blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 28
5. DESEMBER 2006 blaðið onmo Árni Blandon les upp úr verkum Hallbergs Hallmundssonar, Ijóðskálds og þýðanda, á Skáldaspírukvöldi í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu í kvöld klukkan 20. Einnig mun Ingunn Snædal Ijóðskáld lesa úr verkum sínum en hún hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á dögunum. Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson hefur verið tilnefndur til hinna virtu ítölsku Nonino-verðlauna fyrir skáldsögu sína Svaninn sem kom upp- haflega út á íslensku árið 1992. Nonino-verðlaunin eru álitin ein mesta viðurkenning sem rithöfundum getur hlotnast á (talíu. Þjóðsagnapersónur í lifanda lífi skoðaðar Sex ferðaævisögur Páll Ásgeir Ásgeirsson ræðirvið sexþekkta feröaianga sem miðla af reynslu sinni af ferðalögum í bók sinni Fótspor á fjöllum. Hvað ertu að lesa? Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Ég get sagt alveg hreinskilnis- lega að ég er ekki með neitt annað en þingskjöl á mínu borði þessa dagana. Ég les alltaf tvær til þrjár bækur um jólin og vona að ég fái einhverjar slíkar í jóla- pakkann. Ég er líka mjög mikið fyrir ævisögur þannig að ég á ábyggilega eftir að lesa bókina um Margréti Frímannsdóttur og hlakka til þess. Ég hlakka líka til að lesa kómíska sýn Ellerts Schram sem hefur fengið góða dóma. Svo er ég náttúrlega mjög spennt fyrir bókinni Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhann- esson. Ég hef aðeins verið að fletta í henni og maður þekkir náttúrlega marga þarna og þetta er spennandi lesning út af því. Jakob Frímann Magnússon tónfistarmaður Ég er að Ijúka annarri yfirferð á hinni frábæru bók Andra Snæs Magnasonar Draumalandinu og jafnframt byrjaður að kroppa að- eins í Aldingarð Ólafs Jóhanns. Þetta verða spennandi bóka- og geisladiskajól hjá þeirri blómstr- andi vitundariðnaðarþjóð sem Islendingar eru í dag. Það er margt sem ég hlakka til að lesa meðal annars Route 66 sem er nýútkomin og fjallar um ferðalag Einars Kárasonar, Ólafs Gunnars- sonar og fleiri um sömu leið og ég fór árið 1975 á sams konar fararskjóta. Það verður gaman að bera saman minningar mínar við upplifun þeirra núna löngu síðar. Þetta var svo sannarlega mikil ævintýrareisa hjá mér en ég ákvað hins vegar að niður- greiða ekki ferðakostnaðinn með reynslusögum. áll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður hefur skrif- að fjölda vinsælla ferða- bóka á undanförnum árum þar sem hann eys úr brunni þekkingar sinnar og reynslu af ferðalögum um náttúru Islands. Á dögunum gaf Páll Ásgeir út enn eina ferðabókina, Fótspor á fjöllum, sem er frábrugðin fyrri bókum hans að því leyti að í henni tekur hann viðtöl við sex nafntog- aða ferðalanga sem miðla af reynslu sinni. Allir tengjast viðmælendur hans Ferðafélagi íslands með ein- hverjum hætti en félagið fagnar 8o ára afmæli sinu á næsta ári. Viðmælendurnir eru Guðmundur Hallvarðsson, Höskuldur Jónsson, Valgarður Egilsson, Gerður Stein- þórsdóttir, Sigrún Valbergsdóttir og Ingvar Teitsson. Páll Ásgeir segir að það sem hafi ráðið vali á viðmælendum hafi ver- ið að allt eigi þetta fólk sameigin- legt að vera þjóðsagnapersónur í lifanda lífi í hópi þeirra sem ferð- ast um íslenska náttúru. „Þetta