blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaöift UTAN ÚR HEIMI FILIPPSEYJAR Bandarískur hermaður dæmdur Daniel Smith, bandarískur hermaður, var dæmdur í fjörutíu ára fangelsi fyrir að nauðga konu í sendiferðabíl í bandarískri herstöð á Filippseyjum í fyrra. Þrír aðrir sakborningar voru hins vegar allir sýknaðir. AFGANISTAN Tugir talibana drepnir Hersveitir Atlantshafsbandalagsins drápu um sjötíu uppreisnarmenn úr röðum talibana eftir umsátur í Helmand-héraði í Afganistan á sunnudaginn. Átökin stóðu yfir í rúma fjóra tíma, en enginn her- maður Atlantshafsbandalagsins lést í átökunum. Eiturslöngukóngur deyr Ali Khan Samsudin, eiturslöngutemjari frá Malasíu, lést um helgina eftir að hafa verið bitinn af eiturslöngu. Maðurinn, sem gekk undir nafninu Eiturslöngukóngurinn, var bitinn af eiturslöngu í síðustu viku. Hann var fluttur á spítala eftir að ástand hans versnaði skyndilega um helgina en lést áður en hann komst undir læknishendur. % r%Trúlofunar .,n a hríngar Laugavegi 61 • Sími 552 4910 www.jonogoskar.is TÖFRA SÓPURINN ...ávallt við hendina K 55 ■ Fyrir parket, teppi og flísar ■ Lóttur og þægilegur ■ Hleðslutæki fylgir ■ Auövelt að tæma ■ Veggfesting Aðskildar akstursstefnur á Suðurlandsvegi: Hefja vinnuna í vor ■ Ágreiningur um leiðir ■ Tvöföldun kostar 5 til 10 milljarða ■ Gæti tafið breikkun Vesturlandsvegar Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Reykjavík til Selfoss gæti kostað 5 til 10 milljarða að mati Jóns Rögn- valdssonar vegamálastjóra. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur lýst yfir áhuga á einkafram- kvæmd þar sem hún geti hraðað framkvæmdunum. Um miðjan dag á laugardag lét- ust 5 ára stúlka og karlmaður um þrítugt í hörðum árekstri tveggja fólksbíla við Sandskeið. Komu bíl- arnir úr gagnstæðum áttum þegar þeir rákust á. Þrír slösuðust, þar af 8 ára drengur alvarlega. Kröfur um aðskildar akstursstefnur á Suður- landsvegi hafa lengi verið háværar. I kjölfar baráttufunda um miðjan september gegn banaslysum í um- ferðinni kvaðst samgönguráðherra vilja flýta sérstökum umferðarörygg- isaðgerðum á Vesturlands- og Suður- landsvegi. Sagðist ráðherrann hafa gefið Vegagerðinni fyrirmæli um að hefja undirbúning úrbótanna. „Við höfum verið að undirbúa svokallaðan 2+1 veg og gætu fram- kvæmdir slíks vegar hafist þegar í vor á Suðurlandsvegi, á heiðinni og frá Litlu kaffistofunni niður fyrir Sandskeið,” segir Jón Rögn- valdsson vegamálastjóri. „Það eru hins vegar ekki allir á eitt sáttir um þessa gerð framkvæmda. Mér heyr- ist sem íbúar á Suðurlandi vilji að ráðist verði strax í tvöföldun vegar- ins þannig að hann verði 2+2. Það myndi væntanlega taka miklu len- gri tíma.” Aðspurður telur Jón að tvöldun vegarkaflans frá Reykjavík til Selfoss geti kostað 5 til 10 millj- arðakróna. Tölurumkostnaðvegna Tvö ár eru síðan tvöfaldi veg- 2+1 vegaráþessumkaflahefurhann arkaflinn á Reykjanesbraut var ekki á takteinum. opnaður og hafa engin banaslys Aðskilja verður akstursstefnur Ágúst Mogensen, forstöðumaöur Rannsóknarnefndar umferðarslysa Tvöföídun gæti tafið breikkun Vesturlands- vegar Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri orðið þar síðan. Lagning þess kafla tók að minnsta kosti tvö ár. Ekki hefur heldur orðið banaslys á þeim kafla á Suðurlandsvegi sem er með vegrið milli akstursstefna frá því að hann var opnaður fyrir um það bil einu ári. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðar- slysa, segir nauðsynlegt að aðskilja akstursstefnur á þjóðvegum þar sem umferðin er mest. „Því miður hefur umræðan um 2+1 vegi, sem eru með víraleiðara, verið mjög neikvæð. En miðað við stærð landsins og hversu mikið þarf að laga í vegakerfinu höfum við efni á fleiri framkvæmdum ef þessi leið verður farin. Ég tel mjög brýnt að framkvæmdir verði á hæði Vest- urlands- og Suðurlandsvegi. Verði tvöföldun á öðrum staðnum þýðir það meiri töf á framkvæmdum á hinum. Þetta verða menn að hafa í huga.” Alls hafa 27 beðið bana í umferð- arslysum það sém af er árinu. humarsúpu meb estragoni Nú er tími fyrir humarveislu. Lokkandi og Ijúffengir humarhalar bí&a ykkar í hentugum umbú&um og uppskriftir fylgja me& á bakhli&inni. Fjórir gæ&aflokkar eru í bofei: Fyrsta flokks humarhalar, gó&ir humarhalar, valdir skelbrotshalar eða smáhumar í súpur og smárétti. Sannkallaöur sœlkeramatur fyrir alla! Vinnslustöðin |/t|/ Vestmannaeyjum w w íbúar og ökumenn ósáttir við hringtorg: mmssm3* w iSE '■$. M Nýja hringtorgið á Vík- |f urvegi Stærri bílareiga ÍS í vandræðum BMmm Nánast kríutorg Nýtt hringtorg við Egilshöll er farið að valda bflstjórum miklum áhyggjum. Hringtorgið þykir vera í smærri kantinum. „Þetta e.r ekki venjulegt hringtorg heldur er þetta bara nánast kríutorg,“ segir Hregg- viður Jónasson sem býr í nágrenni þessa nýja umferðarmannvirkis. Hreggviður er búinn að senda borgarstjóra bréf þar sem hann óskar eftir að hringtorgið verði fjar- lægt. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvernig stærri bílum muni farnast að keyra um þetta nýja hringtorg. Stefán Finnsson, deildarstjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar, segir kvartanir hafa borist vegna þessa nýja hringtorgs. „Við höfum ekki fengið kvartanir frá fólki almennt heldur helst frá bíl- stjórum á stærri bílum, rútum og strætisvögnum." Hann segir að hringtorgið hafi verið sett þarna til að bæta aðkomuna að Egilshöll. ,Það stendur nú til að stækka þarna, byggja bfó og fleira og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir þessu.“ Hann segir að ástæðan fyrir smæð hringtorgsins sé tvfþætt, annars vegar plássleysi og hins vegar sé það hraðahindrun, því börn munu án efa ganga þarna yfir eftir að kvik- myndahúsið verður byggt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.