blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaðiö HVAÐ MANSTU? 1. Hvað heitir leikarinn sem lék Mr. Big í bandarísku sjónvarpsþáttunum Sex and the City? 2. Hvar og hvaða ár lést Napóleon Bónaparte? 3. Hver er fjölmennasta borgin á suðurhveli jarðar? 4. Hvaða hljómsveit flutti titillag James Bond-myndarinnar The Living Oaylights? 5. Hver var fyrst kvenna til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels? ííípurina ProPlan Pro Plan fæðulínan sérsniðin fyrir hundinn þinn GARÐHEIMAR Söluaðili: Garöheimar í Mjódd • Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík • sími 540 3300 • www.grodur.is Venesúela: Chavez vann stórsigur Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Caracas, höfuðborg Venesú- ela, þegar ljóst var orðið að Hugo Chavez, forseti landsins, hefði unnið stórsigur í forsetakosn- ingum sem fram fóru á sunnudag- inn. Forsetinn hlaut rúmlega sex- tíu prósent atkvæða, en Manuel Rosales tæp fjörutíu prósent. Chavez nýtur gríðarlegra vinsælda hjá fátækasta hluta landsins, en hann hefur nýtt olíu- birgðir landsins til að bæta hag hinna fátækustu. Chavez sagði að sigurinn væri „enn einn ósigur djöfulsins sem reynir að stjórna heiminum“ og visaði þar til Bush Bandaríkjaforseta. Kjörtímabil forseta landsins er sex ár, en þetta verður þriðja kjörtímabil Chavez í embætti forseta. Gagnlegarog gagnslausar upplysingar um fótbolta- menn landsins og heimsins. Allt hið sögulega, fyndna, sorglega, stórkostlega og frábæra ...ogauðvitað merkileg hneykslismál! Hvervissi að Tryggvi Guðmundsson hefði korn- ungurrifið gula spjaldið í miðjum leik? Eða að Guðjón Þórðarson hefði hjólað á eftir leik- mönnum KR þegar þeir skokkuðu á Nesinu? T BJARTUR Gjafabréf upp á Ijúfa kvöldstund á Argentínu steikhúsi er jólagjöf sem gleður og líður seint úr minni. Tilvalin gjöf tilþeirra sem manni finnst mikið til koma! Svör: CsJ Q- g oo n •- 111 t .—. £0 -^T 03 g «o co £ CU GENGIGJALDMIÐLA ■ Bandarikjadalur KAUP 67,72 SALA 68,04 Sterlingspund 133,98 134,64 53 Dönskkróna 12,08 12,15 £13 Norskkróna 11,02 11,09 S2 Sænskkróna 9,96 10,02 BB Evra 90,10 90,60 nrétt * ' 1 [ jr 30 .'jP . ' ... f y Framaplott Margrétar Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýna Margréti Sverrisdóttur fyrir ómak- legt framaplott með því klína ras- istastimpli á forystumenn flokksins. Ágreiningur innan Frjálslynda flokksins: Vitum ekkert hvert Margrét stefnir ■ Þaö eru allir velkomnir í flokkinn ■ Gagnrýnin kemur úr hörðustu átt Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „í raun vitum við ekkert hvert Margrét stefnir eða hver hennar vegferð er. Mér virðist hún einfaldlega vera búa sér til vígstöðu gegn forystunni með því að klína á hana rasistastimpli. Hér er á ferðinni ekkert annað en framaplott,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins. Margréti Sverrisdóttur, fram- kvæmdastjóra flokksins, hefur verið sagt upp störfum. Hún telur ljóst að henni hafi verið sagt upp störfum vegna gagnrýni sinnar á umræðuna um innflytjendur og að þar leiki Jón Magnússon lögmaður lykilhlutverk. Falla á eigin bragði Magnús Þór segir Margréti sjálfa hafa búið til ágreining innan flokks- ins. Hann telurþað komaúrhörðustu átt að hún kalli aðra rasista þar sem hún hafi sjálf reynt að velja fólk til inngöngu í flokkinn. „Bæði Margrét og Sverrir, faðir hennar, hafa barist lengi og hörkulega gegn inngöngu Nýs afls í Frjálslynda flokkinn. Slíkt 'Bt' Okkur finnst ómaklegt hvernig kosningabaráttan erhafin Magnús Þór Hafsteins- son varaformaður kemur bara ekki til greina því allir eru velkomnir í flokkinn,“ segir Magnús Þór. „Við höfum sýnt þeim báðum þolinmæði varðandi þrá- hyggju þeirra gagnvart Jóni. Þau mál koma flokknum bara ekkert við.“ Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi frjálslyndra, telur mikilvægt að sáttir náist í flokknum því annars gæti það spillt þeirri góðu stöðu sem flokkurinn hefur skapað sér. „Von- andi bera menn gæfu til þess að standa saman. Slikt eru ekki bara hagsmunir fyrir flokkinn heldur líka þjóðina þannig að hægt sé að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum,“ segir Ólafur. Afleiðing en ekki orsök Margrét vildi ekkert láta eftir sér hafa um deilurnar innan Frjálslynda flokksins. Viðmælandi í innsta hring Þjóðarhags- muniraðsátt náistinnan Frjálslynda flokksins Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi hennar segir framboð Margrétar til forystu frekar afleiðingu en orsök ágreiningsins. Þannig hafi málflutn- ingur forystunnar leitt til þess að hún bjóði sig fram og ekki síst mál- flutningur Jóns. Illmælgi í garð félaga Magnús Þórsegirþingmenn flokks- ins hissa og vonsvikna yfir fram- göngu Margrétar. Hann segir ljóst að þeir hafi ávallt viljað veg hennar sem mestan. „Með þessu er verið að koma óorði á okkur sem stjórn- málamenn til þess eins að veikja for- ystuna í flokknum. Þannig er hægt að ryðja brautina fyrir Marg-réti til forystustarfa," segir Magnús Þór. „Margrét hefur staðið sig vel í starfi. Okkur finnst ómaklegt hvernig kosn- ingabaráttan er hafin með illmælgi í garð félaga hennar og vina.“ Jólabaliio ROOF TOPS þrefaldur diskur Pú þarft ekki að vera aðdáandí - bér er gott grúf og stuð í laai. Á fyrsta diskinum eiu 20 lög sem hljómsveitin gaf út á árunum 1969-1974. Á hinum diskunum tveimur eru frábærar live' upptokur frá árunum 1972-74. Her er að finna mjúkt popp, hressilegt rock og ballmúslk áttunda áratugaríns. Þessi þrefaldi diskur er gefinn út í glæsilegu umslagi þar sem finna má ýmsan fróðleik um hljómsveitina í máli og myndum. GULA PLATAN Guðmundui Haukur Loksins fáanleg á geisladisk og nú með textum Þessi plata var gefin út 1972 og hefur verið ófáanleg i langan tíma. Á henni flytur Guðmundur Haukur frumsamda poppmúsík og texta sem fjalla um náttúruna, almættið og fólk við undirleik hljómsveitarinnar Roof Tops, en hann var meðlímur þeirrar hljómsveitar. JÓIABALLIÐ tvöfaldur diskur Alveg eins og jólaball. Diskurinn er með jólaballi frá upphaft til enda. Á fyrri diskinum er barnakór að syngja við jólatréð en á seinni diskinum er aðeins undirleikurinn. Platan var íyrst gefin út 1988. Björgvin Gislason gítarleikan vann aö þessari endurútgafu af alkunnri snilld. "Ætti að vera til á hverju heímili, "hefur verið sagt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.