fólk er allt frægt fyrir leið- sögn sína og fararstjórn og sögur af því og leiðsögnum þess lifa með- al fólks. Þetta fólk er orðlagt fyrir hvað það er gaman að ferðast með því og mig langaði eiginlega til að koma þessu fólki á prent. Ég held að í þessari bók geti menn komist að því að margt sem er sagt um þetta fólk er satt. Sumar þjóðsög- ur eru sannar," segir Páll Ásgeir og bætir við að hann hafi einnig valið viðmælendur með það fyrir augum að þeir kæmu úr ólíkum áttum. Ólík sýn á náttúruvernd „Ég lagði upp með það að fólk segði mér ferðaævisögu sína, tal- aði um hvernig það vildi til að það ánetjaðist ferðalögum, hvað vakti áhuga þess, hvar það hefur ferðast innanlands eða erlendis. Svo tal- aði ég einnig við það um viðhorf þess til íslenskrar náttúru og nátt- úruverndar þannig að það viðrar skoðanir sínar líka en segir ekki bara ferðasögur,“ segir Páll Ásgeir og bendir á að ólík sýn komi fram á þessi mál hjá viðmælendunum. „I þessum hópi eru bæði gríð- arlega miklir náttúruvinir og friðunarsinnar sem nálgast nátt- úruna á allt að því andlegum nót- um. Þarna er líka að finna viðhorf þeirra sem taka jarðbundna og skynsama afstöðu og eru til dæm- is hlynntir virkjunum sem maður myndi kannski ekki í fljótu bragði búast við að fyndust í þessum hópi. Það er greinilegt að i hópi útivistarfólks rúmast allar skoð- anir hvað þetta varðar þó að það séu óneitanlega tímar breytinga í þessum efnum í samfélaginu,“ seg- ir Páll Ásgeir. Þó að Páll Ásgeir sé víðförull ferða- langur segir hann að við gerð bókar- innar hafi orðið til hsti af stöðum sem hann á eftir að kynna sér. „Sumt af þessu fólki hefur lagt leið sína á mjög fáfarna staði í íslenskri náttúru sem er erfitt að komast á. Sum svæðin sem ég ræddi við fólk um þekki ég mjög vel en önnur hef ég aldrei komið á þannig að það varð til smálisti af stöðum sem mig langar til að heimsækja," segir Páll Ásgeir. Lítill heimur t öllum Vinnsla bókarinnar var mjög skemmtileg að sögn Páls Ásgeirs sem útilokar ekki að önnur bók líti dagsins ljós. Það fer þó eftir þeim viðtökum sem þessi fær. Að minnsta kosti er nóg til af sögum sem eftir á að setja á prent. „Það er saga í öllum, litill heimur inni í öllu fólki og það ræður sjálft hvort það hleypir manni þangað inn eða ekki en það hafa allir frá miklu að segja. Ég hef oft heyrt menn segja stór- kostlegar ferðasögur sitjandi á rekaviðardrumbi við varðeld niðri í flæðarmáli eða á tjaldstæði eða í sæluhúsi þar sem kringumstæð- ur eru réttar. Svo þegar þeir eru komnir inn í eldhúskrók þá vantar kannski stemninguna. Eg komst líka að því að það getur verið svo- lítill munur á góðri sögu sem nær góðu flugi í þröngum hópi í fjalla- kofa og því þegar maður setur sann- leikann á prent. Skáldgáfan kemur arna við sögu,“ segir Páll Ásgeir sgeirsson að lokum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður Ég er byrjuð að lesa Ólafíu eftir Sigríði Dúnu og líst alveg fádæma vel á hana. Hún fjallar um konu sem fæddist upp úr miðri 19. öld og starfaði meðal vændiskvenna, fátæklinga og drykkjumanna í Ósló. Hún er fallega skrifuð og af virðingu og lotningu fyrir konunni. Sigríður Dúna skrifaði líka Björgu, ævi- sögu Bjargar Þorláksson, og hún fékk íslensku bókmenntaverð- launin fyrir hana árið 2001. Mér