Helgafell - 01.01.1943, Side 70

Helgafell - 01.01.1943, Side 70
56 HELGAFELL í Noregi komst Guðrún Gjúkadóttir einnig inn í þjóðtrúna, en þó með allt öðrum hætti en hér á landi. Þar hugsuðu menn sér hana í broddi fylkingar í ,,oskoreji“, drauga- og óvættahernum mikla, er þreytir hina trylltu reið sína um byggðirnar á jólanóttina. Þar er hún kölluð Gyro Ryserova, Rove-Guro eða Rumpe-Guro, því að menn hugsuðu sér, að hún hefði hrosstagl.1) ,,De hövde ti, at ’u fekk ’kji dytt Rova unde Stakko”, segir Johannes Skar.2) Það er ekki vegleg mynd af drottningu Sigurðar Fáfnisbana, sem þessi þjóð- trú hefur geymt. Þar er allt klúrt og gróft og fjarlægt þeirri tign, sem yfir Guðrúnu er í hinni fornu íslenzku þjóðtrú, jafnt er hún slær hörpu sína í legurúmi sínu á Hjalla og er hún ríður, mikilúðug og tiguleg, um hlaðið í Miðdal í draumum Jóreiðar. VI. Þegar landnámsmennirnir sáu ísland rísa úr sæ, hið ókunna land, sem átti að verða heimkynni þeirra og niðja þeirra, og þegar þeir stigu þar á land og svipuðust um, er líklegt, að þær hugsanir hafi hvarflað að þeim flestum eða öllum, hvers konar vættir myndu byggja landið, hvers þeir myndu þurfa að gæta til þess að gera sér þær hollar, og hvað þeir þyrftu að varast til þess að styggja þær ekki. Á landnámsöld var trúin á landvættir enn í fullum blóma á Norðurlöndum. Hún átti sér þar djúpar rætur og langan aldur, og er líklega eitt af því, sem írumlegast er og elzt í fornum átrúnaði Norðurlandabúa. Víða um lönd hafa frumstæðar þjóðir trúað því, að ýmiss konar dularvættir drottnuðu yfir jörðinni, hver í sínu ríki. Menn trúðu því, að vættir byggju í fjöllum og foss- um, í hömrum og steinum, í lindum og lundum, og þeir töldu það vera eitt hið mesta vandamál mannanna að kunna að haga réttilega sambýli sínu við vættir þessar. Fræðimenn greinir á um upptök trúar þessarar. Ætla sumir, að landvættirnar séu í fyrstu andar framliðinna manna. Aðrir telja, að þær hafi, a. m. k. sumar, verið náttúruvættir frá upphafi vega, og til þess getur það m. a. bent, að landnámsmennirnir íslenzku bjuggust við að hitta landvættir fyrir í hinu mannlausa landi, er þeir hugðust að nema. Vér sjáum enn nokkrar minjar af trú forfeðra vorra á landvættir, bæði í fornbókmenntunum og í örnefnum. Þær minjar eru þó mjög í brotum, og þekking vor á þessu máli er því ófullkomin. En eitt af því, sem oss er kunn- ugt um í þessu efni, er það, að menn trúðu því, að vættir byggju í fjöllum. Sönnun þess er t. d. nafnið Ármannsfell í Þingvallasveit. Fellið hefur hlot- ið þetta nafn vegna þess, að menn trúðu því, að landvættur (ármaður) byggi í því. 1) Nils Lid: Jolesveinar og Gröderikdomsgudar, bls. 53. 2) Gamalt or Sætesdal III, bls. 7.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.