blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 26
 *■ blaóið Tilvalin jólagjöf Forsala á þrjá stærstu viðburði Listahátíðar Reykjavíkur 2007 hófst í gær en þar er um að ræða sýningar San Francisco-balletts- ins undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu sem verða sjö talsins og hefjast 16. maí og tónleik- ar Dmitri Hvorostovsky, 20. maí, og Bryn Terfel, 21. maí, sem hvor- irtveggja verða i Háskólabíói. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð hefur miðasölu á völdum viðburð- um í desember. „Ástæðan fyrir því að við erum svona snemma á ferð- inni í ár er sú að við erum að koma til móts við óskir fjölmargra list- unnenda sem vilja fá tækifæri til þess að gefa miða á listahátíð í gjaf- ir - ekki síst jólagjafir. Við finnum líka fyrir mikilli eftirvæntingu í loftinu fyrir þessum stóru viðburð- um enda er þetta lítill heimur og það spyrst fljótt út hvaða viðburð- ir eru á dagskrá," segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar. Óþarfi er að kynna ballettflokkinn fræga frá San Francisco fyrir fslend- ingum en mörgum er enn í , fersku minni þegar flokkur- inn kom hingað á Listahátíð árið 2000. Dmitri Hvorostov- sky og Bryn Terfel eru tveir af fremstu barítónsöngvur- umheimsoghafaþeirbáð- ir hlotið fádæma lof jl^ fyrir túlkun sína á helstu hlut- *-0W' v e r k u m ,i'A , óperubókmenntanna. „Okkur þykir sérstaklega skemmtilegt að geta boðið ^ -e - upp á tónleika með þessum t veim- ur stór- •**"■*" söngv- urum dag eftir dag,“ segir Guðrún. Miðasala fer fram á vef hátíðarinnar www. listahatid.is og í síma 552-8588 frá klukkan 10-16 virka daga. 34 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 Næstkomandi fimmtudagskvöld, 7. desember klukkan 20, flytja þeir Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari spuna um þekkt jólalög í Hallgrímskirkju. Dagskráin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Ljósmyndarinn David McMillan frá Winnipeg heldur fyrirlestur í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans í dag sem ber yfir- skriftina Tjernobyl í Ijósmyndum. Árið 1986 leysti Tjernobyl-kjarn- orkuslysið úr læðingi tvöhundruð- falda geislun á við sprengjurnar sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki. Um 135.000 þúsund manns urðu að yfirgefa svæðið í kjölfarið og yfir 11.000 tilfelli af krabbameini voru greind. David McMillan hefur heimsótt Tjerno- byl nokkrum sinnum síðan árið 1994 og Ijósmyndir hans frá svæðinu eru merkilegar heimildir um hnignun staðarins. David er vel þekktur Ijósmyndari og hefur haldið fjölmargar einkasýningar bæði í Kanada og á alþjóðavett- vangi. Jafnframt hefur hann verið gestafyrirlesari við Yale Univers- ity í New Haven CT, Hong Kong og víðs vegar um Kanada. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17 og verður fluttur á ensku í stofu 113 í húsakynnum LHÍ í Skipholti. Á morgun verða 90 ár liöin frá fæðingu dr. Kristjáns Eidjárns, fyrrum þjóðminja- varðar og forseta íslands. I tilefni af því er efnt til hátíðardagskrár í Þjóðminja- safni Islands sem hefst klukkan 12 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Vélrænar þýöingar Stefán Briem heldur í dag erindi sem hann nefnir Vélrænar þýð- ingar milli tungumála. Þar mun Stefán fjalla um helstu áhrifa- þætti á þróun vélrænna þýðinga en hann hefur um árabil fengist við rannsóknir á þessu sviði. Hann mun ræða sérstaklega um vélrænar þýðingar milli íslensku og annarra tungumála. Stefán er eðlisfræðingur að mennt en frá árinu 1986 hefur hann eingöngu sinnt störfum sem tengjast tungutækni á einhvern hátt. