Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 33

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 33
þýfið er stórgert er ætíð nokkur gróðurraunur þúina og lauta. Þá er nær ætíð Rhacomitrium í þúfunum. Rakaskilyrði eru lík í stinnustarar- og starungsmýri. Þó verður stinnustararmýrin naumast nokkurn tíma eins blaut og starungsmýrin getur blautust orðið. Vatn stendur aldrei kyrrt í stinnustararmýrinni, því að henni hallar að öllum jafnaði. Þó eru oft hallalítil stinnustarar- belti meðfram flóasvæðum, og verða mörkin milli mýrar og brokflóa þá næsta óskýr. Þar sem stinnustar- armýrin er þurrust verður víðir (Sa- lix) og mosi (Rhacomitrium) svo áberandi að hún hverfur oft án 4. mynd. Carex rigida mýri og flói. greinilegra marka yfir í víðiheiði eða mosaþembu (Salicetum or Rhacomitrietum). 4. mynd sýnir venju- iega afstöðu þessara gróðurfélaga. Stinnastör (C. Bigelowii) er hvarvetna kunn að því að vaxa við næsta ólík skilyrði, einkum misjafnan raka. Nordhagen kallar hana ,,i ökologisk henseende en overordentlig elastisk planteart" og rekur dæmi þess, að hún finnist bæði í súrum og basiskum jarðvegi. Gagn- vart snjólagi segir liann, að liún finnist strjálvaxin að vísu í snjófæln- um gróðurhverfum, enda þótt hennar „egentlige dominansareal faller paa typisk snölejemark. I Sikilsdalen er det meget faa forbunn som gaar fri for denne plantes expansjonslyster“, þó vex hún þar ekki „paa de fugtigste myrmarker med stagnerende vann“. Hún vex þar í fugla- þúfum og seltúnum, en vantar venjulega í velþroskað blómlendi. „Hvad alsidighed angaar torde C. Bigelowii være uten sidestykke i Nordeuropas flora“. (Nordhagen 1943 s. 250—251). Þessi ummæli geta átt að mestu við á íslandi. Um afstöðu hennar til rakans má þó segja, að á láglendi er hún miklu mest þutrkplanta. Hún vex þar nær ein- göngu í þurru mólendi, og nær ekki að ráði út í mýrarnar út fyrir jað- arinn, og vex þar eingöngu í þúfnakollum. í hálendinu er hún hins vegar ríkjandi tegund í fjölda gróðurhverfa frá blautri mýri til hinna þurrustu heiðahverfa og jafnvel á melum. Hún finnst, strjál að vísu, í blautum flóa. Hún dafnar vel í fuglaþúfum, og þar sem áburðar nýt- ur við fjallakofa og beitarhús rétt eins og í seltúnunum norsku. Um afstöðu stinnustarar til sýrufars í íslenzkum jarðvegi get ég ekkert sagt, því að rannsóknir í því efni vantar. En þess iná geta að tiltölulega litl- ar sveiflur eru á sýrufari í íslenzkum jarðvegi, og þær tegundir, sem eru tíðastir fylginautar stinnustarar munu flestar vera hlutlausar með tilliti til sýrufars. Gagnvart snjólagi virðist stinnastör haga sér dálítið öðruvísi hér en TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓrtl 3 1 ; >b,nirTr>hrnJrtrrT77Tt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.