blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaðið Maöurinn getur þolaö allt nema hvern hversdagslega daginn á fætur öörum Goethe Afmælisborn dagsxns FRANCISCO FRANCO EINRÆÐISHERRA, 1892 RAINER MARIA RILKE SKÁLD, 1875 kolbrun@bladid.net íslensk hernaðarsaga Út er Komin Hernaðarsaga ís- lands 1170-1580 eftir Birgi Lofts- son sagnfræðing. Verk þetta er fyrsta rit sinnar tegundar sem fjallar um áður ókannað svið íslands- sögunnar, hernaðar- sögu íslands á miðöldum. Hún fjallar um hermennsku og hernað á íslandi átímabilinu 1170-1581. Hún varpar Ijósi á flestalla þætti hermennsku og hernaðar á íslandi á þessu tímabili. Verkið greinir meðal annars frá vopnabúnaði landsmanna, hern- aðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðarað- ferðum, þróun og eðli hernað- arátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin á lifandi og skýran hátt. Kæfandi heimur Út er komin hjá Sölku skáldsagan Brekkan eftir norska höfund- inn Carl Frode Tiller í þýðingu Kristians Guttesens. Brekkan er saga um ungan mann sem dvelur á réttargeð- deild. Hann skráir minn- ingar sínar og smám saman verður úr heildarmynd af einstak- lingi sem dregur lesanda inn í frumstæðan og kæfandi heim geðveikinnar. Brekkan er frum- raun norska rithöfundarins Carl Frode Tiller. Alvöru igurður Bragason bar- ítón hefur undanfarin ár sungið í nokkrum þekktustu tónleikasöl- um heims, þar á meðal í Carnegie Hall og Wigmore Hall, og fengið frábæra dóma. Eftir tónleika sína í Wigmore Hall árið 1993 fékk hann tilboð um tónleika frá mörg- um af virtustu tónleikahúsum og tónlistarhátíðum Evrópu og Amer- íku. Á efnisskrá hans eru venjulega íslensk sönglög en Sigurður segir það hluta af starfi sínu að kynna ís- lensk lög erlendis. Nú er Sigurður staddur í Róm þar sem hann mun halda tónleika í Borr- omini-tónleikasalnum við Piazza Navona í miðborg Rómar en þeir eru þáttur í árlegri tónleikahátíð þar í borg sem hófst 15. október og stendur fram í júní. „Framkvæmda- stjóri hátíðarinnar gerir mjög mikl- ar kröfur og hefur honum tekist að gera þessa tónlistarhátíð einhverja þá vinsælustu í Róm. Blaðamaður New York Times sagði þetta vera mest spennandi listahátíð í Róm, þar væri fjölbreytt efni og góðir lista- menn, vel væri að hátíðinni staðið og auk þess væri hún sjarmerandi," segir Sigurður. Hann er ekki eini listamaðurinn frá Islandi sem kem- ur fram á hátíðinni, en fyrir tilstilli hans var ákveðið að bjóða Rut Ing- ólfsdóttur fiðluleikara, Kjartani Ól- afssyni tónskáldi, Pétri Jónassyni git- arleika, Richard Simm pianóleikara, Signý Sæmundsdóttur söngkonu og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanó- leikara. Eftir tónleika sína í Róm mun Sig- urður halda tónleika utan borgarinn- ar. Á efnisskránni eru meðal annars íslensk lög. Ákveðið hefur verið að hljóðrita tónleikana. HERNAÐARSAGA ÍSLANDS \M'WL Bdkin sm allir eru að tal« m - og þi\ vtrhr é lesa! Einlæg og átakamikil ævisaga sem lætur engan ósnortinn BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR menningarkynning Sigurður Bragason „Island þykir óheyrilega spennandi, viö eigum frábært listafólk og tónskáld okkar þykja áhuga- verö og óvenjuieg." mmm Aukin samskipti við erlendar listahátíðir í Róm munu Sigurður og Guðni Bragason, forstöðumaðursendiráðs íslands í Róm, hitta framkvæmda- stjóra erlendra tónlistarhátíða, þar á meðal eru framkvæmdastjórar Borromini-tónleikaraðarinnar og Roma Europa