Bændablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Þriðjudagur 16. janúar 200725 Hjón in Sig urð ur Hrafn Jök uls son og Helga Hall dóra Ág ústs dótt ir búa að Vatni í Hauka dal ásamt dótt ur sinni, Sunnu Sól. Þau taka sér ým is legt spenn andi fyr ir hend- ur. Sig urð ur er skóla bíl stjóri fyr- ir grunn skól ann í Búð ar dal sem og stað ar hald ar inn að Ei ríks stöð- um í Hauka dal. Helga kenn ir við grunn skól ann ásamt því að sitja í sveit ar stjórn Dala byggð ar og hef- ur brátt mast ers nám við Há skól- ann á Bif röst. Þau tala um sig sem hob bí bænd ur með rúm lega 400 sauð fjár og stunda hrossa- rækt með um 40 hesta. Þeg ar blaða mann Bænda blaðs- ins bar að garði var Sig urð ur að störf um í fjár hús un um ásamt Jóni Þór Jón as syni. Þar keppt ust þeir við að setja nýtt gólf í fjár hús in, plast gólf að hætti Lamb eyra bænda, ásamt því að sjálf gjafa kerfi var gert til bú ið til upp setn ing ar. „Við er um nú bara hob bí bænd- ur hér og höf um þess ar 450 kind ur sem hob bí en setj um reynd ar mark- ið á að fjölga um 300 roll ur. Sauð- féð á að reka sig sjálft, sem það rétt ger ir. Einn bónd inn hér í ná grenn- inu seg ir, að það eigi að vera sama vinn an við að fóðra einn til tvo hamstra og að sinna 400-500 fjár og því er ráð ist í þess ar breyt ing ar. Mað ur þor ir ekki að hætta því mað- ur er bund inn átt haga fjötr um en hér ólst ég upp og keypti jörð ina af móð ur minni fyr ir nokkr um ár um,“ seg ir Sig urð ur. Eins og ör orku bæt ur á vernd uð um vinnu stað Eins og fram kom hér áð ur taka þau hjón in sér ým is legt fyr ir hend ur en tölu verð um tíma eyða þau í sauð féð og hest ana sína. „Jörð in Vatn er frá nátt úr unn ar hendi frá bær sauð fjár jörð, á vor in þarf að eins að leyfa kind un um að rölta sjálf um upp í fjall og ef það eru ein hverj ar sem ekki fara af sjálfs dáð um þá flýja þær flug una sem kem ur upp úr miðj um júní. Þeg ar fer að hausta fer flug an og við smöl um og eig um fulla haga af grasi í kring um bæ inn. Úr því að mað ur hef ur ekki hætt þessu und an- far in tíu ár þá hætt ir mað ur ekki úr þessu. Ég hef þá skoð un að sjálf sagt verði aldr ei hægt að rækta sauð fé án rík is styrkja sem og að menn verði að hafa það í sér að geta rækt að og bú ið með sauð fé. Það er al gjör lega nauð syn legt að styrk irn ir renni til þeirra sem fram leiða kjöt ið, það er for senda þess að kerf ið virki. Ekki hafa þetta eins og er í dag að kvót- inn safn ast á fá ar hend ur þar sem menn fram leiða lít ið og taka til sín fram leiðslu styrki. Það er að mínu mati líkt og að vera með ör orku bæt- ur á vernd uð um vinnu stað,“ seg ir Sig urð ur ákveð inn. Heim il is fólk ið á Vatni hef ur ákaf- lega gam an af að sýsla við hest ana sína en það hafa þau gert í nokk ur ár. „Hjá okk ur fæð ast 5-7 fol öld á ári und an úr vals hest um og mera- stofn inn er allt af að batna. Góð ur vin ur minn sagði eitt sinn um okk ur hesta menn að mað ur geti ekki allt af tap að pen ing um, held ur ger ist það fyr ir rest! Mað ur hef ur það að mark- miði að rækta millj óna gæð ing inn sem kem ur til með að veita okk ur áhyggju laust ævi kvöld en eins og frú in mælti svo vel þarna um ár ið; „Minn tími mun koma“, þó að henn- ar tími sé nú reynd ar ekki kom inn enn. Kannski verð ur það einn ig svo með okk ur og millj óna gæð ing inn, hver veit?“ út skýr ir Sig urð ur og bros ir breitt. Stærsta líf æð Dal anna Ár ið 2004 tóku Sig urð ur og Helga við sem stað ar hald ar ar á Ei ríks stöð- um í Hauka dal, fæð ing ar stað Leifs heppna. Starf sem þau sinna af mikl- um áhuga og al úð. „Ei ríks stað ir voru form lega vígð- ir ár ið 2000, um það leyti sem vík- inga skip ið Ís lend ing ur lagði af stað úr Búð ar dal til Am er íku. Ei ríks stað- ir eru stærsta líf æð Dal anna í ferða- þjón ustu og það merki leg asta sem við höf um að sýna,“ út skýr ir Sig- urð ur. „Ei ríks stað ir eru lif andi safn, við klæð um okk ur í föt sem líkj ast því sem var á þess um tíma, kveikj um upp eld í hús inu, vinn um hand verk frá þess um tíma eins og vatt ar saum og spjald vefn að og fræð um fólk um vík inga tím ann. Það er mik ið líf á sumr in hjá okk ur á Ei ríks stöð- um og nær há punkti aðra helg ina í júlí þeg ar við höld um Leifs há tíð. Einn ig er tölu vert um að vera á vet- urna því þá tök um við iðu lega á móti skóla börn um í sam vinnu við tóm stunda búð ir UM FÍ á Laug um í Sæ lings