Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 112

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Page 112
plöntutegundir eða mikill hluti þeirra, hafi lifað af fstfmana á þessum sömu svæðum, og dreifzt þaðan. Þessar niðurstöður rekur Steindór í grein í Arsriti Ræktunarfélags Norðurlands, 1954. Árið 1962 kemur svo út rit það, sem hér vcrðtir gert að umræðuefni. Eins og titillinn segir, fjallar það um ald- ur og innflutning íslenzku flórunnar. Er þar gerð skýr og ftarleg grein fyrir áðumefndnm niðurstöðtim höfundar hennar. Bókin er 157 bls. og skiftist í fimm meg- inkafla, auk inngangs þar sem höf. rekur sögu þessara skoðana. í fyrsta kafla ritsins ræðir höf. möguleika innflutnings og ísald- arstöðu plantna. Hann rekur þar einnig ítarlega, það sem vitað cr um gróður á millifsaldarskeiðum hér á landi, og er það furðu mikið. Þegar sleppt er innflutningi af völdum manna, telur liöfundur mögu- leikana á innflutningi plantna eftir ísöld sáralitla. Hann bcndir einnig á þann lær- dóm, sem draga megi af núverandi jökul- svæðum á Grænlandi og íslandi um fsald- arstöðu plantna hér. Annar kafli bókarinnar fjallar um þær plöntutegundir, sem í Skandinavíu hafa vcr- ið kallaðar vesturarktískar eða vesturheim- skautsplöntur. Plöntur þessar eru álitnar hafa dreifzt frá Grænlandi til Skandinavíu fyrir ísöld eftir hugsanlegum landbrúm. Tegundir þær, af þessum flokki, sem fyrir koma hér á landi virðast yfirleitt vera hundnar \ið hugsanleg fslaus svæði, sem bendir ótvfrætt til ísaldarstöðu þeirra hér. Þriðji kafli fjallar um íniðsvæðaplöntum- ar, sem höf. kallar svo, en útbreiðsla þeirra virðist að miklu leyti bundin við cftirfar- andi svæði á landinu, Eyjafjarðarsvæði, Austfirði, Vestfirði og Mýrdalssvæðið. Sum- ar af tegundunum finnast aðeins á einu þessara svæða, en fleiri eru þó þær, sem finnast a. m. k. á tveimur og allmargar á þremur eða jafnvel öllum svæðunum. Mýr- dalssvæðið virðist þó hafa allmikla sérstöðu og eru einkennistegundirnar þar fæstar, en flestar á Eyjafjarðarsvæðinu. Vestfirðir og Eyjafjarðarsvæðið virðast hins vegar hafa flestar tegundir sameiginlegar. Samtals eru vesturheimskautstegundirnar og miðsvæða- tegundirnar 107. Ejórði kafli fjallar um þær tcgundir aðrar, sem telja má líklegt, vegna kuldaþolni þcirra og fjallsækni, að séu ísaldartegundir. Telur höf. þær samtals 108, og hugsanlegar ísaldartegundir því samtals 215 eða um helmingur allra íslenzkra tegunda. í fimmta og síðasta kafla bókarinnar er svo rætt um innfluttar tegundir, en inn- flutning telur höfundur einkum hafa orðið af völdum manna. Höfundur telur þarna allmargar tegundir, sem vitað er um að hafa flutzt hingað á síðustu áratugum og öldum, en auk þess nokkrar, sem eftir útbreiðslu eða útbreiðsluhæfni að dæma, gætu hæglega liafa flutzt hingað einnig. Alls eru þetta um 90 tcgundir. Um uppruna þeirra ca. 130 tegunda íslenzku flórunnar, sem þá eru eftir vill höf. ekki dæma. Ég hef nú reynt að rekja í megindráttum efni þessa rits. Er þess þó ógetið sem ekki er minnst um vert, en það eru útbreiðslu- kortin, sem alls eru 86 í bókinni. Eru þessi kort mikill og góður fengur og gera ritið skemmtilcgt skoðunar jafnt sem aflestrar, lærðum sem leikum. Er þetta raunar fyrsta tilraunin, sem gerð er til að kortleggja út- breiðslu mikils hluta fslenzkra plöntuteg- unda, ef frá eru skilin nokkur ófullkomin útbreiðslukort í rili Gröntveds. Þessi kort byggir höfundur að miklu leyti á eigin rannsóknum, en hann hefur sem kunnugt er, ferðast um landið þvert og endilangt í leit að grösum. Svörtu deplarnir á þessum kortum sýnast ósköp meinleysislegir, enda liugsa víst fæstir til þess, hver feikna vinna og erfiði getur legið einum slíkum dcpli til grundvallar. Hér skal engin tilraun gerð til að dæma þetta rit Steindórs, né þær skoðanir sem hann setur þar fram. Til þess skortir mig þckkingu. Eg vil aðeins geta þess, að flestir íslenzkir grasafræðingar eru sammála þess- um skoðunum í meginatriðum. Hitt geta menn svo deilt um, hverjar og hversu marg- ar tegundir hafi lifað hér af ísaldirnar. I því efni fæst vitanlega aldrei ákveðin nið- urstaða. Jlelgi Hallgrímsson. Johannes Lid: Norsk og svensk Flora. Med tcikninger af Dagny Tandc Lid. Oslo 1963. Eáar þjóðir munu eiga sér eins margar og góðar flórubækur og Norðmenn. Engin 110 Flóra - TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.