Bændablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 16. janúar 20076 Tvö kennileiti sem komið hafa við sögu í lífi mínu hafa horfið á undanförnum dögum. Á ung- lingsárunum bjó ég í næsta nágrenni við Hampiðjuna og kíkti oft þar inn. Ég man að mér þótti hávaðinn í spunavélunum ærandi og hugsaði með mér að þetta væri nú ekki freistandi framtíðarvinnustaður. Nú er þetta hús farið og búið að koma spunavélunum fyrir í nýrri verksmiðju austur við Eystrasalt. Vonandi hafa þeir sem þar vinna mannsæmandi laun fyrir og í það minnsta viðhlítandi varnarbúnað því mér er það í fersku minni að ekki hafði fólkið í gömlu Hampiðjunni neitt til að verja sig fyrir hávaðanum hér forðum. Hitt kennileitið sem hvarf eru verksmiðjuhús Sambandsins sáluga á Gleráreyrum á Akureyri. Ekki hafði ég þar langa viðdvöl en drap þó niður fæti á fyrri- hluta tíunda áratugarins. Þá var Sambandið að heita má liðin tíð og eini reksturinn sem tengdist samvinnuhreyfingunni var skinnasútun fyrir þær landsfrægu flíkur mokkajakka sem prýddu margan manninn á sokkabandsárum undirritaðs. Eins og fram kemur hér aftar í blaðinu var háð nokkur barátta fyrir því að varðveita eitt húsanna sem nú hafa verið rifin, en hún bar engan árangur. Þar var um að ræða tæplega 100 ára gamalt steinhús kennt við Gefjunni. En jafnvel goðsögu- legar verur mega sín lítils þegar kemur að því að svala verslunar- þörf almennings. Í greininni í blaðinu er Þor-steinn Arnórsson að velta fyrir sér ástæðum þess að verk- smiðjurekstur Sambandsins leið undir lok og er það allt rétt og satt sem hann segir. Mér finnst þó vanta einn hluta skýringarinnar sem ég tel ekki veigaminnstan. Ég hef nefnilega alltaf verið þeirrar skoðunar að það sem reið baggamuninn um hrun Sambandsins hafi verið hrun Sovétríkjanna. Ástæðan er einföld: Engin fyrirtæki nutu jafnmikils af þeim verslunarsamningum sem gerðir voru milli Íslands og Sov- étríkjanna á tímum kalda stríðs- ins og fyrirtæki Sambandsins. Hvort sem það var málning, fisk- ur, húfur eða treflar, allt var þetta selt til Rússlands og í staðinn fluttum við inn olíu og Lödur. Það var nú þá. –ÞH Málgagn bænda og landsbyggðar Útflutningur á landbúnaðarafurðum til Bandaríkjanna hefur verið til umræðu að undanförnu, ekki síst eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru hafnar á ný eftir langt hlé. Hefur jafnvel mátt skilja á sumum að þessi útflutningur eigi sér enga framtíð, óháð því hvort hvalveiðar trufli markaðsstarfið. Útflutningur íslenskra land- búnaðarafurða á sér vissulega fremur skrykkjótta sögu í seinni tíð. Erfitt hefur reynst að afla markaða sem tilbúnir eru að greiða það verð sem íslenskir framleiðendur þurfa að fá. Ávallt hefur þó blundað með þeim draumurinn um að geta selt úr landi þá framleiðslu sem umfram er þarfir íslensks markaðar. Þess vegna var Áform sett á laggirnar á tíunda áratugnum til þess að reyna enn einu sinni hvort ekki væri hægt að selja Bandaríkjamönnum lambakjöt á verði sem stendur undir íslenskum framleiðslukostnaði. Ólíkt því sem áður var raunin gekk það vonum framar. Og það var ekki bara lambakjötið sem hlaut hylli hjá bandarískum sælkerum heldur einnig skyr, smjör, súkkulaði og trillufiskur. Í ljósi þessa góða árangurs var sett upp áætlun um það hvernig best væri að standa að þessum útflutningi. Hannaður var ferill vörunnar frá bónda til búðarborðsins í Whole Foods sem byggðist á því að íslenskir bændur byrjuðu að ná fé af fjalli um miðjan ágúst í því augnamiði að koma kjötinu í gáma sem fluttir yrðu með skipum til Bandaríkjanna. Stefnt var að því að senda sem mest af kjötinu með skipum því það er u.