blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaðið % Hér er ekki vakin einföld spenna um spurningu eins og hver framdi glæp, heldur hvað sé glæpur ... Djúpskyggn átakasaga. - Hörður Bergmanti, kistan.is Á ég aðgœta systur minnar? er virkilega áhrifarík saga ... Þýðingin er prýðisvel unnin ... Bók sem erfitt er að leggja frá sér eftir að lestur er einu sinni hafinn. - Súsanna Svavarsdóttir, Fréttablaðið 26. nóv. Bókin á erindi við nútímann, hún er um efni sem skiptir máli og sem geta komið upp í náinni framtíð. Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er til fyrirmyndar. Hörkugóð bók sem ég mæli hiklaust með. - Gunnar Hersveinn, Lesbók Mbl. 2. des. eru tíðindi fyrir þá sem taka sjálfa sig og aðra ekki of hátíðlega. Leikarinn og gagnrýnandinn rífur sig úr reiðgallanum sem hann hefur að mestu klæðst síðastliðin 20 ár og lætur gamminn geysa um sjálfskipaða listvitringa. kúltúrsnobb og heilagar kýr. Sem fyrr er honum ekkert heilagt, engum er hlíft og ekkert stenst eitrað háðið. Kjartan Ólafsson fyrrum alþingismaður og ritstjóri skrifar inngang að bókinni og Árni Elfar leggur til teikningar til frekari áherslu. SKRUDDA Eyjarslóð 9 -101 R. - skrudda@akrudda.is INNLENT JOLABÆKURNAR Meirihluti prentaður hér Þrjár af hverjum fimm bókum sem gefnar eru út fyrir jólin eru prentaðar á Islandi. Þetta kemur fram í úttekt Bókasambands (slands. Mjög mismunandi er hvar ólíkar tegundir bóka eru prentaðar. Einungis fjórðungur barnabóka er prentaður hérlendis. Þær bækur sem eru líklegastar til að vera prentaðar hér eru bækur um sögu, ættfræði, mat og drykk auk ævisagna og handbóka, 72 prósent þeirra eru prentuð hérlendis. Örlagaríkt kvöld Maðurinn lést vegna súrefnisskorts til heila eftir að hafa lent í átökum við lögreglu á hóteli við Hafnarstræti. Blodid/Evþór Eftir Val Grettisson valur@bladid.net .Fjölskylda mannsins ætlast til þess að staðið verði að rannsókninni líkt og ef almennir borgarar hefðu átt hlut að máli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur aðstand- enda mannsins sem lést síðastliðinn föstudag eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Samkvæmt heimildum Blaðsins mun maðurinn hafa látist vegna súrefnisskorts til heila en lík mannsins hefur ekki verið krufið að sögn Boga Nilssonar ríkissaksókn- ara sem fer með rannsókn málsins. Maðurinn, sem var fæddur 1975, lenti í átökum við lögreglu á Radisson SAS hótelinu í miðborg Reykjavíkur næstsíðasta föstudag. Nokkra lögreglumenn þurfti til að yfirbuga manninn en ekki fékkst staðfest hversu margir voru sendir á vettvang. Hann var svo færður inn í lögreglubíl þar sem hann missti meðvitund að sögn lögreglu. Þegar komið var með manninn á lögreglustöðina á Hverfisgötu urðu lögreglumenn þess áskynja að hann var ekki með meðvitund. Þá strax hófust lífgunartilraunir sem báru árangur. Maðurinn var fluttur á gjörgæslu Landspítala -há- Vill eyða allri óvíssu sem fyrst Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaöur skólasjúkrahúss í Fossvogi þar sem hann lést viku síðar. Samkvæmt sérfræðingi sem rætt var við mun það vera kallað andlát vegna súrefnisskorts þegar maður er lífgaður við en of langur tími líður þar til súrefnisflæði hefst á ný til heilans. Þá er maðurinn í raun heiladáinn frá því hann var lífgaður við. Hann tekur fram að margt geti orðið þess valdandi að slíkt gerist og þá sé fíkniefnaneysla ekki ólíklegur valdur. Ekki fékkst staðfest hvort maðurinn var undir áhrifum fíkni- efna en þau munu hafa fundist á her- bergi hans. „Lögreglumönnunum hefur ekki verið vikið úr starfi,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, en engin krafa hefur verið lögð fram um að þeim verði vikið frá störfum, hvorki frá fjölskyldu né ríkissaksóknaraembættinu. Aðspurður segir Geir Jón ekkert óeðlilegt hafa gerst í samskiptum ... Lögreglumönn- unum hefur ekki verið vikið lögreglu við manninn né hafi svo- kallað kæfingartak verið notað við handtökuna. „Það var notast við slíkt á árum áður en er með öllu ólöglegt í dag,“ segir Geir Jón en við slíkt tak er súrefnisflæði heft til heila. „Rannsókn hófst strax í síðustu viku,“ segir Bogi Nilsson ríkissak- sóknari en að hans sögn er búið að taka blóðsýni úr manninum en rétt- arkrufning á eftir að fara fram. Samkvæmt heimildum voru vitni að atburðinum og hugsanlega náð- ust átökin á öryggismyndavélar. Þær munu bæði vera inni á hótelinu og á Hafnarstrætinu. Maðurinn lætur eftir sig unnustu og tvö börn. Málið er enn í rann- sókn en búist er við að krufning fari fram á allra næstu dögum. Að sögn Sveins Andra er það mikið kappsmál fyrir fjölskyld- una að óvissu verði eytt sem fyrst í þessu máli. Bónus styrkir Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar: Kaupmaðurinn, biskupinn og Mæðrastyrksnefnd Bónus gefur 4.200 gjafabréf sem verður úthlutað til þeirra sem aðstoðar þarfnast. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, afhenti í gær 21 milljón króna í formi gjafabréfa til Mæðra- styrksnefndar og Hjálparstarfs kirkj- unnar. Samtals verða gefin 4.200 gjafabréf, hvert að verðmæti 5.000 krónur, sem styrktarfélögin tvö út- hluta síðan til þeirra sem sækja um styrki hjá samtökunum. Aðalheiður Frantzdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd segir að þessir peningar komi að góðum notum. ,Við úthlutuðum til tæplega 1.500 fjölskyldna fyrir siðustu jól.“ Hún segir að Mæðrastyrksnefnd sé ný- byrjuð að skrá fólk sem óskar eftir styrkjum fyrir jólin. „Það sem komið er til okkar eru um 500 um- sóknir.“ Aðalheiður reiknar með, miðað við hvernig árið hefur verið fram til þessa, að um 1.800-2000 umsóknir muni berast samtök- unumfyrirjólin. Jóhannes sagði þegar hann af- henti styrkinn að upphæðin væri sér hjartfólgin, þetta væri sama upphæð og var veitt til þess að sérstakur saksóknari gæti haldið áfram málarekstri gegn Jóhannesi og fjölskyldu hans. 21 milljón til góðgerðasamtaka

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.