Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Síða 105

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Síða 105
HEIMILDIR Löve, Áskell (1948) Íslenzkar jurtir. Kaupmannahöfn. Oskarsson, Ingimar (1929) En botanisk Rejse til 0st-ísland samt Reyðarfjörðurs Karplanteflora. Bot. Tidsskr. 40. Stefánsson, Stefán (1948) Flóra íslands III. útg. Helgi Hallgrimsson. ÞORRAGRÓÐUR. hess er nokkrum sinnum getið í annálum, að grös spruttu á þorra. Ekki hefur sá gróður þótt langvarandi, sem varla er von, og ekki heldur góugróðurinn, sem þó er algengari. Síðastliðinn vetur (1963—64) hefur verið eindæma mildur um land allt. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hefur aðeins komið einn annar slíkur á þessari öld, en það er veturinn 1929. Allt frá nóvemberlokum til aprílloka mátti heita að veturinn væri óslitið blíðviðri. Strax í janúarlok, eða í þorrabyrjun, mátti sjá þess merki á Akureyri, að gróður var farinn að skjóta upp kollinum. Helzt voru það ýinsar útlendar slæðingsplöntur eins og kerfill (Anthriscus) eða tvítönn (Lamium), en einnig nokkrar ræktaðar runnategundir, svo sem Lonicera og Crategus, sem ekki virtust standast mátið i þessu góðviðri. En ekki leið á löngu, þar til heimula og túnlífill og fleiri alíslenzkar plöntur fóru að bæra á sér. Er jafn- vel sagt, að fíflar hafi blómgazt á þorranum suðvestanlands. A góunni tóku svo ýmis tré að rumska, einkum reynir og lerki, en runnar urðu þá víða grænir. Þann 15. marz fann ég útsprungið vorblóm (Draba) í klettum fyrir ofan bæinn. Um sama leyti tók og vetrarblómið (Saxifraga ol)positifolia) að blómg- ast. Þann 2. apríl bættist svo vorperlan (Erophila verna) í liópinn, og ýmsar víði- tegundir. I aprílbyrjun var lerki víða allaufgað og grænt orðið, og sömuleiðis reynir á einstaka stað. Þá var og alaskaösp byrjuð að laufgast. Ottuðust margir að þá myndi endurtaka sig sagan frá Suðvesturlandi árið áður, þegar ösp, víðir og ýmis barrtré eyðilögðust í stórum stfl, í vorhreti. Ekki kom þó til svo alvarlegra atburða. Veður kólnaði að vísu nokkuð eftir miðjan aprfl, en ekki svo að það ylli neinum verulegum skaða á gróðri. Nú þegar þetta er skril'að, um miðjan maímánuð, virðist þessi hætta vera liðin hjá, og má það kallast ntikil mildi af forsjóninni. Þrátt fyrir góðærið hefur birkið, þetta gáfaða tré okkar íslendinga, ekki farið sér að neinu óðslega, en þó er það nú um það bil að laufgast, og vantar aðeins fáeina góða daga til að það verði allaufgað. Meðallaufgunartími birkisins hér er 2—3 júní, og sést af því, að birkið er aðeins um hálfum mánuði á undan venjulegum laufgunartíma, þar sem reyiiirinn og sér- staklega þó lerkið munu vera um 1—1,5 mánuðum á undan venjulegum tíma. Helgi Hallgrimsson. TÍMARIT UM ÍSI.ENZKA GRASAFR/F.m - FlÓm 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.