blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 21
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 29 Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans í tilefni alþjóðlegs dags sjálfboðalið- ans 5. desember vUl Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands nota tækifærið og þakka sjálfboðaliðum deildar- innar fyrir mikið og gott starf þeirra fyrr og nú. Eitt meginhlutverk Rauða krossins er málsvarastarf sem meðal annars hefurþann tilgang að rjúfa einangrun fólks og vinna gegn fordómum og mis- munun í samfélaginu. Á því sviði er ærið verk að vinna en meðal okkar í þjóðfélaginu eru margir sem búa við einangrun og mismunun eins og niðurstöður könnunar Rauða kross Islands, Hvar þrengir að, fyrr á þessu ári leiddi berlega í ljós. Margt hefur verið gert á þessu sviði í gegnum árin en betur má ef duga skal. fólks er net stuðningsfjölskyldna sem samanstendur af sjálfboðaliðum og hefur þann tilgang að aðstoða það fólk við aðlögun í nýjum aðstæðum. Tilgangur sölubúða sjúkrahúsanna og föndurhóps er fjáröflun í þágu góðra málefna og hafa þeir hópar stutt við starf sjúkrastofnana og fleiri aðila með góðum gjöfum og styrkjum í gegnum árin. Prjónahópur vinnur að verkefninu Föt sem framlag og styrkir Hjálparsjóð Rauða krossins með sölu í L-12 Rauðakrossbúðinni en þar eru sjálfboðaliðar við afgreiðslu. Reykjavíkurdeild tekur virkan þátt í alþjóðastarfi Rauða krossins með þátttöku í átaksverkefnum sem oft eru fjáröflunarverkefni að beiðni Al- þjóða Rauða krossins. Slík verkefni krefjast samtakamáttar Rauða kross- ins og þátttöku almennings. Eins og sjá má af því sem hér hefur komið fram er starf sjálfboðaliða kjarninn í starfsemi Reykjavíkur- deildar Rauða krossins eins og í starfi Rauða krossins um heim allan. Að vilja láta gott af sér leiða er algeng- asta ástæða þess að fólk kýs að starfa fyrir hreyfinguna enda gott og göfugt að gefa af tíma sínum til verkefna hennar sem í dag eru sameinuð í heit- inu Byggjum betra samfélag. Með því gefst tækifæri til að bæta við reynslu sína og þekkingu, hvort sem er á nýju sviði eða kunnugu og um leið að til- heyra öflugum félagsskap með mann- úðarhugsjón að leiðarljósi. Mörg og ólík verkefni kalla á mik- inn mannskap en að öllu jöfnu starfa sjálfboðaliðar í langtímaverkefnum 6-12 tíma á mánuði fyrir hreyfinguna. Öðru hverju er þörf fyrir sjálfboða- liða til skemmri átaksverkefna. Við viljum óska sjálfboðaliðum okkar til hamingju með daginn og um leið vekja athygli á að við erum aldrei of mörg. Við bjóðum ávallt nýtt fólk velkomið í okkar góða hóp. Nán- ari kynningu á starfi sjálfboðaliða fyrir Reykjavíkurdeild má nálgast á heimasíðu deildarinnar (www.redc- ross.is) og hjá Sjálfboðamiðlun Reykja- víkurdeildar Rauða krossins. Höfundur er forstöðumaður Sjálfboða- miðlunar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands. Starfsjálf- boðaliða er kjarninn í starfseminni Umrœðan Huldis S. Haraldsdóttir I tilefni dags sjálfboðaliðans er ekki úr vegi að líta yfir þá miklu flóru verkefna sem borin eru uppi af sjálfboðaliðum deildarinnar sem eru fjölmargir og á öllum aldri. Með starfi sínu leggja þeir drjúgan skerf til margra þeirra málefna sem velferð- arkerfi okkar Islendinga nær illa eða ekki til. Hjá Reykjavíkurdeild er með ýmsum hætti lögð áhersla á að létta undir með einstaklingum og fjöl- skyldum í vanda. I lífinu skiptast á skin og skúrir og öll getum við lent í því að þurfa á einhverjum að halda sem rétt getur hjálparhönd þegar erf- iðleikar sækja að. Heimsóknarþjón- usta sem sjálfboðaliðar hafa haft með höndum er með elstu verkefnum deild- arinnar. Heimsóknarvinir Rauða krossins leitast við að stytta fólki sem býr við einsemd stundir með spjalli eða gönguferð og lesa fyrir hópa á nokkrum sjúkrastofnunum. Þá er föngum einnig boðið upp á heim- sóknir sjálfboðaliða. Hópar sjálfboða- liða hafa til langs tíma haldið utan um sjúklingabókasöfn á sjúkrahúsunum ásamt hljóðbókaþjónustu. Sjálfboða- liðar starfa við hlið starfsfólks í Konu- koti sem er athvarf ætlað konum sem eru heimilislausar og hafa ekki í nein hús að venda. Á sunnudögum standa sjálfboðaliðar fyrir samverustund í Vin sem er athvarf á vegum Rauða kross Islands fyrir geðfatlaða. Hjálparsíminn 1717 er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhring- inn fyrir þá sem þurfa stuðning vegna sálrænna vandamála, einmanaleika eða sjálfsvígshugsana, félagslegra vandamála eða neyslu. Hjálparsím- inn er fyrir alla aldurshópa hvar sem er á Íandinu og svara bæði sjálf- boðaliðar og starfsfólk í hann. 1717 er einnig mikilvægur hlekkur sem upplýsinganúmer almennings vegna neyðarástands innanlands, t.d. vegna náttúruhamfara. Áhersla er á starf með börnum og unglingum sem endurspeglast í nokkrum verkefnum sem borin eru uppi af sjálfboðaliðum. Helst þeirra eru: Málörvun og heimanámsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna, starf með börnum í Kvennaathvarfinu, stuðningur við ofvirk börn og BUSL sem er starf með hreyfihömluðum unglingum í samstarfi við Sjálfsbjörg. Hlutverkaleikurinn Á flótta hefur verið skipulagður fyrir nemendur grunnskóla víða um land á undan- förnum árum. Með honum er miðað að því að þátttakendur öðlist skilning á hlutskipti og aðstæðum flóttafólks. Unglingastarf, námskeið og fræðsla af ýmsum toga er einnig þáttur í starfi með ungu fólki. Veigamikill þáttur í móttöku flótta- Fiskfars á fínu verði Nú er sannkallað sprengitilboð á dýrindis fiskfarsi í Fiskisögu og því tilvalið að bjóða upp á frábærar fiskbollur í kvöld. Fljótlegra og betra verður það ekki. Ævintýralegar fiskbúðir Hamraborg 14a • Skipholti 70 Höfðabakka 1 • Vegamótum (Nesvegi 100) Fiskfars 390 kr. kílóið. Sundlaugavegi 12 • Háaleitisbraut 58-60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.