blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaöió INNLENT REYKINGAR Fleiri drepa í Reykingafólki hefur fækkað mjög síðustu ár sam- kvæmt könnun Capacent fyrir Lýðheilsustofnun. Um 30 prósent landsmanna, 15 til 89 ára, reyktu árið 1991 en nú gera það einungis tæplega 19 prósent. Litlu fleiri karlar en konur reykja. FASTEIGNAMARKAÐUR Færri íbúðir seljast Rúmlega hundrað færri íbúðir og einbýlis- hús skiptu um eigendur í síðasta mánuði en í nóvember fyrir ári. Alls seldust 628 eignir í síðasta mánuði en 735 árið áður, fækkunin nemur 17 prósentum. STJÓRNVÖLD Fríverslunarviðræður hefjast skjótt Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Yu Guangz- hou, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að viðræður um fríverslun hefjist í upphafi næsta árs. Eftir fundinn var Valgerður gestgjafi í móttöku vegna 35 ára stjórnmálasambands ríkjanna. Fídji: Valdarán hafið Hermenn á Fídji réðust inn í vopnageymslur lög- reglu í landinu í gær og er aðgerðin talin vera upphaf valdaráns hersins í landinu. Yfirmaður hersins sagðist í gær ætlast til þess að forsætisráðherra landsins segði af sér embætti þegar í stað. Herforingjar hafa deilt á stjórnvöld íyrir að ætla að veita þeim uppgjöf saka sem stóðu að valdaráni árið 2000. KOKOS-SISAL TEPPI Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Slmi 533 5800 www.simnet.is/strond VsTRÖND HEREFORD S T E I K H Ú S I.augavegur 53b • 101 Reykjavík 5 11 3350 • www.hereford.is íbúar á Hrafnistu í Hafnarfirði ósáttir við háa leigu: íbúarnir rukkaðir um ofurleigu á Hrafnistu ■ Mesta okurleigustofnun landsins ■ Stjórnin vill ekki funda meö íbúum ■ Þetta eru glæsiíbúöir Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ibúarnir hérna eru verulega ósáttir. Við eigum sjálf þrjátíu prósent í íbúð- unum og greiðum síðan ofan á það fulla leigu. Þetta er bara ekki löglegt," segir einn íbúanna á Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði. Hver íbúi þarf að leggja fram fimm til tíu millj- ónir fyrir þrjátíu prósenta eignarhlut. Til viðbótar greiða íbúarnir ríflega hundrað þúsund króna húsleigu. Samskiptaörðugleikar eru milli íbú- anna og yfirstjórnar heimilisins og af þeim sökum treysta íbúarnir sér ekki til að koma fram undir nafni. Ásgeir Ingvason, framkvæmda- stjóri Sjómannadagsráðs, kannast ekki við kvartanir af þessu tagi. „Ég hef ekki verið að fá neinar kvartanir til mín. Leigan hjá okkur er mjög lág miðað við íbúðirnar sem við bjóðum upp á,“ segir Ásgeir. „Það er einhver misskilningur að rukkuð sé há leiga. Eina hækkunin sem orðið hefur skýr- ist með hækkunum neysluverðsvísi- tölu samkvæmt samningum." Borga fyrir aðra Ibúarnir greiða í hússjóð hvern mánuð og til viðbótar greiða þeir í sérstakan framkvæmdasjóð. Engar skýringar hafa fengist frá yfirstjórn á því fyrir hvaða framkvæmdum sé verið að safna. „Við erum mjög ósátt við framkvæmdasjóðinn og að þurfa að borga hann fyrirfram. Við vitum ekkert fyrir hvað við erum að greiða og hvert okkar getur hrokkið upp af á hverri stundu,“ segir einn af íbú- unum. „íbúarnir hérna eru þvi að borga í einhvern