blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaðió VEÐRIÐ i DAG Bjartviðri Norðaustan 5 til 10 metrar á sekúndu. Bjartviðri um mestallt land en skýjað og dálítil él fyrir norðan. Hiti rétt yfir frostmarki og sums staðar frost inn til landsins. ÁMORGUN Hiti við frostmark Norðaustan 5 til 10 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt létt- skýjað sunnan- og suðvestan- lands. Hiti I kringum frostmark, en frost I innsveitum. VlÐAUM HEIM 1 Algarve Amsterdam 10 Barcelona 17 Berlin 9 Chicago 2 Dublin 13 Frankfurt 9 Glasgow g Hamborg 7 Helsinki e Kaupmannahöfn 7 London u Madrid /5 Montreal New York Orlando Osló 8 Palma 20 Parls 13 Stokkhólmur 5 Þórshöfn Oddviti framsóknarmanna harðorður um sjálfstæðismenn í Árborg: Bæjarfulltrúarnir drógu taum eigin flokksmanna ■ Unnið á bak við tjöldin ■ Harmar trúnaðarbrestinn ■ llla gert og ábyrgðarlaust E Skammlífur meirihluti Bæjar- j* stjórnarmeirihlutinn sem myndaður ® var eftir kosningar sfðasta vors | sprakk áður en árið var iiðið. Nú tekur nýr meirihluti við völdum í j Árborg, sá þriðji á árinu. æacv- istmm.. nr* Tyrkland: Dómari lætur blindan lesa Ismail Canseven, 73 ára blind- ur Tyrki, hefur verið dæmdur til að sitja 26 daga lestrar- og skrif- námskeið á bókasafni fyrir að hafa ekki mætt á réttum tíma á kjörstað i kosniagum í heimabæ sínum, en í Tyrklandi er laga- skylda að kjósa.„Hvað í ósköpun- um á ég að gera á bókasafninu? Ég er blindur og get hvorki skrifað né lesið,“ segir Ismail. Sonur hans segir að dómnum verði áfrýjað. „Faðir minn getur einungis fundið baðherberg- ið heima hjá sér þar sem við höfum bundið snæri sem hann getur fylgt inni á heimilinu. Við botnum ekkert í þessum dómi.“ Bandaríkin: Bolton hættir John Bolton, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, mun láta af störfum á allra næstu dögum, en George Bush Bandaríkjafor- seti samþykkti afsögn Boltons í gær. Þrátt fyrir ósigur repúblik- ana í kosning- um lagði Bush tilnefningu sína á Bolton aítur fyrir öldungadeild þingsins, en Bandaríkjaforseti skipaði hann tímabundið í embættið í ágústmánuði 2005. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Milli flokkanna var töluverður ágreiningur um veigamikla þætti í skipulagsmálum. Þar að auki teljum við fulltrúa hans hafa farið á bak við okkur í samstarfinu," segir Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks. Hann segir meirihluta- samstarfið meðal annars hafa brostið þar sem samstarfsflokkurinn hafi itrekað reynt að þjóna hagmunum eigin flokksmanna. „Þetta sprakk vegna ágreinings um byggingarreitinn við Sigtún. Hann er innan svæðis um skipulagssam- keppni miðbæjarins og því reiknað með að hann væri inni í þeirri mynd,“ segir Þorvaldur. „Sjálfstæðismenn sóttu það mjög stíft að reiturinn yrði undanskilinn og að eigandi hans, harður flokksmaður, fengi að auglýsa breytt deiliskipulag í trássi við sam- keppnina. Við erum alfarið á móti svona hagsmunabaráttu.“ Skikkum menn ekki til Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður byggingar- og skipulagsnefndar Ár- borgar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, harmar trúnaðarbrestinn. „Fyrirtækið Eðalhús vildi aldrei vera með í skipulagi miðbæjarins. I raun er ekki hægt að skikka neinn til að vera með. Fyrir um mánuði síðan fór fyrirtækið fram á að auglýsa brey tt deiliskipulag til þess að athugasemdir fengjust og um það var samkomulag í meirihlutanum,“ segir Elfa Dögg. Þorvaldur segir ekki rétt að ríkt hafi samkomulag um skipulagið og ekki hafi staðið til að auglýsa breyt- ingar fyrr en að samkeppni lokinni. Ósanngjörn gagnrýni Aðspurður segist Þorvaldur vera ósáttur við vinnubrögð Sjálfstæðis- flokksins í skipulagsmálum. „Við fórum í þetta samstarf af fullum heilindum og full bjartsýni. Því miður hefur hallað á verri veg- inn í samstarfinu," segir Þorvaldur. ,Bornar hafa verið á okkur ásakanir sem eiga við engin rök að styðjast. Samstaðan var mjög erfið.