þ.b. 65 krónum dýrara að flytja hvert kíló með flugi. Einnig var hugsað fyrir öllum pappírum sem tengjast svona útflutningi. Eftir þessari áætlun var unnið haustið 2004. 80% af kjötinu var flutt með skipum í lofttæmdum umbúðum sem tryggja 90 daga geymsluþol. Þetta ár var allt hagstætt, áætlunin stóðst í öllum aðalatriðum og gengi Bandaríkjadals var viðunandi. Niðurstaðan varð sú að framlegðin af þessum útflutningi varð mun betri en náðist með útflutningi til nokkurs annars lands. Sveiflukennd framlegð Árið eftir fór hins vegar allt á verri veg. Fyrir því voru ýmsar ástæður. Erfið tíð seinkaði smalamennsku og ekki reyndist unnt að hefja slátrun nægilega snemma. Fyrir vikið varð pökkun kjötsins það seint á ferðinni að flugið var eini mögulegi flutningsmátinn. Nú snerust hlutföllin við og 80% kjötsins fóru með flugi. Við það varð pappírsgangurinn erfiðari og auk þess komu upp vandamál við heilbrigðisskoðun vestra, sem leiddu til þess að eyða þurfti einhverjum tonnum af kjöti. Reyndar kom í ljós, að um mistök eftirlitsmanna var að ræða , a.m.k. í einu tilfellinu. Þessu til viðbótar var gengisþróunin afar óhagstæð útflutningnum þetta árið. Dollarinn fór niður undir 60 kr.. Niðurstaðan varð því að framlegðin snarminnkaði og samanburðurinn við aðra útflutningsmarkaði, einkum Færeyjar, varð allur annar og óhagstæðari en árið áður. Þrátt fyrir þessi áföll hélt áhugi Bandaríkjamanna áfram að vaxa og þegar kom fram á árið 2006 var ljóst að hann var meiri en íslenskir framleiðendur töldu sig geta sinnt. Árið 2005 sat í þeim og áhuginn fór greinilega dvínandi. Eftir töluvert stímabrak og margar símhringingar tókst þó að útvega 62 tonn af kjöti og senda vestur, verulegan hluta þess með flugi. Þetta var fjarri því að fullnægja óskum Whole Foods sem vildi fá 150 tonn af unnu kjöti. Með þetta í huga er svo sem skiljanlegt að einhverjir vilji slá þennan útflutning af. Íslenskir framleiðendur þurfa að gera það upp við sig hvort rétt sé að halda honum áfram. Verði svarið jákvætt þurfa menn að vera reiðubúnir að taka því að framlegðin sveiflist til. Sé reynt að rýna í framtíðina má ljóst vera að lambakjötið þarf að takast á við samkeppni frá innfluttu kjöti í náinni framtíð. Það hefur í för með sér enn frekari fækkun fjár og minni framleiðslu, nema markaðir finnist í útlöndum sem greiða gott verð fyrir þetta úrvalskjöt. Um það snýst starf Áforms ásamt því að koma jafnframt öðrum vörum á markað eins og áður getur. Telja menn að það sé fullreynt? Eig um við að hætta út flutn ingi á ís lensku lamba kjöti? LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Um ræð an um mat væla verð ið bloss aði upp enn einn gang inn nú í árs byrj un. Eins og fyrri dag inn birt ust full trú ar versl un ar inn ar í fjöl miðl um til að tjá sig um ástæð ur fyr ir háu verði á mat væl um. Það væri synd að segja að þeir hefðu eitt hvað nýtt fram að færa. Enn sem fyrr er það land bún að ur inn með sína of ur tolla og inn flutn ings tak mark- an ir sem á sök ina að þeirra mati. Í bak- grunni mátti sjá tals menn Sam fylk ing ar inn- ar kinka kolli og segja al menn ingi að þeir þekki mein semd ina, vernd ar stefnu land- bún að ar ins, sem þeir muni að sjálf sögðu upp ræta við fyrsta tæki færi. Í þess ari um ræðu vant aði eins og áð ur að menn spyrðu sig ým issa spurn inga sem hljóta að leita á þá sem kynntu sér töl fræð- ina sem hrintu um ræð un um af stað. Hvers vegna eru tolla laus ir ávext ir svo dýr ir sem raun ber vitni? Og hvað um brauð ið, gos ið og kex ið sem eng inn toll ur er greidd ur af? Því er held ur ekki hamp að í um ræð unni að ís lensk bú vara er ekki nema um 5% af út gjöld um heim il