blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaftiA í góðu skapi Stundum get ég ekki annað en dáðst að vinnufélaga minum ogþing- flokksformanni Framsóknarflokks- ins, Hjálmari Árnasyni, fyrir hvað hann er alltaf skapgóður. Sem dæmi um þetta get ég nefnt hvað hann var glaður í sinni þegar hann kynnti drög að fjölmiðlafrumvarpi sem formenn stjórnarflokkanna höfðu komið sér saman um. Frumvarp þetta mætti harðri andstöðu almennings en ekki sfst blaða- og fréttamanna svo og margra starfsmanna frjálsra fjöl- miðla sem töldu starfsöryggi sínu ógnað. Umrœðan Hjálmarmætti allri þessari andstöðu með sínu blíðasta brosi Sigurjón Þórðarson Hjálmar mætti allri þessari and- stöðu með sínu blíðasta brosi og taldi hana á misskilningi byggða, frum- varpinu þyrfti ekki að brey ta. Vegna kröftugra mótmæla í þjóð- félaginu og andstöðu i þingflokkum stjórnarliða var frumvarpinu breytt þrisvar sinnum verulega og var Hjálmar alltaf jafn glaður með hverja breytingu, sem hann kynnti fyrir fjöl- miðlum. Þar kom að frumvarpið var samþykkt á Alþingi og Hjálmar var að vonum kátur með það. Þá gerðist nokkuð sem jók á gleði Hjálmars svo um munaði en það var að forseti ís- lands neitaði að staðfesta frumvarpið og visaði því í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hélt ég að Hjálmar gæti ekki orðið öllu glaðari en sem betur fer hafði ég rangt fyrir mér. Eins og alþjóð veit var Hjálmar ötull stuðningasmaður þess á opinberum vettvangi að fsland færi á lista yfir staðfastar og viljugar þjóðir við innrás í f rak. Glaður í bragði, eða svo virtist mér, réttlætti hann stríðið við hvert tækifæri með því að Saddam hefði verið handtekinn. En þá gerðist nokkuð sem var ekki síður skemmti- legt. Jón Sigurðsson, formaður fram- sóknarmanna, viðurkenndi óvænt að stuðningur fslands við Íraksstríðið hefði verið byggður á röngum upp- lýsingum og verið rangur eða mistök. Tveim dögum sfðar birtist Hjálmar eitt sólskinsbros í Kartljósi sjónvarps- ins og lýsti því hvað þetta hefði verið mikill léttir. „Nú er stór steinn tekinn úr hjarta mínu,“ sagði þingflokksfor- maðurinn og bætti því við að hann fyndi fyrir meiri feginleik og gleði en orðfengjulýst. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Horfðu í eigin barm, ráðherra! Sjálfstæðisflokkur og Fram- sókn hafa haldið saman um stjórnvölinn á fslandi í brátt þrjú kjörtímabil. Undir þeirra stjórn er misskipting kjara orðin meðal þess sem verst þekkist f hinum vestræna heimi, skatt- byrði hefur þyngst verulega á fáglauna- og miflitekjufólki en lést á hátekju- og eignamönnum, óstöðug efnahagsstjórn hrekur hvert fyrirtækið af öðru úr landi og setur afkomu ungs fólks með húsnæðisskuldir í stórhættu. Þessi samlæsta ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar hefur einnig stefnt afkomu með- alstórra sveitarfélaga í óefni og nýfega fengu nokkur sveitarfélög viðvörunarbréf frá eftirlitsnefnd félagsmálaráðuneytisins vegna skuldastöðu, þeirra á meðal sveit- arfélög sem nýlega hafa selt eignir til að létta á skuldum. Víðast hvar á landsbyggðinni gætir örvænt- ingar vegna þess að ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að ein- ungis tvö svæði utan höfuðborg- arsvæðisins skuli byggjast upp en önnur geti átt sig sjálf. Norð- urland vestra er meðal þeirra svæða sem eru afskipt af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hnignun undir forystu Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar fbúar Skagafjarðar huga að sjálf- sögðu að framtíð byggðarlagsins og hvaða kosti það hefur að bjóða til framtíðar. Áhyggjur heimamanna af framtíð héraðsins komu mjög vel fram í viðtölum fréttamanns svæðisútvarps sl. þriðjudag en rót þeirra