna og vaxtastigið í landinu, sé meðalmaður að eyða um þriðjungi ævitekna í lán og vexti af þeim. Það gefi því auga leið að með því að greiða niður lánin eins hratt og mögu- legt er aukast ráðstöfunartekjur heimil- anna verulega. Margir telja sig ekki hafa efni á að spara en taka þó hiklaust neyslulán. Þessi lán eru mjög dýr og mikilvægt að átta sig á því í upphafi hvað lánið kostar. Lán upp á 1 milljón króna á 10% vöxtum kostar 100.000 krónur á ári og ef lánið er til fimm ára kostar lánið 500.000 krónur á þessum fimm árum. Heimilin ættu í raun ekki að taka neyslu- lán. Ef hægt er að bfða með að kaupa sófasettið eða nýjan bfl er mun hag- stæðara að leggja þá upphæð til hliðar f hverjum mánuði sem annars hefði farið í afborganir. Þannig fást innlánsvextir á upphæðina og vextir og allur sá kostn- aður sem fylgir lántöku sparast. Það getur líka verið hálfdapurlegt að borga af neysluláni mörgurn mánuðum eftir að neyslan átti sér stað. Á námskeiðinu fer Ingólfur ýtarlega f áhrif vaxta á skuldir og sparnað. Það get- ur verið óþægilegt að horfast í augu við þá háu vexti sem við borgum af lánum en hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sömu lögmál gilda um innlánsvexti. Hafa ber f huga, bæði hvað varðar lán- töku og sparnað, að það sem skiptir mestu máli er hversu háir vextirnir eru og hversu langur lánstíminn er. Útgjöld og sparnaöarleiöir Heimilin eru í raun litlar rekstrareiningar og mikilvægt er að fólk haldi heimilis- bókhald sem gerir því kleift að skoða nákvæmlega í hvað peningarnir fara. Útgjaldastýring er mikilvæg og ekki síð- ur viðhorfið til peninga. Ingólfur veltir upp þeirri kenningu á námskeiðunum að fjárhagsvandi fólks sé oft hegðunar- vandi. Það sé því mikilvægt að horfast f augu við skuldirnar og það sé reyndar nauðsynlegt ef það á að takast að snúa þróuninni við. lngólfur segir vel hægt að spara jafnframt þvf að greiða niður skuldir, sem er þó mikilvægasti sparnaðurinn. Á námskeiðinu er „veltugreiðslukerfið" kynnttil sögunnar, en það gengur út á að greiða reglulega og vaxandi upphæð inn á höfuðstól lánsins. Þá bætir maður til Ingólfur H. Ingólfsson dæmis 10.000 krónum við greiðslubyrð- ina af láninu aukalega og borgar þessar 10.000 krónur beint inn á höfuðstólinn. Þannig er hægt að greiða lánið mun hrað- ar niður. Ingólfur mælir einnig með að fólk leggi í sparnað f hverjum mánuði jafnvel þótt ekki sé verið að greiða niður skuldir. Það sé mikilvægt að fólk finni að það getur sparað en vissulega krefst breytt fjárhags- hegðun aga og viljastyrks og það læra menn á námskeiðinu. Aftur verður boðið upp á námskeiðin í haust og einnig er fyrirhugað að halda námskeið sérstaklega ætlað ungu fólki, ogstyttri námskeið ætluð litlum fyrirtækj- um og stofnunum. Skráið ykkur á póstlistann á netinu Á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is, er hægt að skrá sig á póstlista. Með því að skrá sig þar fær viðkomandi tölvubréf þegar nýtt efni kemur á heimasíðuna. Það er gott að fylgjast með. Munið því að skrá ykkur á póstlistann, það þarf bara að fara inn á viðkomandi hlekk og skrá netfang sitt. Afsökunarbeiðni í síðasta tölublaði Neytendablaðsins birtum við grein þar sem rifjuð var upp saga Neytendasamtakanna í til- efni af 50 ára afmælis samtakanna 23. mars. Þvf miður láðist að geta um höfund greinarinnar, sem var Ragn- hildur Guðjónsdóttir varaformaður Neytendasamtakanna. Neytendablaðið biður Ragnhildi velvirðingar á þessum mistökum. NEVTENDABLADIB2.rBL.2003 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.