dal. Um það bil 1000 börn heim sækja Ei ríks staði á hvorri önn á vet urna,“ seg ir Helga. Nýtt landa funda safn í burð ar liðn um Ei ríks stað ir eru í sam tök um um sögu tengda ferða þjón ustu og leggja þau hjón in sitt af mörk um til að vinna það sem best úr hendi. Bæði eru þau mikl ir bóka orm ar og hafa les ið sér ógrynn in öll til í sagn fræði og að sjálf sögðu í vík inga sög um. „Fram und an er að setja á lagg- irn ar sér stakt Landa funda safn um landa fundi Leifs í gamla kaup fé- lags hús inu í Búð ar dal og það verð- ur von andi opn að í vor en þetta er mjög spenn andi verk efni. Sagt er að ferða mað ur inn þurfi að hafa þrjá áhuga verða staði til að stoppa á til þess að hann dvelji á svæð inu, nýti sér þjón ustu heima manna og gisti. Við ætl um okk ur að gera það; finna tvo slíka merki lega staði til við- bót ar og gera þá að gengi lega fyr ir ferða menn,“ seg ir Helga sann fær- andi röddu. „Við ætl um að finna laug ina henn ar Guð rún ar Ósvíf urs dótt ur úr Lax dælu á Laug um í Sæ lings dal en það finnst okk ur vera fal leg asta vík- inga sag an. Við Dala menn eig um eft ir að vinna miklu meira með þá sögu og mark aðs setja hana fyr ir ferða menn,“ bæt ir Sig urð ur við og ljóst er að mál efn ið er þeim hjón um hug leik ið og frek ari „staða fund ir“ munu án efa verða í nán ustu fram- tíð. ehg Stað ar hald ar inn á Ei ríks stöð um í Hauka dal: Með vík inga blóð í æð um Einn merk asti land könn uð ur sög unn ar „Ei rík ur rauði og kona hans Þjóð hild ur reistu sér bú á Ei ríks stöð um í Hauka dal, eft ir því sem seg ir í Ei ríks sögu rauða. Þar er tal ið að Leif ur heppni sé fædd ur. Ei rík ur var gerð ur út læg ur af Ís landi fyr ir víga sak ir og leit aði þá landa í vestri. Fann hann land er hann nefndi Græn land. Þang að flutti hann með fjöl skyld una ár ið 985 eða 986 og fjöldi fólks fylgdi hon um. Leif ur kann aði Vín land ár ið 1000, fyrst ur Evr ópu búa, nær 500 ár um á und an Kól umb usi. Leif ur heppni er því með al merk- ustu land könn uða sög unn ar. Rúst ir Ei ríks staða voru kann að ar fyr ir miðja síð ustu öld og aft ur 1997-1999. Kom þá í ljós skáli frá 10. öld og eru rúst ir hans sýni leg ar. Skammt frá rúst un um var reist til gátu hús sem var vígt ár ið 2000, á 1000 ára af mæli landa funda Leifs í Am er íku. Við bygg ing una var lögð áhersla á að styðj ast við rúst irn ar, rann sókn ir og fornt verk lag. Í bæn um er lif andi starf semi og fólk klætt að forn- um sið fræð ir gesti. Þá eru sögu skilti á svæð inu og stytta af Leifi eft ir Nínu Sæ munds son.“ Sjá frek ari upp lýs ing ar á www.leif.is. FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS auglýsir styrki til rannsókna- og þróunar- verkefna á árinu 2007: Framleiðnisjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna á sviði landbúnaðar á árinu 2007. Lögð er áherzla á að verkefnin séu til þess fallin að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði. Forgangs njóta verkefni sem efla nýsköpun og fjölbreytni innan hins nýja landbúnaðar. Umsóknum skal skilað fyrir 20. febrúar n.k. til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3 - 311 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð er einnig að finna á heimasíðu sjóðsins, veffang: www.fl.is. Stefnt er að því að ljúka afgreiðslu umsókna fyrir lok mars n.k. Ath. að sérstök viðfangsefni á sviði þróunarverkefna einstakra búgreina falla einnig innan hins auglýsta skilafrests. Minnt er á að áður auglýstur skilafrestur umsókna um 40 ára afmælisstyrki FL rennur út 31. janúar n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími 430-4300 / myndsími 430-4309 / netfang fl@fl.is Eiríksstaðir í Hauka dal, fæð ingarstaður Leifs heppna, að sum arlagi en þar er jafn an mik ið líf á sumr in og nær hámarki aðra helg ina í júlí þeg ar hald in er sér stök Leifs hátíð. Fjölskyldan að Vatni í Hauka dal með einn af heim ilishundunum, Pen ný, sem er hrein ræktaður Bor der Collie. Sig urður Hrafn, Helga Hall dóra og dóttirin Sunna Sól uppá búin að vík ingasið. „Eiríksstaðir eru lif andi safn, við klæð um okk ur í föt sem líkj ast því sem var á þess um tíma, kveikj um upp eld í hús inu, vinn um hand verk frá þess- um tíma eins og vatt arsaum og spjald vefnað og fræð um fólk um vík inga- tímann,“ seg ir Helga. Sig urður fræð ir hér skóla börn um sögu Leifs heppna yfir glóð areldi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.