liggur í hnignun atvinnulífs, Umrœðan Óþarfa áhyggjuraf ósamlyndi Samfylkingar- innar Anna Kristín Gunnarsdóttir hækkandi meðalaldri og lágum meðaltekjum. Þar hefur ríkt nokk- urn veginn kyrrstaða árum saman en ef við værum ekki svo heppin að eiga öflugt stórfyrirtæki, sem m.a. hefur staðið þétt við bakið á Háskól- anum á Hólum, værum við efalítið á svipuðu róli og nágrannar okkar í Húnavatnssýslum báðum þar sem íbúum hefur fækkað um 14 prósent á siðasta áratug. í valdatíð Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar. Aralangt deiluefni Virkjun Jökulsánna í Skagafirði hefur verið deiluefni í héraði í ára- raðir. Þar togast á sjónarmið þeirra sem vilja friða árnar og nýta þær, m.a. til ferðaþjónustu, og sjónarmið hinna sem treysta á að stóriðjufram- kvæmdir gætu haft jákvæð áhrif á atvinnulíf í Skagafirði. Fáar raddir heyrast sem vilja virkja til að selja orkuna úr héraðinu en þær eru þó til. Því töldu fulltrúar Samfylking- arinnar í sveitarstjórn rétt að skoða það að setja virkjunarkosti í Jökul- sánum inn á tillögu að aðalskipu- lagi ef það mætti verða til þess að upplýst, opinber umræða um kosti þess og gafla færi fram. í kjöffarið yrði, á lýðræðislegan hátt, tekin ákvörðun um hvort virkjunarkost- irnir yrðu inni á skipulagi eða ekki. Nú fer í fyrsta sinn fram, með liðsinni þverpólitískra samtaka í Skagafirði, opinber og upplýst um- ræða um áhrif Jökulsánna á lífríki Skagafjarðar og líkleg áhrif virkj- ana á lífríki og mannlíf. Að þeim samtökum eiga meðal annars aðild forystumenn Samfylkingarinnar í Skagafirði ásamt þingmönnum Samfylkingarinnar. Umræðan er blómleg og að mestu leyti málefna- leg þó einstaka stjórnmálamaður reyni að gera okkur Samfylkingar- fólk tortryggileg. Ákvörðun meiri- hluta sveitarstjórnar virðist því þegar hafa náð tilgangi sínum. Markmið Samfylkingarinnar Það er okkur mikilsvert að friður náist um Jökulsárnar í Skagafirði til framtiðar, að uppbygging at- vinnulífs landsbyggðarinnar fái verðugan sess í pólitískri umræðu, að jöfnuður sé innleiddur á ný í ís- lenskt samfélag, jafnt á landsbyggð- inni, á höfuðborgarsvæðinu og vaxt- arsvæðunum tveim, Akureyri og Mið-Austurlandi. Þessu hlutverki hefur ríkisstjórnin algjörlega brugð- ist, áhuginn hefur enginn verið í raun. Það er ekki nóg að mæta á samkomur og taka glaðbeittur í hendur í héraði. Við í Samfylkingunni höfum hins vegar raunverulegan áhuga á uppbyggingu samfélagsins í Skaga- firði. Þess vegna hvetjum við til lýð- ræðislegar og upplýstrar umræðu og vinnum í samræmi við það. Óþarfa áhyggjur Ég ætla að biðja sjávarútvegsráð- herrann að hafa ekki áhyggjur af ósamlyndi innan Samfylkingar- innar því það er með öllu óþarft. Áhyggjuefni hans ættu að vera nóg fyrir og nærtækari, m.a. vegna jess hvernig smábátaútgerð og jjónusta við smábáta hefur nær agst af við Norðurland vestra eftir jreytingar á löggjöf undir hans for- ystu. Það ætti líka að vera honum áhyggjuefni að eftir að hann leyfði dragnótaveiðar á Skagafirði, gegn undirskriftum mörg hundruð Skag- firðinga, hefur fiskur þurrkast upp í firðinum. Og ástandið sem ég hef lýst hér að framan ætti að vera honum sérstakt áhyggjuefni þar sem það hefur skapast undir hans forystu og er á hans ábyrgð. Höfundur er alþingismaður Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi. Mundu eftir oð finnu besla yerðdð dður en M knupir dekk! Smurþjónusta Alþríf • Rafgeymar i> v • Dekkjaþjónusta Sími: 557-9110 www.bilko.is mnkss Car-rental / Bílaleiga Simi: 555 3330 www.hasso.is „ Vetrardekk - Heilsarsdekk - nagladekk - loftboludekk ?J - Betri verð! _ ... .... ........... ...... Smiöjuvegi 34 | Rauö gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.