blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 22
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Eru konurnar að taka völdin? „Já, þótt fyrr hefði verið. Þetta sýnir bara að konur geta náð ár- angri á þessum forsendum, að minnsta kosti í sumum flokkum." Katn'n fakobsdóttir, varaformaður Viustri grænna í nýafstöðnu forvali Vinstri grænna fyrir komandi alþingiskosningar náðu konur meirihluta þeirra sæta sem voru í boði. Sjö af tólf sætum féllu i hlut kvenna. Katrín lenti i öðru sæti i forvalinu. Forrit sem þýðir tungumál HEYRST HEFUR... Jólagjafainnkaupin fóru vel af stað um helgina og mikið stuð var í miðborg- inni sem og verslunarmið- stöðvum borgarinnar um helgina. Aðalstuðið var hins vegar í blómaverslunum þar sem allir voru hressir að tína til í aðventukransinn. í Blómavali/Húsasmiðjunni var múgur og margmenni og á bílastæðinu ríkti örtröð og erfitt var að finna stæði. Ekki bætti úr skák að bílastæðið er svo illa upplýst að þar er nán- ast myrkur ef frá eru talin blikkandi bílljós frá æstum bílstjórum í aðventukransa- innkaupum. Þegar inn er komið ríkir hins vegar ljósa- dýrð og örtröð skapaðist fyrir framan jólaljósarekkana þar sem ljósaseríur á tilboði fylltu gangana. Það er spurn- ing hvort aðstandendur versl- unarinnar trítli út á stæði og setji upp nokkrar 200 ljósa útiljósaseríur á tilboði. Gísli Marteinn Bald- ursson hélt sitt árlega jólaboð á heimili j sínu um helgina og fylltist húsið 4} af góðum gestum. Meðal þeirra var stjörnuparið i1 Logi Bergmann I og Svanhildur Hólm, Jón Gnarr og frú, Ólafur Teitur af Viðskiptablaðinu, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfull- trúi og Kristján Kristjánsson, fyrrverandi Kastljósmaður, en hann starfar nú sem kynn- ingarfulltrúi hjá Icelandair, svo fáeinir séu nefndir. loa@bladid.net „Vélrænar þýðingar tungumála eru ástríðan min,” segir Stefán Briem eðlisfræðingur. Stefán heldur fyrirlestur í dag um við- fangsefni sitt og helstu þætti í þróun vélrænna þýðinga með áherslu á þýðingar á milli íslensku og annarra tungumála. „Vélrænar þýðingar snúast um að láta tölvu þýða texta úr einu tungumáli yfir á annað. Menn byrjuðu að fást við þetta um miðja síðustu öld og það sem ég hef fengist við upp á síð- kastið er að ég hef samið hugbúnað sem þýðir á milli íslensku annars vegar og ensku og esperantó hins vegar. Eg byrjaði á esperantó fyrir mörgum árum og þá gerði ég hug- búnað sem þýðir frá esperantó yfir á íslensku. Fyrir rúmlega átta árum byrjaði ég síðan að hanna hugbúnað í báðar áttir á milli ís- lensku og ensku,” segir Stefán um hugbúnaðinn sem hann stefnir á að koma á Netið þannig að allir geti notað hann við þýðingar en það eru ekki til nein almennileg þýð- ingarforrit sem þýða úr íslensku á Netinu. „Forritin sem til eru fást ekki við neinar beygingar þannig að útkoman er yfirleitt ekki upp á marga fiska.” Þýðingarforritin geta gefið ruglingslega útkomu þannig að setning eins og Hver á þessa bók getur orðið Hot spring river this book með aðstoð forrits. Stefán segir að vandinn sé að velja rétta þýðingu og að forritið sé vel úr garði gert. Stefán segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á tungumálum og fyrsta tungumálið sem hann lærði var es- perantó. „Ég byrjaði að læra esper- antó þegar ég var átta ára gamall eftir að ég komst í kennslubók uppi í bókaskáp hjá föður mínum. Það var fyrsta erlenda tungumálið sem ég lærði og ég er félagsmaður í esperan- tófélagi hér heima og í alþjóðlegum esperantósamtökum.” Upphaf es- perantós er rakið til 1887 og það átti upphaflega að vera annað tungu- mál allra manna. Það er auðvelt að læra það og málfræðireglurnar eru án undantekninga og Stefán segir að það taki fimm sinnum styttri tíma að læra esperantó en önnur tungumál. „Þegar ég átti að vera að læra eðl- isfræði í háskólanum var ég oft að glugga í hinum ýmsu tungumálum,” segir Stefán um tungumálaáhuga sinn en hann talar ensku og dönsku og hefur lagt stund á frönsku, þýsku og latínu auk spænsku, ítölsku og rússnesku og segist hafa mjög gaman af því að læra ný tungumál. Stefán segir að eðíisfræðin og tungumálin fari ágætlega saman og það sé helst rökhugsunin og skipu- íögð vinnubrögð sem eðlisfræðin kennir sem nýtist í að læra ný tungu- mál. „Það á reyndar við í öllu öðru sem maður fæst við.” Fyrirlestur Stefáns fer fram í Árnagarði klukkan 12.00 stofu 101. eftir Jim Unger \ Gakktu til móts við framtíðina með fallega húð Modern Friction" for the Body Nature's gentle dermabrasion Nú fær líkaminn að njóta sömu frábæru yngingaráhrifanna og andlitið. Nýja komakremið Modem Friction for the Body frá Origins er mildur valkostur við létta húðslípun. Þessi kremkennda, sléttandi, þykka þeyta með hrísgrjónas- terkju er sérstaklega hönnuð fyrir þau svaeði líkamans þar sem fyrstu merki um aldur gera oft vart við sig, á handleggjum fyrir ofan olnboga, á barmi, öxlum og sköflungum Húð þín verður sléttari, bjartari og yngist öll upp. Árangurinn er undraverður. Útsóluslaðir: Debenhams, Hagkaup Kringlan, Hagkaup Smáralind. Hagkaup Spöngin, Lylja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáralind, Lyha Smáratorg, Snyrtistofan Lipurtá Hafnarfirði, Snyrtistofa Huldu Reykjanesb*. A förnum vegi Hefurðu farið á skíði nýlega? Ragnar Halldórsson, nemi „Það er mjög langt síðan. Þegar ég var svona tveggja ára“ Gunnar Steingrímsson, hafnar- vörður „Nei, ég hef ekki farið á skfði í fjörutíu ár.“ Vöggur Jónsson, eldri borgari „Nei, ég hef ekki farið á skíði í fimmtíu ár.“ Sóley Ósk Einarsdóttir, nemi „Nei, ég fór síðast á skíði fyrir tveimur árum.“ Alexandra Kristjánsdóttir, nemi „Nei, ég hef bara aldreí farið á skíði.“ Viltu tryggja að hann borgi með peningum?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.