blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI NOREGUR Tertukastari dæmdur Johan Waagaard sem kastaði köku í höfuð Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, á fyrsta starfsdegi hennar fyrir rúmu ári, var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi í gær, Verjandi hanns segir að dómnum verði áfrýjað. Blaðamenn sýknaðir Þrír blaðamenn Berlingske Tidene voru sýkn- aðir af ákæru vegna skrifa blaðsins árið 2004 upp úr leyniskýrslum öryggisþjónustu danska hersins. Þeir voru sakaðir um að grafa undan öryggishagsmunum en dómari sýknaði þá. FRAKKLAND Eigandi vill Díönu-bíl aftur Eigandi bílsins sem Díana prinsessa var farþegi í þegar hún lést í París árið 1997 vill fá bílinn sinn aftur úr höndum bresku lögreglunnar. „Þetta er einstakt flak og kemst í sama flokk og bíllinn sem James Dean var í þegar hann lést,“ og bætir við að sér hafi borist til eyrna að flakið sé 120 milljóna króna virði. -hreinlega sterkari EENERAL TIRE ©. Gylfaflöt 3*112 Reykjavík • Sími 567 4468 dekk@gummisteypa.is • www.gummisteypa.is Strandagaldur þarf að skera niður: Vígtennurnar dregnar úr fólki ■ Skuldastaðan slæm ■ Miklar framkvæmdir ■ Einstaklingar í ábyrgðum Eftir Atla Isleifsson atlii@bladid.net „Við neyðumst til að draga verulega úr starfseminni á næstunni, því skuldastaðan er orðin slæm,“ segir Sigurður Atlason, framkvæmda- stjóri Galdrasýningar á Ströndum. „Það er kominn tími á að fara að borga niður skuldir. Þegar við opn- uðum árið 2000 þurftum við að taka stórt lán sem nú er farið að draga svolítinn mátt úr okkur.“ Sigurður segir að síðustu ár hafi verið miklar framkvæmdir sem hafi komið niður á greiðsluget- Slæmt fyrir ferðaþjónustu á Strðndum. Sigurður Atlason Framkvæmdastjóri Strandagaldurs unni. „Nú þurfum við að fara að greiða niður skuldir þar sem þetta er í sjálfskuldarábyrgð hjá einstak- lingum. Ég geri ráð fyrir að niður- skurðurinn komi eitthvað niður á starfsmannahaldi og svo verðum við að hætta við ýmis verkefni sem til stóð að fara í.“ Sigurður segir stöðuna vera mjög slæma því hún dragi vígrennurnar úr fólki og að erfitt sé að eyða löngum tíma í að vera með ókláruð verkefni hér og þar. „Þetta verður væntanlega til þess að áætlanir um þriðja áfanga norður í Árneshreppi dragast verulega. Það er ekki gott því að byggðin þarna norðurfrá þarf á því að halda að eitthvað já- kvætt gerist þar. Þá er ástandið slæmt almennt fyrir ferðaþjónustu á svæðinu því að Strandagaldur hefur verið visst flaggskip bæði í markaðssetningu og öðru hér á Ströndum." IRBODY RS200sd hlaupamælir SMÁRALIND SlMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 O KRINGLUNN! SÍMI 545 1580 i' Jólageitin í Gavle Brennuvarg- j; ar hafa náð til hennar um þrjá- tíu sinnum ífjörutíu ára sögu. ... n iiimiiiio —iiiin Jólageitin í Gávle í Svíþjóð: Á ekki að brenna Jólageit sænska bæjarins Gávle er komin á sinn stað á Hallartorginu. Jólageitin, sem búin er til úr hálmi, hefur skreytt torgið ár hvert frá 1966. Geitin hefur hins vegar verið brennd eða orðið fyrir annars konar skemmdum af mannavöldum rúm- lega þrjátiu sinnum í fjörutíu ára sögu hennar. Þó að öryggisgæsla við geitina hafi aukist umtalsvert á und- anförnum árum hefur ekkert dregið úr skemmdarverkunum. Geitin, sem hefur verið um þrettán metra há, hefur orðið fyrir íkveikju sjö sinnum á síðustu átta árum. Þrátt fyrir að hópurinn sem reisir geitina hafi rennbleytt hana í fjölda ára til að koma í veg fyrir íkveikjur hefur hún samt sem áður orðið fórnarlamb brennuvarga og brunnið til kaldra kola. Talsmaður hópsins segir að enn frekari ráðstafanir hafi verið gerðar í ár. „Jólageitin mun ekki brenna á fjörutíu ára afmælinu. Við notumst við Fiber ProTector brunavörn sem er meðal annars notuð í flugvélum. Napalm ætti ekki einu sinni að verða henni að falli.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.