Félagsbréf - 01.12.1958, Side 62

Félagsbréf - 01.12.1958, Side 62
60 FELAGSBREF En þjáning og ógæfa Óttars er þeim mun átakanlcgri að líkami hans hefur líka verið eleginn ófrjósemi og vangetu. Tilfinningaofsi Heiðveigar í viðskipt- um hennar og Óttars er í alla staði skiljanlegur. Því fer líka fjarri, að það sé nokkurt óeðli eða saurlífi, þegar hún gefur sig á vald Konna. Samfara liræði- legum vonbrigðum krefjast sterkar, en lengi bældar hvatir útrásar, og þessi hreina og styrka stúlka stenzt ekki ofur- eflið um stund. — Þessum höfundi virð- ist lagið að lýsa sterkum og heilsteypt- um kvenpersónum. En þær eru líkari Auði Vésteinsdóttur og Sölku Völku en kvenhetjum Ihsens. Það er ekkert tor- ráðið eða dularfullt við kvenskörunga Jökuls. Það kann í fyrstu að þykja heldur hversdagslegt og lítilmótlegt tiltæki hjá höfundinum að láta þau skötuhjúin fara niður á Hótel Borg upp úr allri örvænt- ingunni og vonbrigðunum til að eyða kvöldinu þar í glaum og glamri, og víst er um það, að slíkt liefði enginn skáld- sagnahöfundur látið sér dctta í hug fyrir nokkrum áratugum. Þcir hefðu gripið fegins hugar til dramatískari at- burða. En við lifum á tuttugustu öldinni miðri, tiinum atóms, jazz og rokks. Ég held, að Jökull skilji kynslóð sína rétt, þegar þau Heiðveig og Óttar leita ein- mitt glaumsins og hávaðans í sárri þján- ingu sinni. Yfirborðsgleði þeirra er sem hergmál frá lilátri Víga-Glúms og Guð- rúnar Ósvífursdóttur. Og þarna í hvers- dagslegum glaumi veitingahússins og vínstúkunnar rekumst við enn á sönn börn vorra tíma, peningamanninn Kalla, með amerískt yfirlæti og gleiðgosaliátt, og ógæfumanninn Magga, vonlausan og skilningsnæman, heimspeking á sína VÍ8U. Ekki fæ ég skilið livaða tilgang höf. sér sér í því að vera að dragast með lífvana og ófrumlegt tákn gegnum alla söguna: fjallið (þ. e. Esjuna). Það kem- ur að vísu aðeins fyrir í hugarórum Óttars og karlsins, mannanna, sem ræki- legast liafa brotið skip sin; virðist þvi eiga að vera einliver andstæða við örlög þeirra: Fjallið staðfast og kyrrt (sbr. orð gamla mannsins á hls. 28—29) and- spænis staðlausu og ókyrru mannlífinu. Og höfundi nægir ekki minna en vera stöðugt að stagast á sömu setningunni: „fjallið mikla sem gnæfði hátt yfir alla hyggð, hvítkembt í miðjar lilíðar“. Þetta undarlega táknmál, sem ekki er auðvelt að koma í nokkurt eðlilegt samband við líf sögupersónanna, virðist sótt til eldri höfunda, einkum Kristmanns Guðmunds- sonar (Morgunn lífsins). Nema fyrir höfundi vaki aðeins það, að flikka upp á orðstír Esjunnar vegna ills orðbragðs einhvers ungs Framsóknarmanns í Tím- anum um þetta ágæta fjall, sem frægt varð í bæjarstjórnarkosningunum síð- ustu! Eða helgast þessi Esjudýrkun höf- undar af orðum Einars Ben. um marg- nefnt fjall: „Til mannanna í Vík þú mælir fast/á máli, sem hjörgin tala“. ... En skilji lesandinn ekki þetta skringilega Esjuhjal höfundar, sýnist honum nafn bókarinnar algerlega gripið úr lausu lofti — og það lield ég að það sé. Ég hef áður hent á, að Jökull Jakobs- son er stílfær maður og býsna öruggur í frásagnarhætti, ekki eldri höfundur. Smekkleysur verður honum sjaldan á að gera, og hann er blessunarlega laus við ýmsar tilgerðartiktúrur, sem simiir stallbræður hans temja sér, hæði vegna eftiröpunarhneigðar og þekkingarskorts. Jökull Jakobsson er í framför sem

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.