Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Blaðsíða 102

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Blaðsíða 102
nokkuð, einkum stafurinn, en er þó yfirleitt þykkvaxnari en kúalubbi. Auðvelt er að þekkja þennan svepp frá kúalubba á áðurnefndum litareinkennum, sem kúa- lubbinn hefur ekki. Eins og áður er getið fannst sveppurinn fyrst hjá Skeri á Látraströnd. A síðast- liðnu sumri fann ég hann aftur, skammt innan við Látra, í svo nefndum Látra- kleyfum, á tveimur stöðum. Ennfremur fann ég sveppinn þetta sama sumar, skammt fyrir utan eyðibýlið Gil í Hvalvatnsfirði, og fyrir ofan Hvamm í Höfðahverfi. Loks fann svo Helgi Jónasson á Gvendarstöðum sveppinn á nokkrum stöðum í Skjald- fannardal í N.-ísafjarðarsýslu, og færði mér eintök af honum þaðan. Boletus versipellis er ein þeirra sveppategunda sem fylgja birkinu, enda þótt liann geti einnig vaxið með öðrum trjátegundum, svo sem ösp og jafnvel beyki. Allsstaðar þar sem ég hefi fundið sveppinn, vex hann í lágu kjarri af skriðbirki (Betula pubescens v. procumbens). t Höfðahverfinu óx hann þó í hálfgerðum skógi. Útbreiðsla Boletus versipellis hér á landi er harla einkennileg, enda þótt öll kurl séu ekki komin til grafar, hvað snertir þekkingu á útbreiðslu hans. Hann virðist semsé bundinn við útsveitirnar á skaganum austan Eyjafjarðar. Fundur hans á Vestfjörðum, við norðanvert ísafjarðardjúp, er í fullu samræmi við þetta. Vanda- mál útsveitarplantnanna á Norðurlandi hefur enn ekki verið leyst til fullnustu, en margt bendir til þess að útbreiðsla þeirra eigi sér sögulegar orsakir, og miðist við útbreiðslu jökla á ísöldinni. Hef ég áður bent á það með berserkjasveppinn (Amanila muscaria), að hann virðist fylgja svipuðum útbreiðslureglum og margar miðsvæðaplönturnar, sem Stein- dór Steindórsson kallar svo. Það sama virðist einnig gilda um ætilubbann (Boletus edulis), en hann fann Helgi Jónasson einnig i Skjaldfannardal á síðastliðnu sumri. Hefur sú tegund þá fundizt í öllum landsfjórðungum, nema á Suður- og Suðvesturlandi, og virðist hún þvi hafa mjög svipaða útbreiðslu og berserkjasveppurinn. Boletus veisipellis er nokkuð algeng tegund um norðan- og vestanverða Evrópu, allt norður í Lappland. Einnig hefur hann fundizt á Grænlandi. Hið fræðilega nafn tegundarinnar hefur jafnan verið nokkuð á reiki. Linné gaf henni upphaflega nafnið Boletus versipellis. Síðar hefur þó komið í ljós, að það sem Linné meinti með þessu nafni er sennilega fleiri en ein tegund. Elias Fries nefndi tegundina Boletus rtifus, og mun þá fyrst og fremst liafa átt við þá sveppi, sem vaxa með birkinu. Loks hefur verið notað nafnið B. rufescens, sem er kennt við svisslendinginn Secretian. Erfitt er að segja hvert þessara nafna er raunverulega gilt, þar sem tegundin hefur enn ekki verið fullkomlega afmörkuð gagnvart skyld- um tegundum. Hef ég því kosið að nota liið gamla nafn Linnés. Boletus versipellis, er eins og áður getur, líkur kúalubbanum og lionum skyldur, enda fyigja báðar tegundirnar birkinu. Þeir sem skifta kyninu Boletus niður í smærri kyn (ættkvíslir), telja þessar tegundir venjulega saman og hafa verið notuð um þá ýmis nöfn, svo sem Leccinium, Krombholzia og Trachypus. Þriðja tegundin af þessu kyni er B. duriusculus Kalchbr. et Schulz., sem stundum hefur verið talin deilitegund af B. rufus, og einnig vex með birki og ösp. Sum eintökin úr Skjald- fannardal líkjast þessari tegund og gætu vel verið hún, en ekki verður það fullyrt eftir jrurrkuðum eintökum eingöngu. Hugsanlegt er einnig að þar sé um að ræða tegundina B. pseudoscaber Kallenbach., sem einnig vex með birki erlendis. Allt þarfnast þetta nánari athugunar og raunar ekki sízt sjálfur kúalubbinn, sem er afar breytilegur. 100 Flóra - tÍmarit um íslenzka grasafr.ebi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.