framkvæmdasjóð fyrir einhverja aðra sem taka við. I mínum huga er þetta ein af mestu ok- urleigustofnunum landsins." Aðspurður segir Ásgeir fram- kvæmdasjóðinn eðlilegan og að hann sé hugsaður til viðhalds á eign- arhluta íbúanna. „Framkvæmdasjóðurinn er eyrna- merktur langtimaviðhaldi á húsnæð- inu. Það er ekki hægt að setja allt við- haldið á okkur,“ segir Ásgeir. Borgaof mikið Að sögn íbúanna er aðeins einn mælir fyrir hita og rafmagn fyrir allar íbúðirnar og því er rukkað eitt TVEGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ ■ Fermetrar 74 ■ Leiga 89.000 ■ Framkvæmdasjóður 1.500 ■ Rafmagn og hiti 3.500 ■ Hússjóður 6.500 ■ Bílastæði 8.200 Samtals: 108.700 Það er alveg á hreinu að leigan ermjögódýr. Ásgeir Ingvason Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs fastagjald á alla íbúana. „Ég er búinn að hringja í Orkuveituna og hún er að fá mikið meira inn af peningum en þarf að taka. Hrafnista safnar því upp inneign og við borgum meira en við þurfum,“ segir einn íbúanna. „Við höfum óskað eftir svörum en framkvæmdastjórinn vísar okkur alltaf frá. Siðast sagði hann að okkur kæmi þetta ekkert við og skellti á mig.“ Ásgeir segir ástæðuna einfalda, með þessu er hægt að spara mælis- gjöld. Hann ítrekar að leigan sé ódýr miðað við gæði íbúðanna. „Það getur hver maður séð að leigan INNIFALIÐ I LEIGU: ■ Ræsting á sameign ■ Gluggaþvottur ■ Hiti og rafmagn í sameign ■ Eftirlit með lyftum ■ Brunaviövörunarkerfi ■ Snjómokstur ■ Húsvörður i hlutastarfi ■ Hirðing á garði hjá okkur er mjög ódýr miðað við allt sem er innifalið. íbúðirnar eru lúxus,“ segir Ásgeir. „Ég tel okkur hafa verið mjög sanngjörn í leigu og ef íbúðirnar eru skoðaðar áttar fólk sig á því að allt hjá okkur er eðlilegt.“ Fá ekki fund Ásgeir segir húsaleigulögin ekki gera ráð fyrir því að halda þurfi fundi með leigjendum. „Það er bara einn eigandi að húsinu og aðrir eru leigjendur. Samkvæmt lög- unum ber okkur engin skylda til að funda og því höfum við einfaldlega hafnað beiðnum um fund,“ segir As- geir. „Við reynum hins vegar ávallt að skoða þær ábendingar sem koma til okkar og reynum að bæta úr án þess að leiga hafi verið hækkuð." Ibúarnir hafa ítrekað óskað eftir húsfundi þar sem farið yrði yfir málin. Því hefur iðulega verið hafnað. „Allir eru ánægðir með vist- ina en greiðslurnar eru óheyrilega miklar. Það er allt í lagi með það að borga fyrir hlutinn i íbúðinni en að vera rukkuð um hundrað pró- sent leigu til viðbótar er svínslegt,“ segir annar íbúi. „Þetta fyrirkomu- lag allt saman og samskiptin við stjórnina er síður en svo sniðið til þess að gefa öldruðum áhyegju- laust ævikvöld.“ yá/aJiFít^ínu /ficð s/a/u'/< «, c s)(i /i ^ fi m /n é/icficf/i éc fjiuui «///ufa Verð 5.500 á mann, aðeins 4.900 á fimmtudögum og sunnudögum /BOrÖHPHntctnÍr Marius Sverrisson treður upp ásamt undirleikara helgarnar 25.og 26.nóv„ l.og 2.des og 8.og 9.des. Alltaf ijúfir píanótónarfrá fimmtudegi til sunnudags Hereford nautasteikurnar eru rómaðar, þú velur stærð, steikingu og meðlæti. Magnað!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.