Helgafell - 01.01.1943, Page 53

Helgafell - 01.01.1943, Page 53
SIGURÐUR EINARSSON: Hengingin í Háskólakapellunni Reykvísk jólasaga frá 1942. I. Dag fyrir Þorláksmessu á því herr- ans ári 1942, er ég á gangi nokkurra erinda um miðbæinn í Reykjavík. Þetta mun hafa verið um kl. 3 síðdegis. Mæti ég þá kunningja mínum og göml- um skólabróður, og er það vandi okk- ar jafnan að skiptast á nokkrum orð- um, þá er fundum ber saman. Fer mér svo enn, að ég nem staðar. Þyk- ir mér það þegar athyglisvert, að svo er sem hann sé mjög annars hugar og eitthvert fjarrænt sinnuleysi í svör- um hans. Ég var aftur á móti, að því er mig minnir, hinn reifasti í máli. Að lokum get ég ekki orða bundizt og segi við hann: ,,Heyrðu, hvað gengur að þér ? Hefur eitthvað komið fyrir þig ?** ,,Nei“, segir hann, ,, en það er bágt, að hér skuli ekki vera staddir vissir menn, sem voru að tala um þig fyrir skemmstu. Ég hefði getað unnt þeim þess að sjá þig“, Ég sagði víst eitthvað á þá leið, að það væri fremur hversdagsleg skemmt- un að sjá mig á gangi í Reykjavík. ,,Jú, að vísu“, sagði kunningi minn. ,,En þeir voru að segja mér frá því fyrir hálftíma, að í gœr hejÖir þú tíer- ið sþ_orinn niÖur úr snöru, nœr dauÖa en lífi uppi í Hásþóla og jluttur á Landsspítalann'. Ég hef á undanförnum árum hvað eftir annað orðið fyrir ýmis konar á- reitni og afkáralegum álygum. Að jafnaði hef ég tekið þess háttar með umburðarlyndi og rósemi, svo að mér hefur jafnvel verið virt til geðleysis. En í þetta sinn varð mér það fyrst fyrir að skellihlæja. ,,Nú er það þá ekki annað“, varð mér að orði, ,,Berðu þessum herrum kveðju mína og segðu þeim, að þessara atburða vegna, geti þeir notið jólagleði sinnar áhyggju- laust“. — Hér með lýkur fyrsta þætti þessa ævintýris. II. Um kvöldið var ég búinn að stein- gleyma þessu atviki og næsti dagur, Þorláksmessa, leið fyrir mér í önnum, og hafði ég lítt tal af mönnum. Þó ber það við um kvöldið, að mér er enn sögð þessi sama saga: Ég á að hafa gert tilraun til þess að hengja mig í Háskólanum og verið skorinn niður. Fylgdi þá sögunni, að það hefði verið einn lærisveina minna úr guðfraöði- deild, sem gert hefði á mér þetta misk- unnarverk ! Sagan er þá sögð mér úr þremur mismunandi áttum og er ber- sýnilega komin allvíða. Var svo að skilja, að þetta hefðu hvarvetna þótt allmikil tíðindi, og voru sumir sögu- manna þeirra, er staðið höfðu að dreif- ingunni, þegar orðnir ærið fróðir um persónulegar orsakir og tildrög þess, að ég hefði ráðizt í að kveðja þenna synduga heim með svo sviplegum hætti. Mér flaug þá þegar í hug, að hér væru ekki tilviljanir einar að verki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.