blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 18
blaöið blaöið= Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúar: Elín Albertsdóttir og JanusSigurjónsson Hver er meiningin? Á sama tima og handhafar löggjafarvaldsins segjast hafa áhyggjur af fá- keppni og jafnvel einokun á markaði hér, berjast sumir þeirra fyrir nýjum og breyttum lögum um Ríkisútvarpið. Allir þeir, sem fyrir væntanlegum lögum verða, kvarta sáran og tala jafnvel um að lagasetningin muni kalla fram einokun ríkisins í ljósvakafréttum. Hafi þeir sem mest deila á vænt- anleg lög rétt fyrir sér að hluta eða öllu leyti er hreint ótrúlegt að hand- hafar löggjafarvaldsins ætli að standa að því að auka forskot ríkisins í sam- keppni við frjáls félög einstaklinga og fyrirtæki. Breytingarnar sem menntamálanefnd Alþingis samþykkti að leggja til á lagafrumvarpi menntamálaráðherrans eru svo takmarkaðar og lítils virði að erfitt er að trúa því að meining liggi að baki. Umsjónarmönnum ríkisfréttastofunnar verður ekki heimilt að selja auglýsingar á vef stofnun- arinnar og takmörk verða sett á kostun dagskrárliða. Þeir sem þekkja til á markaði segja hugmyndir alþingismannanna um þetta fráleitar og í raun einskis virði. En hvers vegna er verið að setja lög sem auka sérréttindi rík- isins í einni atvinnugrein; atvinnugrein sem er sinnt með sóma af öðrum? Nóg er að hafa ríkisfjölmiðil þó honum sé ekki gert mögulegt að berja niður einkarekna miðla. En aftur er spurt; hvers vegna? Eitt er víst að menntamálaráðherrann, sem jafnframt er varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á mikið undir því að ný lög um ríkisfjölmiðlinn verði samþykkt fyrir jólaleyfi Alþingis. Hún er búin að reyna mikið að koma breytingunum í gegn, en án árangurs. Menntainálaráðherra gaf vilyrði fyrir breytingum þegar hún skipaði nýjan útvarpsstjóra. Það hefur henni ekki tekist að efna. Fátt bendir til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir jól og þá heldur ekki á stuttu þingi sem verður haldið eftir áramót, en þing- menn hætta snemma í vetur vegna kosninganna í vor. Almenningi er sama um frumvarpið um ríkisfjölmiðilinn. Almenningi er hins vegar ekki sama um dauðagildrur á þjóðvegum, almenningi er ekki sama um velferð veikra og þeirra sem líða þjáningar. Alþingi verður að gera svo vel og taka á sig rögg, hætta baráttu um það sem varðar al- menning engu, einsog RÚV, framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og fleiri dekurmál einstakra stjórnmálamanna. Hafi handhafar löggjafar- valdsins áhyggjur af fákeppni eða einokun er hreinlega ætlast til þess af þeim að þeir auki ekki á þann halla sem þegar er fyrir hendi. Það geta þeir gert með því að henda frumvarpinu um ríkisfjölmiðilinn og sinna þess í stað því sem enga bið þolir. Hér eru biðlistar eftir læknisþjónustu, dauðagildrur eru á þjóðvegum, aldraðir fá ekki inni á hjúkrunarheimilum, blind börn verða að flýja land þar sem engin kennsla er fyrir þau hér og áfram er hægt að telja. Ágæti þingheimur, notið þær fáu vikur sem þið hafið fram að kosningahléi til að koma því í framkvæmd sem máli skiptir. Hættið gagnsleysinu. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaösins Opnunartímar Món-Fös; 10-18 Lau: i 1-18 Skemmuvegi 6 18 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 boULEG " ;vriUL.4VtJ viNsrsi- /tQisLEO ^fTÍ RLAW Tíúk.sL'íNO'^ /W^F/Wa/St öara PrO AlMtuyiHQuV lTrEV-SVÍ EKKi T’Y'TZÍRTJÁrMáluhI/ií ViV 'ER.uM &úiA/ AÞ ALVeG JAPm Æí>isle<3 EFTlRWUfJ SJALFSTAUÍS FLoKKStMS Tafarlaus tvöföldun þolir enga bið Tafarlaus tvöföldun Suðurlands- vegar er þverpólitísk krafa innan úr miðju samfélagsins á Suðurlandi, og langt út fyrir það. Aðgreining akreina og tvöföldun vega er eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar og fyrir Sunnlendinga og alla þá sem reglubundið aka austur fyrir fjall er þetta stórt mál enda greiðar samgöngur og öruggar við höfuð- borgarsvæðið undirstaða öflugs samfélags austan fjalls. Hrikaleg slysaldan og tið bana- slys á Suðurlandsveginum undir- strika mikilvægi þess að ráðast taf- aralaust í tvöföldun. 54 banaslys frá 1972. