blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaöið ★ ★ Allur matur * á að fara... meö flutningabílum búnum sérhönnuðum kæli- og frystitækjum og geymast í þar til gerðum vörumóttökum, vottuðum af gæðaeftirlitskerfi GÁMES. Vel skipulagt flutningakerfi og reynsla í faglegum matvæla- flutningum um allt land tryggja að neytand- inn fær vöru sína ferska innan 24-48 tíma og alla leið . upp í munn og ofan í maga! Frekari upplýsingar um afgreiðslustaði er að finna á landflutningar.is /SAMSKIP ÞEIR SÖGÐU TORTÍMANDINN Myndbirting af varaformanninum, þar sem 99 hann iýsiryfir að hann elski Húsdýragarðinn. Daginn eftir lét hann drepa öll hænsnin. SVERRIR HERMANNSSON KOM MEÐ TILLÖGU AÐ SKEMMTIATRIÐI FYRIR FRAMSÚKNARVÖKUR, IGREIN IMORGUNBLAÐINU. Skemmtistaður í Þingholtsstræti: íbúarnir fögnuðu sigri í Hæstarétti S Vildu ekki skemmtistað ■ Sönnunarbyrði snúið við segir verjandinn Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Fram að þessu hefur verið talið að sönnunarbyrðin hvíldi á þeim sem héldi því fram að hann yrði fyrir meiri truflun en honum væri skylt að þola. I dómi Hæsta- réttar er sönnunarbyrðinni eiginlega snúið við,” segir Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, verjandi fasteignafé- lagsins Eikar sem tapaði máli gegn eigendum íbúða við Þingholts- stræti 7a og 8a. Eik fékk bygg- ingaleyfi til að breyta jarðhæð að Þingholts- stræti 5 í skemmti- stað og kvörtuðu fyrrnefndir íbúð- areigendur til Úr- skurðarnefndar skipu- lags- og byggingarmála. Úrskurðarnefnd tók úr- skurðinn til greina og felldi úr gildi byggingarleyfið sem borgin hafði gefið út. Eik höfðaði mál til ógildingar á úrskurði úr- skurðarnefndarinnar og áfrýjaði til Hæstaréttar eftir að hafa tapað mál- inu í undirrétti. 1 dómi Hæstaréttar er bent á að starfsemi skemmtistaðar, sem er opinn næturlangt um helgar, hljóti almennt að kalla á umferð bifreiða og mikinn umgang fólks þannig að af geti hlotist verulegur hávaði og óþrifnaður. Samkvæmt ákvæðum í aðalskipulagi má breytt starfsemi hvorki hafa truflandi áhrif á íbúa í grennd né auka umferð svo að óæski- legt sé. Ótækt sé að líta svo á að truflun af þessum sökum falli ekki undir ákvæði þessi vegna þess eins að ekki sé á færi veitingamanns að hafa áhrif á hvað gestir hans eða aðrir geri utan húsnæðisins. Eik mun geta rekið gistiheimili og skemmtistað í kjallara Þingholtsstrætis 5 en ekki skemmtistað á jarð- hæð þar sem nú hefur verið opnaður veitingastaður. Kofi Annan sýtir að ekki tókst að koma í veg fyrir Íraksstríð: Verra en Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir í viðtali við BBC að ástandið í írak sé mun verra en borgarastríð. Þá segir hann að líf almennra borgara í landinu sé verra en á valdatíma Saddams Husseins. „Við kölluðum erjurnar í Líbanon fyrir nokkrum árum borg- arastyrjöld. Ástandið í írak nú er mun verra.“ Annan lýsir miklum vonbrigðum sínum með að Sameinuðu þjóð- unum hafi ekki tekist að koma í veg fyrir stríðið í Irak árið 2003. „Það var mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar að ná ekki að koma í veg fyrir stríðið og við erum enn að jafna okkur.“ { viðtalinu hvetur Annan eftir- mann sinn, Ban Ki-Moon, sem mun borgarastyrjöld . r #1B? 'í- ÍsjWk í'■*»,<* Bag Ástandið í írak Annan segirað | ; líf almennra borgara ilandinu sé 1 1 verra en á valdatíma Saddams Husseins. taka við embætti framkvæmda- við að leysa deilumál, líkt og hann stjóra um áramótin, til að fara sínar og fyrirrennarar sínir i starfi hafi eigin leiðir og beita eigin aðferðum allir gert.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.