anna og fer minnk andi. Það merk ir að þótt bænd ur gæfu all ar af urð ir sín ar myndi hlut fall út gjalda til mat- ar kaupa ekki lækka nema um 2%. Samt er svo að skilja á tals mönn um stór versl- an anna að það séu ein mitt þessi 2% sem nauð syn legt sé að losna við svo hægt sé að lækka mat ar reikn ing ana. At burða rás in und an farn ar vik ur hef- ur líka ver ið at hygl is verð. Rík is stjórn in kynnti í haust að gerð ir sín ar til að lækka mat væla verð en á und an förn um vik um hafa birgj ar og fram leið end ur hækk að verð á vör um sín um og boða enn frek ari hækk- an ir. Sum ar þess ara hækk ana eru ef laust eðli leg ar en í öðr um til vik um læð ist að mönn um sá grun ur að ver ið sé að safna í sjóði fyr ir lækk un ina 1. mars. Bænd ur hafa á hinn bóg inn tek ið á sig verð stöðv- un á mjólk í tvö ár á sama tíma og að föng til þeirra hækka um tugi pró senta. Full trúi Sam taka versl un ar og þjón ustu vildi þó ekki kann ast við að verð stöðv un á tím um verð bólgu jafn gildi verð lækk un. Hvar eru mót mæli smá sölu versl un ar inn- ar gegn þess um hækk un um birgj anna? Það fer ekki mik ið fyr ir þeim. Versl un in hef ur ekki sýnt neinn áhuga á að leggja fram sinn skerf til þess að lækka mat væla verð. Þar á bæ er tal að um að sam keppn in leiði til verð lækk un ar en all ir vita að á smá sölu- mark aði rík ir fá keppni. Þeg ar bet ur er rýnt í hinn evr ópska sam- an burð á verð lagi kem ur í ljós að hlut ur vöru flokk anna er æði mis jafn. Al mennt var verð lag 46% hærra en meða tal ESB- 15. Því skal ekki á móti mælt að kjöt verð hækk aði mik ið á milli þess ara ára, 2003 og 2005 enda ástand á kjöt mark aði af ar sér stakt fyrra ár ið. Verð til fram leið enda var langt und ir fram leiðslu kostn aði vegna verð stríðs. Mjólk, egg og ost ar hafa hins veg ar ekki hækk að nema um 1% og smjör hef ur bein lín is lækk að í verði. Það hef ur hins veg ar ekki far ið hátt í um ræð unni að fisk ur hækk aði veru lega á milli þess ara ára og er nú hvergi dýr ari í Evr- ópu nema í Sviss! Og býr þó ís lensk ur sjáv- ar út veg ur ekki við neina vernd ar tolla. Og ef fisk sal ar not uðu hátt kjöt verð sem skálka- skjól og ástæðu til verð hækk ana, hvers vegna hækk aði mjólk ur verð ið þá ekki í takt við hækk un á gos drykkj um og söf um? Það vakna líka ýms ar spurn ing ar af mál- flutn ingi versl un ar inn ar. Nú hef ur ver ið boð uð allt að 40% lækk un tolla á óunnu kjöti. Má þá ekki eiga von á því að versl- un in lækki álagn ingu sína í kjöl far ið? Ætti ekki að vera svig rúm til þess eft ir svo kall að svim andi háa kjöt verð und an far inna mán- aða? Eða verð ur áfram sama þörf in fyr ir inn flutn ing á kjöti og ver ið hef ur, að mati tals manna versl un ar inn ar? Og vel á minnst, ef það verð ur leyft, hvert ætl ar versl un in að skila því sem ekki selst eins og nú er gert? Síð ast en ekki síst velta menn því fyr ir sér hvort versl un in ætli að skila neyt end um þeim lækk un um sem boð að ar hafa ver ið. Verð lags könn un ASÍ fylg ist með því og verð ur fróð legt að fylgj ast með henni. Á næstu mán uð um verð ur háð kosn inga- bar átta hér á landi og þá verð ur mat væla- verð ið ef laust til um ræðu. Bænd ur gera þá hóf sömu kröfu til stjórn mála manna og ann- arra sem blanda sér í þá bar áttu að um ræða um verð lag verði sann gjörn og taki til allra þátta, að hún fjalli líka um dýr föt, há an hús næð is kostn að og fisk. Síð ast, en ekki síst, að verð lag sumr æða sé sett í sam hengi við lífs kjör þjóð ar inn ar. HB Hvað ætl ar versl un in að leggja fram til lækk un ar á mat ar verði?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.