blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 30
38 ÞRIÐJUDAGU blaöiö Nemendur með hreyfihömlun Snæfríður Þ. Egilsson, dósent við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, mun í dag greina frá doktorsrannsókn sinni sem beindist að þátttöku 6-12 ára íslenskra nemenda með hreyfihömlun í almennum grunnskólum. Fundurinn hefst klukkan 16:30 í stofu 16 í Þingvallastræti 23. menntun@bladid.net Um Taíland Fyrir þá sem eru að skipuleggja ferðalag til Taílands er vert að kíkja á heimasíðuna http://tourismthailand.org. Heimasíðan segir frá öllu því sem ferðalangar vilja vita um Taíland og hvað hægt er að gera í afþrey- ingu og hvaða áfangastaðir eru í boði á Taílandi. Hægt er að velja um helstu borgir landsins og finna gistingu og ýmislegt fleira. Góða ferð. ferdir@bladid.net ferðir Áhersla á þá sem hafa minnsta formlega menntun Við finnum þá og sinnum þeim Breytt hlutverk Námsflokkanna Námsflokkar Reykjavíkur sinna aðallega þeim sem hafa minnsta formlega menntun eða standa illa félagslega að sögn Bjargar Arnadóttur, forstöðumanns Námsflokkanna. Það eru yfir 20 golfvellir í Pattaya Golfvellirnir eru mjög góðir og það er alltaf hægt að treysta á veðrið. Sól og golf um miðjan vetur Taíland er magnað land BjörgÁrnadóttir, forstöðu- maður Námsflokka Reykjavíkur, hlaut á dög- unum Starfsmenntaverð- launin árið 2006 en þau eru veitt af Mennt, samstarfsvettvangi atvinnulífs og skóla, og Starfs- menntaráði. „Það er voðalega gaman að einhver taki eftir því sem maður hefur verið að gera og er staðfesting á því að það sé ekki út í bláinn,“ segir Björg þegar hún er spurð um hvaða þýðingu það hafi fyrir sig að hljóta verðlaunin. Björg hefur unnið að fullorðins- fræðslu á íslandi og í Svíþjóð í yfir 20 ár og fengist við fjölbreytt verk- efni á þessu sviði. Undanfarið eitt og hálft ár hefur hún veitt Náms- flokkunum forstöðu og hafa orðið nokkrar breytingar á starfsemi þeirra í kjölfarið. „Það voru svo margir teknir við ýmsum hlutverkum sem Náms- flokkarnir höfðu og þá var ákveð- ið að þrengja starfsemina þannig að nú erum við í rauninni bara að sinna þeim sem hafa allra minnsta formlega menntun eða standa illa fé- lagslega,“ segir Björg. Þarf að hvetja fólk Reynslan hefur sýnt að þeir sem hafa litla formlega menntun sækja síður sí- eða endurmenntunarnám- skeið af einhverju tagi og segir Björg að því dugi ekki að auglýsa heldur verði beinlínis að hvetja fólk til að sækja námskeið. „Við finnum þá og sinnum þeim. Við erum til dæmis með náms- og starfsráðgjafa á þjónustumiðstöðv- unum. Menntunarferlið er orðið svo flókið að fólk þarf aðstoð bæði við að leita sér að réttum úrræðum og við að læra þannig að við leggjum mikla áherslu á það,“ segir Björg og bætir við að náms- og starfsráðgjöf sé gríðarlega mikilvæg. Brottfall er mikið i þessum hópi og því er helsta vandamálið að halda fólki við efnið og hvetja það áfram að sögn Bjargar. „Það er óvant að læra og kannski líka haldið hræðslu við skóla og þá er náttúrlega ekki auðvelt að setjast á skólabekk.“ Aukinn skiiningur fyrirtækja Stéttarfélög hafa lengi hoðið fé- lagsmönnum sínum upp á ýmis konar námskeið og á undanförn- um árum hafa fyrirtæki og stofn- anir einnig sýnt fullorðinsfræðslu, sí- og endurmenntun aukinn skiln- ing. Björg segir að stærri fyrirtæki hafi yfirleitt sérstakan starfsmann sem sjái til þess að stefnu fyrir- tækisins í þessum málum sé fram- fylgt. „1 minni fyrirtækjum er voðalega lítið svigrúm fyrir þetta að ekki sé talað um einyrkjafyrirtæki sem er ekki hægt að loka til að fara á námskeið. Stærri fyrirtæki standa sig mjög vel á þessu sviði. Mörg fyrirtæki bjóða bæði starfstengd námskeið sem eru tekin á vinnu- tíma og eru hluti af þróun í starfi. Stóru fyrirtækin eru líka með alls konar námsframboð í frítíma,“ seg- ir Björg Árnadóttir að lokum. Eftir jólin, þegar janúar og febrúar eru framund- an með öllu sínu myrkri og kulda, reikar hugur margra til landa þar sem sólin skín og sjórinn er heitur. Það hef- ur verið að færast í vöxt á undan- förnum árum að fólk leggi land undir fót á veturna og fari þá til fjarlægari landa. Golfáhugi dró þau til Taílands Víðir Jóhannsson og kona hans Laila Ingvarsdóttir hafa á síðastliðn- um sjö árum farið á hverju ári til Pattaya í Taílandi og í lok janúar eru þau á leiðinni þangað í áttunda sinn. Það var fyrst og fremst golfáhugi sem olli því að Taíland varð fyrir valinu en á Pattaya eru mjög góðir golfvellir og öll aðstaða til golfiðkun- ar er þar mjög góð og hægt að velja um 20 golfvelli. „Okkur langaði að fara á stað