“ Elfa Dögg ítrekar að hún hafi ekki vitað betur en að allt væri í lagi með samstarfið í skipulagsmálum. „Það er mjög slæmt í samstarfi að fólk ræði ekki saman því ég hélt við værum að vinna í allra þágu. Þetta var unnið samkvæmt samkomulagi meirihlut- ans,“ segir Elfa Dögg. „Við höfum alls ekki verið að ganga erinda okkar flokksmanna, síður en svo. Gagn- rýnin á því alls ekki rétt á sér og við reyndum að gæta haesmuna sem flestra.“ Unnið á bak við tjöldin Þorvaldur bendir á að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi unnið á bak við tjöldin án samstarfs við full- trúa Framsóknarflokksins. Skipaður var vinnuhópur til að skoða framtíð flugvallarins. Einn fulltrúi þeirra var síðan farinn af stað í viðræður við flugklúbbinn um hugsanlega færslu á vellinum," segir Þorvaldur. „Við komum alveg af fjöllum í málinu og þetta lýsir ástandinu ágætlega." Aðspurð segir Elfa Dögg umræddar viðræður aðeins hafa verið óformlegt spjall milli kunningja. „Einn af okkar fulltrúum hitti kunningja sinn úr flugklúbbnum i ræktinni og þar voru viðraðir einhverjir möguleikar.. Þetta var bara spjall og fólk hlýtur að mega gera það,“ segir Elfa Dögg. „Að slíta samstarfinu finnst mér vera ofboðs- lega illa gert og ofsalega ábyrgðarlaust. Við erum öll af vilja gerð og höfum staðið heiðarlega að málum." Seiður lands og sagna IV Fjórða bókin í hinum glæsilega bókaflokki Gísla Sigurðssonar blaðamanns og ritstjóra. í þessari bók er fjallað um Mýrar og Snæfellsnes. Eins og í fyrri bókum er efnið sótt í sögu þjóðarinnar frá landnámi til okkar tíma. Á fimmta hundrað ljósmyndir, málverk, teikningar og kort prýða bókina. Glæsilegt afrek í íslenskri bókargerð SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 R. skrudda@skrudda.is Vildi koma í veg fyrir moskubyggingu: Hellti svínablóði Finnland: í tilraun til að stöðva byggingu mosku á Amager í Danmörku hafa óþekktir menn reynt að óhreinka jörðina með þvl að dreifa svína- blóði á hana. Myndbandsspóla barst dönskum fjölmiðlum aðfaranótt mánudags þar sem skilaboð eru flutt um það að stöðva eigi bygg- ingu moskna í öllum evrópskum borgum. Á myndbandinu sést einnig þegar óþekktur maður hellir miklu magni af svínablóði á jörð þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Talið er að blóðinu hafi verið hellt niður einhvern tíma að nóttu til í nóvembermánuði. Múslímar telja svín vera óhrein dýr, svo að mynd- bandið er augljós tilraun til að ögra múslímum í landinu. Rannsókn á málinu stendur yfir, en lögregla á Amager hefur enn ekki fengið neinar upplýsingar um hver kunni að standa að baki myndbandinu. Abdul Wahid Pedersen ímam seg- ist í samtali við Politiken ekki skilja menn sem hegða sér með þessum hætti. „Ef þeir hefðu hugsað meira út í málið, þá ættu þeir að vita að þegar verið er að reisa byggingar þá þarf fyrst að grafa að minnsta kosti þrjá metra niður fyrir grunninum. Jörðin þar sem þeir helltu svína- blóði verður hvort eð er grafin burt og þó að það yrði ekki gert þá á eftir að rigna hundrað sinnum áður en bygging hefst.“ Sagði kærustu upp með SMS Matti Vanhanen, forsætisráð- herra Finnlands, sagði kærustu sinni, Susan Kuronen, upp fyrir tveimur vikum með því að senda henni textaskilaboð úr Nokia-farsímanum sínum. Þetta segir Kuronen í viðtali við finnskt kvennatímarit þar sem hún ræðir samband sitt við Van- hanen. Forsætisráðherrann, sem er fráskilinn tveggja barna faðir, og Kuronen kynntust á Netinu, en Vanhanen hefur neitað að tjá sig við fjölmiðla um sambandið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.