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 í Árnagarði og hefst klukkan 12. Er til rétt saga? Þorsteinn Helgason, dósent í sagnfræði við KHl, flytur erindi í hádegisfundaröð Sagnfræð- ingafélags íslands í dag. Erindið ber yfirskriftina Er til rétt saga? Um kanón í sagnfræði og sögukennslu. í erindinu segir Þor- steinn frá viðleitni manna til að festa söguleg atriði í sessi með valdboði, umvöndunum eða gylli- boðum. Einkum verður fjallað um þá sögu sem kennd er í skólum og hægt er að stýra og ákveðin dæmi tekin frá ísiandi, Svíþjóð, Danmörku og Hollandi. Erindið hefst klukkan 12:05 í fyrirlestrar- sal Þjóðminjasafnsins. Tjernobyl í myndutn átt er íslenskara en hvítfryssandi, vest- firskt brim og karlakór prýddur flauelsmjúk- um röddum sem hefur upp raust sína meðan vindurinn gnauðar úti. Þetta vita þeir Ásgeir Andri Kristjönuson og Halldór Gunnar Pálsson manna best en þeir hafa nýlokið við gerð plötunn- ar Bræðralag en hún kemur út 11. desember næstkomandi. „Platan hefur yfir sér ákveðinn íslensk- an blæ. Það er svolítill drungi og skammdegi í henni og ég myndi segja að þetta væri plata fyrir fólk landsins, flutt af mönnum lands- ins,“ útskýrir Ásgeir þegar hann er spurður um tónlistina. „Þeir sem unnu að þessu verkefni með okkur Halldóri Gunnari eru flest- ir strákar sem tengjast Flateyri við Önundarfjörð með einum eða öðrum hætti og ég held að platan öll endurspegli ákveðinn vest- firskan anda.“ Bændur að vestan lögðu hönd á plóg „Við Halldór kynntumst á Flateyri á síðasta sjómannadag þar sem tón- listarhátíðin Hafstraumar var hald- in en henni er ætlað að efla tónlist- arlíf á Vestfjörðum. Ég var að bogra við að smíða svið þegar ég lít upp og sé fúlskeggjaðan mann standa yfir mér skælbrosandi. Þar var Hall- dór kominn,“ segir Ásgeir hlæjandi. Síðan hafa þeir félagar setið við að semja tónlist og er hluta afraksturs- ins að finna á plötunni. Halldór sér að mestu um lagasmíðarnar en Ás- geir gerði textana. „Samstarfið allt gekk prýðilega enda höfðum við með okkur fullt af góðu fólki. Jens, kenndur við Brain Police, syngur einsöng í einu laginu og Tómas Ax- el Ragnarsson spilar á munnörpu en annað er að mestu flutt af mér og Halldóri.“ Piltarnir settu einnig saman karla- kór sérstaklega til að syngja með sér en það eru mest strákar ættaðir að vestan. „1 byrjun stóð nú aldrei til að gera kóraplötu, sú hugmynd kom upp þegar við vorum búnir að semja fyrsta lagið enda þótti okkur það passa einstaklega vel fyrir kór. Hall- dór gekk í það að hóa saman strák- um og fékk með sér bændur, útgerð- armenn og rafvirkja að vestan sem tóku allir einstaklega vel í það að lið- sinna okkur í þessu,“ segir Ásgeir. Skringileg hljóðfæri Óhætt er að segja að hljóðfæra- val á plötunni sé með eindæmum frumlegt en Halldór og Ásgeir notuðu meðal annars gamlan ára- bát sem trommað er á og tóman olíutank sem sleginn er með sér- smíðaðri sleggju frá góðum og gegnum vélstjóra á Flateyri. „Við prófuðum okkur áfram með ým- islegt í þessa áttina og ég held að það ljái lögunum skemmtilegan blæ. Svo tókum við upp ýmis um- hverfishljóð í Önundarfirði, til dæmis vind og öldugang," segir Ásgeir. Piltarnir ætla að halda í yf- irreið um landið áður en langt um líður og spila fyrir landsbyggðina. „Okkur langar til að fara víða og spila meðal annars á þorrablót- um og öðrum samkomum til sveita.“ Útgáfutónleikar verða í Iðnó við Tjörnina 22. desember næstkomandi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.