Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 79

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 79
HELGI HALLGRÍMSSON: DE RHODIOLAE ,£v(efla bilaðan Ucknar kolL" - E. Ól. Enn minnast margir gömlu íslenzku torfbæjanna, með burnirót milli burstanna og vallhumli á vegglaginu. Þessir bæir gerast nú sjaldgæfir, og með þeim hverfur úr sögunni sérstakt gróðurlendi, sem hefur lítt verið kannað. Burnirótin var ein af einkennisplöntum þessa gróðurlendis. Hún óx oftast út úr veggstálinu, milli burstanna, mynd- aði þar þétta brúska, sem lituðust gullrauðir er á sumarið leið. Hún átti sinn þátt í því að fegra þessa bæi og gefa þeim líf. Ekki eru torfbæirnir þó aðalvaxtarstaðir burnirótarinnar. Kletta- skorur og syllur eru hennar kjörlendi, en þar að auki vex hún víða á melum og grjótöldum til fjalla. Tilvera burnirótarinnar á torfbæjun- um er því nokkurt undrunarefni, og varla er hún þangað komin af eigin rammleik. Það er gömul trú, að burnirótin varni bruna. Hefur þessi trú varð- veizt í Noregi allt fram á okkar daga. Hérlendis mun hún að mestu týnd. Þó er mér kunnugt um, að gamalt fólk í Þingeyjarsýslu þekkti þessa trú og virti hana. Burnirótin í húsveggjunum er hins vegar aug- ljós sönnun þess, að þessi trú hefur einnig verið ahnenn á íslandi áð- ur fyrr. Burnirótin er því komin í veggina af manna völdum, hún liefur verið gróðursett þar sem brunavörn. Skal þó ódæmt hversu vel hún liefur valdið því hlutverki. Prófessor Nordhagen í Oslo hefur rannsakað þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu, að hér sé um ruglun að ræða. Upprunalega lirunavarnaplantan sé ekki burnirótin, lieldur sú planta sem almennt kallast þaklaukur (Sempervivum tectorum), en hann er algengur á torfþökum og stráþökum um sunnanverða Evrópu. Blöð þaklauksins eru þykk og safamikil og mynda stórar hvirfingar. Þar sem mikið óx af lauknunt á þakinu gat hann því varnað íkviknun af neistum sem féllu á þakið. Þessu er hins vegar varla til að dreifa með burnirótina, enda vex hún sjaldan á sjálfu þakinu heldur á veggjunum. En vegna þess hversu sjaldgæfur þaklaukurinn er í Noregi, telur Nordhagen, að nytjar hans hafi yfirfærzt á burnirótina. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAKRÆÐI - FlÓra 77 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.