festival og Andreas Loesch sem er forstjóri tveggja stórra listahátíða í Þýskalandi, en eftir þann fund munu þeir vera í sambandi við framkvæmdastjóra Wigmore Hall í London, Einleiks- salar Carnegie Hall og Scandinavia House í New York, en Sigurður hef- ur haldið tónleika í þessum húsum og kynnst framkvæmdastjórnum þeirra. Nokkrir af framkvæmdastjórum þekktra listahátíða hafa komið hing- að til lands sem gestir Sigurðar, til dæmis Andreas Loesch. Umræðu- efni á fundinum i Róm verða aukin samskipti milli erlendra listahátíða og íslenskra listamanna. „Það er mikill áhugi hjá þessum mönnum að fá íslenska listamenn á listahá- tíðir og að listamenn frá þeim komi til íslands á íslenskar hátíðir. Það skapar samhengi og framhald í menningartengslum," segir Sigurð- ur. „ísland þykir óheyrilega spenn- andi, við eigum frábært listafólk og tónskáld okkar þykja áhugaverð og óvenjuleg. Ég nefni sem dæmi Jón Leifs. Hann er sennilega þekktasta tónskáld okkar, ég flyt mikið eftir hann og er mikið spurður um hann. í Potsdam við Berlín, þar sem hann bjó, er torg sem heitir eftir honum. Hvað höfum við íslendingar gert fyrir Jón Leifs? Við höfum ekki gert mikið af því að segja frá okkar fína listafólki. í Þýskalandi hafa menn gert meira fyrir Jón Leifs en við.“ Alvöru menningarkynning Sigurður segir framkvæmda- stjóra erlendra tónlistarhátíða leita eftir nýrri tónlist til flutnings. „Al- mennt er íslensk tónlist ekki mikið þekkt erlendis. Ég var á tónlistarhá- tíð í Kaupmannahöfn þar sem ég söng íslensk lög. Danskur gagnrýn- andi kom til mín og sagðist ekkert vita um íslenska tónlist, það eina sem hann hefði heyrt væri brot úr verki eftir Jón Leifs í Kontrapunkti. Við verðum að standa okkur í kynn- ingu á íslenskum verkum. Það er það sem ég reyni að gera. Það er bú- ið að flytja öll gömlu klassísku verk- in þúsund sinnum í tónleikahúsum. Forsvarsmenn tónlistarhátíða og tónlistarhúsa um allan heim eru að leita að nýjum verkum og þegar þeir heyra íslenska tónlist, eins og verk Jóns Leifs eða verk Atla Heim- is Sveinssonar, þá taka þeir við sér. 1 þvi felast stór tækifæri, og útrás fyrir íslenska menningu, og aldrei skyldi vanmeta tekjurnar og við- skiptatækifærin sem menningin getur fært Islendingum. Utanrík- isráðueytið og Loftbrúin gegna lykilhlutverki í þessari nýju útrás. Ég þekki það af eigin raun hversu mikilvægt starf hefur verið unnið í sendiráðunum, af mönnum eins og Hannesi Heimissyni, Hjálmari Hannessyni og Helga Ágústssyni og fleirum að alvöru menningar- kynningum erlendis." menningarmolinn Steinbeck og hafið Á þessum degi árið 1941 kom út fræðibókin The Sea of Cortez eft- ir John Steinbeck. 1 bókinni er að finna hugleiðingar Steinbecks um sjávarlíffræði. Seinna nýtti hann þekkingu sína á sjónum og lífver- um hafsins til að skapa Doc, sjávar- líffræðinginn í skáldsögunni Cann- ery Row sem kom út árið 1945. Þegar The Sea of Cortez kom út var Steinbeck heimsfrægur rithöf- undur, hafði skrifað Mýs og menn og unnið Pulitzer-verðlaunin og The National Book Award fyrir skáldsöguna Þrúgur reiðinnar. Þetta eru þekktustu bækur hans og fela í sér sterka þjóðfélagsgagnrýni. I verkum sínum, eftir lok seinna stríðs, hélt hann áfram þjóðfélags- gagnrýni sinni en hún varð mildari og viðkvæmnislegri en áður var. Steinbeck hlaut Nóbelsverðlaun- in í bókmenntum árið 1962 og lést í New York árið 1968.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.