Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 15

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Side 15
Ég fylgi hér sömu málvenju og í fyrri ritgerðum mínum (Steindórs- son 1937, 1943 og 1945), að flokka mýrarnar eftir rakastigi þeirra og að nokkru eftir uppruna. Eftir því eru megindeildir íslenzka mýrlend- isins þrjár: flói, flœðimýri og mýri, en auk þess er sérstakt gróðurfélag í dýjinn. Hér er einkum að ræða um flóa og mýri, þótt flæðimýri komi að vísu fyrir, en eins og síðar mun sýnt, geta mörk hennar og flóans orðið býsna óskýr a. m. k. í hálendinu. A. Flói (The flói (swamp) vegetation). Flóinn er blautastur alls mýrlendis (Steindórsson 1945 s. 381). Hann er útbreiddur í öllu votlendi hálendisins. Af svæðunr þeim, sem hér er fjallað um, er mest um hann á Holtavörðuheiði. Flóagróður er alls staðar einleitur og fáskrúðugur. Langalgengasta tegundin er kló- fífa eða brok (Eriophorum angustijolium), og setur hún svip sinn á langstærstu svæðin. Gróðurhverfi flóans lief ég flokkað í fjórar gróður- sveitir: brokflóa, gulstararflóa, Ijósustararflóa og hengistararflóa. a. Brokflói (Eriophoretum angustifolii). Þetta er algengasta og víðáttumesta gróðursveit flóans. Þar sem hún finnst er mjög blautt, en þó ekki svo að vatn fljóti ætíð yfir gróður- sverðinum, t. d. getur brokflóinn Jrornað nokkuð um hásumarið. Um- hverfis tjarnir verður brokið stundum mjög stórvaxið, og minnir þar nokkuð á hástarabeltið (Magnocaricion) í nágrannalöndunum. Ef svo hagar til í brokflóanum, að regluleg uppistaða vatns myndist þar ein- hvern lduta úr árinu hverfur brokið að mestu eða öllu en mýrastör (Ca- rex nigra)* kemur í þess stað. Gróðurmagn brokflóans er allmikið, og því jafnan í honum mikill sinuflóki. Gróðurbreiðan er að mestu sam- felld og mosi lítill. Flóinn er hallalaus að kalla, svo að vatnið stendur kyrrt að mestu. Yfirborð brokflóans er að mestu slétt, en þó getur hann verið smáþýfður, þar sem þurrast er, og verður þá oft erfitt að draga mörkin milli mýrar og flóa. Oft er brokflóinn torveldur yfirferðar sak- ir þess, hve rótfúinn hann er. Mómyndun er lítil hvarvetna um há- lendið. Algengustu tegundir brokflóans eru, brok eða klófífa (Erioj)horum angustifolium), hengistör (Carex rariflora) og hálmgresi (Calamagros- tis neglecta). Eftir því sem bezt verður séð stendur brokflóinn mjög * Latnesk heiti eru hér sömu og i Flóru íslands, 3. útg., nema C.arex nigra í stað C. Coodenoughii og C. Bigelowii = C. rigida. tímarit um íslenzka grasafræði - Flóra 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.