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Tveir plús einn til 2030 er óboð- leg bráðabirgðalausn en það hefur Vegagerðin boðið út og á að hefjast handa við eftir nokkra daga. Nú er að berja þá ákvörðun til baka. Ekk- ert annað en fullnaðarsigur kemur til greina. Tvöföldun strax er eina ásættanlega niðurstaðan. Standa stóru orðin? f gær tók ég tvöföldun Suður- landsvegar upp við samgönguráð- herra í þinginu. f óundirbúnum fyr- irspurnum og úr varð athyglisverð umræða. Ráðherra kvað þar upp úr með að hann vildi tvöföldun en gat samt ekki tekið af skarið með að þar með væri tveir plús einn úr sög- unni. Þessu verður að svara skýrt. Það er óboðlegt að hafa uppi blekk- ingar í málinu. Hvort á að tvöfalda eða ekki og hvernær? Hvað segja Árnarnir Johnsen og Mathiesen í Sjálfstæðisflokki? Guðni landbún- aðarráðherra, hvað nú? Þessir menn verða að standa við stóru orðin úr prófkjörunum. Nú gildir að tala skýrt. Tvöfaldur umferðarhraði lítilla bíla annarsvegar og stórra bíla hinsvegar skapar aukna hættu og Björgvin G. Sigurösson sú gífurlega umferð stórra bíla sem er um veginn eftir að sjóflutningar voru lagðir af. Vegurinn annar ekki né þolir þessa umferð. Tvöföldun, fjórar akreinar alla leið, er eina ásættanlega lausnin. Ábati tvöföldunar Almennur vilji íbúa stendur til tvöföldunar vegarins í áföngum enda skiptir það miklu máli hvað varðar öryggi á þessum öðrum fjölfarnasta vegi landsins utan höfuðborgarinnar og í því að efla samkeppnishæfi Suðurlands við aðfa landshluta. Samt er hönnun á þriggja akreina vegi boðin út. Nú skiptir miklu máli að setja af stað samstillt átak til að þrýsta á stjórnvöld um að taka til baka fyrri ákvörðun um þriggja akreina veg í stað fjögurra og fullrar breikkunar. Þar þurfa allir að standa þétt saman, þingmenn, sveitarstjórnarmenn og aðrir forystumenn í fjórðungnum. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist um 80 prósent á nokkrum árum. Topparnir í traffíkinni eru með þeim hætti að það er viðvar- andi hættuástand á veginum. Fari bíll yfir á rangan vegarhelming gerist það sem allir óttast og verstu slysin verða. Tvöfaldur vegur frá Rauðavatni á Selfoss er krafan. Hún þarf að hljóma hátt, af krafti þeim sem þver- póltísk samstaða okkar allra getur ein gert. Nú þarf að taka höndum saman, leggja til hliðar dægurþras og þrætur. Berjumst til sigurs fyrir tvöföldun vegarins. Skrifum undir á sudurlandsvegur.is. Sýnum samstöðu allra Islend- inga. Náum þessu máli í gegn og þrýstum á yfirvöld um að draga til baka tveir plús einn veg til 2030. Ákvörðun sem nú hefur verið boðin út og hönnun átt sér stað á. Nú ríður á að standa saman. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar (Suðurkjördæmi. Klippt & skorið Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún hált á flokksráðs- fundi í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju á laugardag, er stjórnmála- skýrendum enn hreinasta ráðgáta. Þar sagði hún þingflokk Samfylkingarinnar hafa verið helsta vanda flokksins til þessa, en nú væri það einhvernveginn að baki. (Ijósi þess að endurnýjun hefur verið hverfandi í próf- kjörum flokksins að undanförnu er þó erfitt að sjá hvernig það kemur heim og saman. Nema hún sé að gefa f skyn að allar hrakfarir flokksins sfðan hún komst í flokksforystuna hafi verið Valdimar Leó Friðrikssyni að kenna. Svo má vera að Ingibjörg Sólrún sé að benda á einhvern þeirra þingmanna flokksins, sem látið hefur af störfum eða er í þann veginn að gera það. Til dæmis þau Guðmund Árna Stef- ánsson og Rannveigu Guð- mundsdóttur eða Guðrúnu Ögmundsdóttur, sem verið hefureinntryggastiliðsmaður formannsins í þingflokknum. Eða hvaða breytingar á þingflokknum aðrar gætu orðið til þess að hann sé ekki lengur sá Þrándur í götu sigurgöngu hennar, sem hún telur hann hafa verið? Björn Bjarnason nefnir á heimasíðu sinni (bjorn.is) að vfsu eitt til enn, en það erað nú erössur Skarphéðinsson orðinn þingflokksformaður og þá blasir auðvitað beina brautin aftur við flokknum. Innan Frjálslynda flokksins telja menn að óðum stytt- ist f uppgjör um forystuna. Mál manna er að þingflokk- urinn hafi yfirspilað höndina, því Margrét Sverrisdóttir hafi fleiri tromp en þingmennirnir hugðu. Reynt hefur verið að bera klæði á vopnin með því að semja um að Margrét verði varaformaður flokks- ins á landsþingi í lok janúar, en Magnús Þór Hafsteinsson mun taka því fjarri og Guðjón Arnar Kristjánsson þunglega. Telja menn að dag frá degi aukist því líkurnar á því að Margrét bjóði sig einfaldlega fram gegn Guðjón Arnari í formannsstólinn, sem hún er sögð eiga góða möguleika á að hreppa. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.