Félagsbréf - 01.12.1958, Qupperneq 19

Félagsbréf - 01.12.1958, Qupperneq 19
FELAGSBREF 17 ansemi, krydda fjölmargar sögur hans, ef það er þá ekki megin- efni þeirra, og þetta er eitt aðal rithöfnndareinkenni hans. Augu og eyru Hagalíns eru sérkennilega opin fyrir öllu, sem er sérkenni- legt, spaugilegt eða afkáralegt í framkomu og útliti manna og ekki sízt málfari þeirra, og það er eins og Hagalín geti aldrei gleymt neinu af þessu tagi. Áhrif þess- arar sérgáfu eru mikil í stíl Haga- líns, og oft er sem sjá megi bros hans sjálfs yfir öxlina á persón- unum, sem liann leiðir framt og bak við ísmeygilegar setningar, sem hann leggur persónum sín- um í munn. En það er oft skammt á milli kímninnar og hins sorg- lega og átakanlega í sögum lians. Oft er um það talað, að Guð- niundur Hagalín noti sem fyrir- myndir að sögupersónum sínum raunverulega menn og konur og oftast vini sína og kunningja og frændfólk að vestan. En þeir, sem halda, að hann noti að mestu óbreyttar slíkar frásagnir fólks eða lífshlaup þess, eins og það er í raun réttri, þeir fara mjög villir vegar. Kveikjan í sögum hans er að vísu oftast raunverulegir at- burðir, sem hann þekkir af frá- sögn eða reynslu, (þó getur hún jafnvel verið draumur, sem liann dreymir, eins og áður er sagt), — en Hagalín vinnur þetta efni sitt vanalega mjög mikið og byggir sögur sínar af skáldlegri bragð- vísi og kunnáttu. Sjálfur hefur hann gert grein fyrir nokkrum smásögum sínum, hvernig þær urðu til, og sjást þá glögglega vinnubrögð hans í smásagnagerð- inni. Guðmundur Hagalín hefur rit- að ævisögu sína til frumþroskaára og lýsir þar fjölda fólks, sem áð- ur hafði birzt dulbúið í sögum hans, og er mjög lærdómsríkt til skilnings á skáldskap Guðmundar að bera þær lýsingar saman. Guðmundur Hagalín hefur allt- af verið mesti lestrarhestur og fylgist vel með því, sem gerist í bókmenntaheimi grannþjóðanna og hefur skrifað margar ritgerðir um erlendar og innlendar bók- menntir. Hefur liann eflaust margt lært af ýmsum erlendum skáldbræðrum sínum, einkum um byggingu og form skáldsagna og smásagna, en hann stendur svo föstum fótum á íslenzkri eða nán- ar til tekið vestfirzkri grmid, og persónur og staðhættir í sögunum eru svo sanníslenzkir, að bein er- lend áhrif inunu þar varla finnast. Það var tæpast nein tilviljun, að Guðmundur Hagalín varð braut- ryðjandi um merkilega ævisagna- ritun alþýðumanna samtíðar sinn- ar og skráði sögurnar eftir frásögn þeirra. Það var í fyllsta samræmi við sjálfs lians eðli og lífsskoðun. Við þetta verk kom lionum að góðu haldi hæfileikinn til að setja sig í spor annarra, lifa sig inn í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.