Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 22
„Safarík" skýrsla Neytendablaðið hefur eftir öðrum leiðum fengið í hendur afrit af lögregluskýrslu um heimsókn í Dalsmynni 30. ágúst á síðasta ári. Líklegt verður að telja að þetta sé í raun- inni sú skýrsla sem heimildarmaður benti á að til væri hjá Umhverfisstofnun, en hann hafi misminnt um aldur hennar. í þessari skýrslu segir orðrétt: „Könnuðum við öll búr og töldum í þeim. Taldist okkur til að á búinu væru samtals 194 dýr, þar af 45 hvolpar." Samkvæmt þessari skýrslu hafa fullorðin dýr verið rétt tæplega 150 talsins síðasta haust, en það er verulegum mun hærri tala en Ásta tilgreinir nú í vor. Skylt er þó að taka fram að Ásta segir dýrum hafa fækkað að undanförnu. Að því er varðar skýrslu Magnúsar Cuð- jónssonar telur Neytendablaðið sig hafa öruggar heimildir fyrir því að þar séu settar fram alvarlegar ásakanir og fram kom í máli eins viðmælanda að skýrslan væri „mjög safarík". Meðan ekki er fenginn aðgangur að skýrsl- unni er auðvitað ekki unnt að greina frá inni- haldi hennar, en fáist hún afhent - og ekkert annað hefur verið gefið til kynna - má vænta þess að lesendur geti kynnt sér meg- inatriði hennar efnislega á heimasíðunni, www.ns.is, ogef til vill í næsta blaði. Eiga stórbú rétt á sér? í þessari grein hefur að langmestu leyti verið fjallað um Hundaræktina í Dals- mynni, enda er hún eina stóra hundabúið á íslandi. Hér skal ekki dregið í efa að ástandið á búinu fari batnandi. Þar standa yfir umtalsverðar framkvæmdir og endur- bætur og er Ijóst að eigendurnir hafa lagt út í verulegan kostnað til að bæta aðbúnað dýranna og verða við þeim kröfum sem gerðar eru af hálfu yfirvalda. Eftir sem áður er þó alveg ósvarað einni spurningu - og það er meira að segja ein- mitt sú spurning sem frá sjónarmiði neyt- enda skiptir hvað mestu - nefnilega hvort þeir sem kaupa hvolp frá stóru hundabúi geti vænst þess að hann sé sambærilegur að gæðum og hvolpur frá ræktanda sem aðeins sinnir um eina eða tvær tíkur. Að því er varðar atriði á borð við hreinræktun, ættbók eða til dæmis að hundurinn sé í samræmi við svokölluð ræktunarmarkmið (sé t.d. hvorki stærri né smærri en hundar af því tiltekna kyni eiga að vera), má segja að stórt hundabú ætti ekki síður að geta uppfyllt gæðakröfur en einstakir ræktend- ur. En þegar kemur að hinum andlega eða sálræna þætti horfir málið nokkuð öðruvísi við. Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýra- læknir segir að í núgildandi lög og reglur vanti alveg ákvæði um fjölda hunda á búi eða lágmarksfjölda starfsfólks við að sinna ákveðnum fjölda hunda. „Og þetta hefur Almannatryggingamolar -breytingar frá áramótum Greiðslur hækkuðu um 3,2% Bætur frá almannatryggingum hækk- uðu um 3,2% 1. janúar, og grunn- lífeyrir elli- og örorkulífeyrisþega til dæmis úr 19.990 í 20.630 kr. Auk þess hækkaði óskert tekjutrygg- ing um 3.028 kr. og óskertur tekjutryggingaauki um 2.255 kr. Skerð- ingarhlutfall tekju- tryggingaauka fór úr 67% í 45%. Bifreiðastyrkir og uppbætur Ný reglugerð um bifreiðastyrki og uppbætur tók einnig gildi um áramót. í henni er kveðið á um rýmri heimildir fyr- ir veitingu uppbóta og styrkja vegna bifreiða. Það eru ekki lengur fjöldatakmörk á uppbótum og styrkjum, aldursmörk hafa verið hækkuð úr 70 í 75 ár, eignatengingareru afnumdar, uppbæt- ur til þeirra sem sækja um í fyrsta sinn hækka um helming (úr 250 í 500 þús.kr.) og taka má tillit til umferðarhömlunar umsækjanda við mat á hreyfihöml- un. Fjárhæðir uppbóta og styrkja eru óbreyttar en nú verður úthlutað fjórum sinnum á ári í stað árlega áður. Hækkanir á greiðslu fyrir læknisþjónustu Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um „hlutdeild sjúkratryggðra í heilbrigðiskostnaði" og eru í henni hækkaðar greiðslur fyr- ir læknisþjónustu og heilsu- gæslu. Reglugerðin tók gildi 15. janúar. Á nýliðnu ári voru gefin út 30.678 afsláttarkort hjá TR. Rúmlega 12.500 kort voru gefin út til almennra að vissu leyti gert okkur erfitt um vik í eftir- litsstarfinu," segir hann. Gunnar tekur líka undir það sjónarmið að við þær aðstæður sem ríkja í Dalsmynni sé hæpið að starfs- fólkið hafi aðstöðu til að hugsa um andlega velferð dýranna. Ný reglugerð í vændum Fjölmargir viðmælendur bentu á að á vegum umhverfisráðuneytisins séu f smíð- um breytingar á reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni, þar sem ætlunin mun vera að taka sérstaklega á gæludýraræktun í stórum stíl og kveða meðal annars á um hversu mörg dýr hver starfsmaður megi annast að hámarki. Þess má einnig vænta að þar verði nánar kveðið á um aðbúnað dýranna, til dæmis að því er varðar stærð búra, möguleika til útivistar og hreyfingar o.s.frv. Eftir lestur gagna og fjölmörg samtöl við undirbúning og vinnslu þessarar greinar virðist ekki fjarstætt að álykta að full þörf sé á miklu nákvæmari reglum en nú gilda í þessu efni. sjúklinga, 13.400 til elli-og örorkulífeyris- þega og um 4.700 afsláttarkort til barna. Þetta er aukning um rúm 14% frá árinu 2001 þegar gefin voru út tæplega 26.900 kort. Frá því 1998 hefur aukning milli ára aldrei verið eins mikil og milli síðustu tveggja ára. Mest aukning áður var milli áranna 1997 og 1998 eða um rúmlega 8%. Flest bendir til þess að þessi þróun haldi áfram, ekki síst í Ijósi þess að gjöld hafa núna hækkað en ekki sú hámarks- upphæð sem þarf til að fá afsláttarkort. Þetta er meðal þess sem breyttist í lög- um um almannatrygginar um áramótin en eftir þeim starfar Tryggingastofnun og einnig að hluta eftir lögum um félagslega aðstoð. Þeim lesendum Neytendablaðsins sem vilja fræðast frekar um einhverja þá liði sem hér hafa verið taldir, eða önnur mál Tryggingastofnunar, er bent á heimasíðu TR, www.tr.is og þjónustumiðstöðina á Laugavegi 114. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á upplysingar@tr.is. 22 NEYTENDABLAOIÐ 2. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.