þar sem við gætum spilað golf án þess að hafa áhyggjur af veðrinu og það sem heillar við Taíland er fyrst og fremst veðrið en það er alltaf gott, um 25 til 30 stiga hiti, ekki mikill raki og alltaf góð gola frá hafinu,” sagði Víðir þegar hann var spurður um hvers vegna Taíland hefði orðið fyrir valinu. „Við dveljum á mjög góðu hóteli og Pattaya hefur upp á mikið að bjóða, enda talin ein fjörugasta borg Taílands. Fólkið er vinalegt og allt mjög öruggt. Við höfum dvalið þar í allt að því mán- uð en núna ætium við að vera einn og hálfan mánuð. Meðan á dvöl- inni stendur spilum við golf fjórum sinnum í viku, oftast á morgnana og síðan er farið á ströndina seinni- partinn. Hinir dagarnir eru notaðir til að fara í skoðunarferðir eða til afslöppunar.” Stenduruppúr Víðir segir að þau hjónin hafi farið í margar skipulagðar ferðir. ,Einnig höfum við ferðast til Norð- ur-Taílands en þá ferð skipulögðum við sjálf ásamt fleirum úr hópnum. Víðir getur ekki nefnt eitthvað eitt sem stendur upp úr frá þeim ferðum. „Ætli það sé ekki bara land- ið sjálft sem stendur upp úr. Þetta er alveg magnað land og mjög fallegt. Það er allt eins og það á að vera þeg- ar maður er i fríi.“ Kjartan L. Pálsson fararstjóri hef- ur verið fararstjóri í öllum ferðun- um sem Víðir og Laila hafa farið í til Taílands og Víðir segir að hann sé alveg frábær fararstjóri. „Maður myndi fylgja honum hvert á land sem er þar sem hann er uppfullur af fróðleik og veit mikið um land og þjóð,“ segir Víðir að lokum en hann er þegar farinn að telja niður dagana þangað til hann heldur til Taílands í áttunda sinn. Taíland heillar Samhengisháð ritvilluleit Eiríkur Rögnvaldsson, prófess- or við hugvísindadeild Háskóla íslands, og samstarfsmenn hans, Hrafn Loftsson, lektor í tölvunar- fræði við Háskólann í Reykjavík, og Sigrún Helgadóttir, sérfræðingur á Orðabók Háskólans, hlutu Hagnýt- ingarverðlaun Háskóla íslands sem afhent voru 1. desember. Verkefni þeirra nefnist Samhengisháð rit- villuleit og er nýstárlegt ritvilluleit- arforrit sem lítur á samhengi orða en ekki aðeins einstök orð. Með því má leiðrétta mun fleiri villur en ella, villur sem færu fram hjá öðrum rit- villuforritum. í öðru sæti lenti tillaga Þorsteins I. Sigfússonar, prófessors við raunvís- indadeild Háskóla Islands, og sam- starfsmanna hans, Jóns Steinars Verðlaunahafarnir Eiríkur Rögn- valdsson og Sigrún Helgadóttir hlutu Hagnýtingarverðlaun Háskóla Islands ásamt Hrafni Loftssyni. Garðarssonar Mýrdal, eðlisfræði- nema við HÍ, og Sigurðar Arnar Að- algeirssonar, nema í rafmagnsverk- fræði, við sama skóla. Hugmyndin á rætur sinar í sérstakri varmaraf- magnsfræði og byggist á því að tveir samtengdir ólíkir málmar við mis- munandi hitastig snúa áttavitanál af eðlilegri stefnu. Þriðju verðlaunin komu að þessu sinni í hlut Guðmundar H. Guð- mundssonar, prófessors við raun- vísindadeild Háskóla Islands, og Eiríks Guðmundssonar, prófessors við læknadeild sama skóla. Verkefni þeirra er á sviði rannsókna í sýkla- vörnum og heitir Örvun innbyggðra sýklavarna gegn sýkingum. Alls bárust níu tillögur í sam- keppnina að þessu sinni. Lítið hefur verið af skipulögðum ferðum frá íslandi til landa Asíu á undanförnum árum. Margir hafa þó farið þangað á eig- in vegum og þá aðallega til Kína eða Taílands. Úrval Útsýn býður upp tvær hóp- ferðir í vetur til Taílands og það er Kjartan L. Pálsson sem er fararstjóri í þeim báðum. Kjartan þekkir landið vel enda hefur hann tekið á móti ís- lenskum ferðamönnum þar síðastlið- in 12 ár en hann hefur verið fararstjóri fyrir íslenska ferðalanga víða um heim undanfarin 20 ár. Ferðirnar eru í janúar og sú síðari i febrúar og hægt er að velja um þriggja eða fjögurra vikna ferðir. Flogið er með Icelandair til Amsterdam og þaðan með breið- þotu frá KLM til Bangkok og flugið þangað tekur um 10 klukkutíma. í Íáílandi er dvalið í borginni Pattaya sem er ein skemmtilegasta borg lands- ins og hefur upp á mikið að bjóða fyrir ferðamenn, íjölda veitingastaða, Úrval Útsýn býður upp á glaesi- lega gististaði á Taílandi Gististað- irnir eru með morgunverði og eru staðsettir i norðurhluta Pattaya. góðar strendur, golfvelli og aðra af- þreyingu. Á Pattaya geta ferðamenn valið um dvöl á fjórum hótelum sem öll eru í háum gæðaflokki. Boðið er upp á skipulagðar skoðunarferðir til Bangkok og River Kwai auk annarra styttri ferða. Veðrið er á þessum tíma árs eins og best verður á kosið, milli 25- 30 stiga hiti, sem er freistandi fyrir íslendinga á þessum árstíma.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.