Félagsbréf - 01.12.1958, Side 16

Félagsbréf - 01.12.1958, Side 16
14 FELAGSBREF ungt skáld og humanisti gat lært við skóladvöl í höfuðstaðnum. Hann kom sér fljótt í kunnings- skap við þá kennara, sem áhuga liöfðu á fögrum fræðum og einnig þá menn aðra í Reykjavík, sem rituðu eða gáfu út bækur. Þeini las liann ljóð sín og greinar og lagði grundvöllinn að rithöfund- arstarfi sínu með miklum hók- lestri. Hann hætti námi í fimmta hekk. Lífið kallaði hann til sín frá námsbókunum, en hann hafði að líkindum lært það, sem hann vildi. Meðal þeirra, sem liöfðu örv- að liann til ritstarfa, var Sigurður Guðmundsson, síðar skólameistari, — og lofað liann mjög fyrir fjör- ugar frásagnir að vestan, og það verður ekki dregið í efa, að Sig- urður, sem var vanur að finna, hvar feitt var á stykkinu, liefur skenunt sér konunglega, þegar Hagalín leiddi inn í stofuna til lians gömlu Vestfirðingana sína, en úr þeim liefur liann tönn og tungu. Frá náminu lá leið Guðmundar Hagalíns í blaðamennskuna, fyrst í Reykjavík, en því næst til Seyð- isfjarðar, þar sem hann var rit- stjóri um fjögra ára skeið og gaf út tvær fyrstu bækur sínar, Blind- sker og Strandbúa. Næst lá leið Guðmundar Hagalíns til Noregs, þar sem liann dvaldi um þriggja ára skeið, en 1928 fluttist hann til Isafjarðar. Var hann þar bóka- vörður að aðalstarfi, en fjölda mörg önnur störf lilóðust á liann á þeim árum, fleiri en hér verði talin, svo að kappnóg mundu telj- ast dugandi manni, en á þeim ár- um, sem Guðmundur bjó á Isa- firði, var einnig mikið blómaskeið í skáldskap lians, og birtust á þess- um árum mörg þeirra verka, sem lengst munu lialda nafni hans á lofti. Árið 1946 fluttist Guðmundur Hagalín alfarinn til Reykjavíkur og liefur ekki slegið slöku við um ritstörf, þó að hann hafi gegnt öðrum störfum samtímis eins og löngum fyrr. Á þessum tímamótum liefur Guðmundur Hagalín sent frá sér eitt hundrað smásögur, átta stór- ar skáldsögur, finun ævisögur ann- arra auk sjálfsævisögu frá bernsku til frumþroskaára, en greinar þær, sem liann liefur ritað um bók- menntir, menningarmál og þjóð- mál mega víst lieita óteljandi. Mjög er misjafnt, hversu fljótir ungir höfundar eru að finna sjálfa sig eins og það er kallað, finna það efni, form og efnistök, sem þeim henta bezt. Þó að Guðmund- ur Hagalín stykki ekki að þessu leyti alskapaður fram á ritvöll- inn, fremur en flestir- aðrir, tók þó þessi leit hann ekki langan tíma. 1 fyrstu bókinni má að vísu greina nokkur álirif frá samtíma- skáldskap, einkum að því er form suertir. 1 Blindskerjum eru smá- sögur, ævintýri og kvæði, en Guð-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.