Félagsbréf - 01.12.1958, Side 45

Félagsbréf - 01.12.1958, Side 45
FELAGSBREF 43 var lienni tekið vel í Moskvu, til að byrja með. En smátt og smátt — vafalaust sökum þeirra viðtaka sem bókin fékk lijá yngri Sovét- lesendum og lesendum erlendis — tóku fjandsamlegar raddir að heyrast og að lokum fordæmdi Krustjoff sjálfur bókina. Sem stendur kvaðst Dudintsev vera að safna efni í langa skáld- sögu, en neitaði að segja nokkuð um efni liennar. Söguhetjurnar í nýju bókinni lifa í Moskvu og hann varði tíma sínum að ræða við þær, rannsaka þær, kynnast þeim betur. Hann eyddi kvöldun- um með þeim, umliverfis samovar- inn. Það virðist vera satt sem kvöldblað í Moskvu sagði — en það var eina blaðið sem vék að því, í stuttri málsgrein — að Dud- intsev sé að skrifa bók um líf inenntastéttarinnar í Moskvu. Hvort það muni raunverulega verða bin „jákvæða“ bók sem, samkvæmt Vecliernaya Moskva, eigi eftir að valda öllum þeim vonbrigðum, sem notuðu fyrri bækur Dudintsevs sem efni til þess að gagnrýna Sovét-þjóðskipulagið, á eftir að sýna sig. Ég spurði Dud- intsev að því, bvort liann væri nú að skrifa fyrir dagblöðin, áður en bann byrjaði í raun og veru á skáldsögu sinni. Hann kvað það ekki vera. Báðu dagblöðin og tímaritin bann um ritað efni til birtingar eða höfðu þau engan áhuga á verkum bans? Dudint- sev kom sér lijá að svara spurn- ingunni. Átti liann peninga? „Ég er vissulega ekki ríkur maður. Enda þrái ég ekki neitt sérstak- lega að eiga fulla pyngju“. Ég hélt spurningunum áfram. Myndu þeir peningar, sem bann liafði feugið fyrir síðustu bók sína end- ast þangað til sú næsta kæmi á markaðinn? „Langt frá því. Þeir peningar voru löngu gengnir til þurrðar. Sagan var uppétin áður en uppskeran var þroskuð. Ég fór að selja kornið, strax og ég byrj- aði að plægja. Þegar ég sáði, var helmingurinn þegar seldur og þegar ég skar upp, át ég síðasta stykkið af brauðinu og fór strax að liugsa um það, hvernig ég gæti selt uppskeru næsta árs“. Vladimir Dudintsev var með öðrum orðum að safna skuldum, meðan bann skrifaði Ekki af einu sainan brauði, og liann lifir enn á lánuðu brauði. Að öllum líkind- um hefur eiginkona hans fasta vinnu og lætur heimilið njóta góðs af tekjum sínum, eins og venja er í Sovétríkjunum. En Dud- intsev sýndi enga löngun til að ræða einkamál sín nánar. Það varð hlé á samræðunum. Svo sagði liann skyndilega: „Með hugsun kafar maður aldr- ei niður í djúp tilfinninganna. Skynsamleg hugsun nægir ekki. Maður verður að byrja á andan- um (ethos) eins og Kant gerði. Athugun á hinum stirnda himni

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.