finnst mjög gaman að lesa um svona merkilegar konur. Svo er ég spennt fyrir að lesa nýju bók- ina hans Ólafs Jóhanns en ég er ekki búin að eignast hana. Svo er ég alveg ákveðin í að setja á óskalistann nýju Stafsetning- arorðabókina sem ég held að sé mikið þarfaþing og komi sér mjög vel á fréttastofu. Orn Amarson dæmir bókina Við öll - íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum: Tilboð um rökræðu ví ber að fagna að íslenskur stjórnmálaleiðtogi sendi frá sér rit um sýn sína á hið stærra samhengi stjórnmálanna. í bókinni Við öll reifar Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, helstu hugsjónir sínar á skeleggan hátt. Steingrímur er róttækur jafn- aðarmaður og er ekkert sérstaklega ánægður með ástand mála hér heima og á erlendum vettvangi. Steingrím- ur nálgast stjórnmálin með heild- stæðum hætti: efnahagsmál verða ekki slitin frá umhverfismálum, fé- lagsmálum og utanríkismálum svo dæmi séu tekin. Með þessari nálgun fer svo formaðurinn yfir helstu hita- mál samtímans. Rauði þráðurinn í greiningu Stein- gríms er óæskileg áhrif fjármagns á samfélagsgerðina, framkvæmd lýðræðis og alþjóðamál. Hann telur vanda markaðsskipulagsins felast í því að það tekur ekki tillit til fé- lagslegra og menningarlegra þátta auk umhverfismála. Hann talar um „markaðsvæðingu stjórnmál- anna” og telur að einkavæðingar- ferli liðinna ára hafi dregið úr„íýð- ræðislegu valdi almennings”. Hann svarar ekki rökum þeirra sem telja að alræði stjórnmálamanna sé mun verra ástand en það sem fylgir hálf- beisluðum markaðsöflum enda er helsti galli bókarinnar sá að í henni predikar Steingrímur yfir söfnuðin- um á vinstri vængnum en virðist ekki ætla sér að snúa þeim sem efast um boðskapinn. Steingrími tekst vel upp þegar hann ræðir um einkavæðingu í geir- um sem munu ávallt, eðli málsins samkvæmt, vera fákeppnismarkað- ir hér á landi. Umhverfismálin eru Steingrími hugleikin og gerir hann þeim ítar- leg skil. Sá kafli er líklegast þarft innlegg í mikilvæga umræðu. Sér- staklega er ánægjulegt að skrif Stein- gríms eru laus við þann tilfinninga- hita og þjóðernishyggju sem vill oft einkenna umræðu um umhverfis- mál hér á landi. Steingrímur eyðir töluverðu púðri í utanríkismálin. Kaflinn um Evrópumál ætti að vekja athygli. Varla verður séð af lestri hans að hægt sé að mynda vinstristjórn um Evrópuaðild hér á landi. Hinsvegar rima rök Steingríms gegn aðild að Evrópusambandinu vel við mál- flutning þeirra íhaldsmanna sem eru andvígir aðild. Töluverður galli er á bók Stein- gríms. Hann vísar ekki í heimildir en sumar af fullyrðingum hans eru þess eðlis að gagnlegt væri fyrir les- endur að vita hvaðan þær eru fengn- ar. Steingrímur sannar með þessari bók að hann er einn öflugasti stjórn- málamaður landsins og magnaður talsmaður þeirrar stjórnmálastefnu sem hann aðhyllist. Örn Arnarson Þarft innlegg sem allir ættu að taka afstöðu til Gera hefði þurft skýrari grein JWÐÖLL fyrlr rannsóknar- ” vinnu Við öll - íslenskt velferðar- samfélag á timamótum Steingrímur J. Sigfússon Bækur ★★* Steingrímur sannar með þessari bók aó hann er einn öflugasti stjórnmála- maður landsins og magn- aður talsmaður þeirrar stjórnmálastefnu sem hann aðhyllist.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.