Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 5
er vitað um gæðaeftirlit í verksmiðjunum eða á upprunastað hvað varðar til dæmis þungmálma, skordýraeitur, þrávirk efni, gerla úr áburði og slíkt. Efnafræðingur í Aberdeen lýsti þessu svona í samtali: „Enginn fæðuhópur fannst með eins mikið af varasömum efnum og fæðubót- arefnin." Fjölmargir auglýsingabæklingar hafa verið bannaðir hérlendis. Dæmi um það er bæklingurum Naten 1-2-3 „Vantareitt- hvað í þig" - sem þó er enn í dreifingu (30. janúar 2003), þrátt fyrir bann vegna rangra staðhæfinga. Annað dæmi er markaðssetningin á Kyo- lic-hvítlauksvörum. Ýmsar staðhæfingar við markaðssetningu þessarar afurðar hafa verið bannaðar en samt eru þær enn auglýstar (7. febrúar 2003): „Bætt starfsemi lifrar" - „heilbrigðari blóðfita" - „vörn gegn sýkingum" - „gegn streitu og þreytu" - og svo má lengi telja. Man einhver eftir Cutting gel, sem átti að losa fitu til brennslu? Svo vill til að Lyfjastofnun hefur gert framleiðanda að eyða efninu á tryggilegan hátt og stöðva auglýsingar: Blákalt bann við efninu. Um þessa hlið mála er lítið fjallað. Léleg frammistaða eftirlitsaðila Leyfisveitingar og eftirlit með fæðubót- arefnum eru í umsjá Lyfjastofnunar. í Ijósi þess hversu líflegur markaðurinn hefur verið þessi misserin er Ijóst að Lyfjastofnun hefði þurft að sinna þessum málaflokki betur. Hvergi annarstaðar í markaðssetningu hérlendis er eins mikið um auglýsingaskrum og ítrekuð brot á 21. grein samkeppnislaga um „rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum". Er það mat sumra að markaðurinn hefði aldrei orðið svona óforskammaður, ef hann hefði ekki notið afskiptaleysis þeirra opinberu stofnana sem hafa vald til að stöðva ósvinnuna. Það er kannski eðlilegt að margir skuli trúa staðhæfingum seljenda þegar sömu auglýsingarnar birtast misserum saman og eru ekki stöðvaðar, - jafnvel þrátt fyrir úrskurð um bann við birtingu þeirra. Það er mikilvægt að þessum aðilum sé veitt fjármagn til að gegna þeim skyldum sem á þá eru lagðar. Neytendasamtökin telja að það þurfi að stöðva mun fyrr alls kyns misnotkun á leyfi Lyfjastofnunar til sölu á vörum sem teljast fæðubótarefni. Teljist efni skaðlaust fær það markaðsleyfi frá Lyfjastofnun, en það leyfi er oft notað til markaðssetningar, semsé: „Samþykkt af Lyfjastofnun" ...og svo er efnið selt í apótekinu! Vonandi er búið að taka fyrir þetta. Það er svo skoðun Neytendasamtakanna að þessi málaflokkur þyrfti í heild að heyra undir nýja Matvælastofnun til að bæta eftirlitið frá því sem nú er. Þess skal getið hér í lokin að auglýsinga- bæklingar sem voru hirtir í nokkrum apó- tekum og verslunum við gerð þessarar greinar verða afhentir Samkeppnisstofn- un til umsagnar. Munum við flytja ykkur fréttir af niðurstöðum þegar Samkeppnis- stofnun kemst til þess að úrskurða í þeim málum. Höfundur er Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur og stjórnarmaður í Neytendasamtökunum FLöSKUM EKKI Á ÞESSU... VÍNV^BÚÐ HöLOUM LANOINU HREINU. HIROUM ALLT bLER. www.vinbud.is NEYTENDABLAÐIÐ 2.TBL. 2003 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.